Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 46 svör fundust

Hvað eru tíu mílur margir km?

Ef spyrjandi hefði viljað vita hve margar tommur væru í kílómetra eða hve margar mínútur væru í viku hefðum við ekki átt í neinum vandræðum með að svara honum. En þar sem mílan er misjafnlega löng eftir því hvort maður er staddur á sjó eða landi, og jafnvel mislöng eftir því í hvaða landi maður er, reynist svarið ...

Nánar

Hvað er 238.856 mílur margir kílómetrar?

Ein bresk míla (mi; e. statute mile) er 1,609 kílómetrar. Því eru 238.856 mi = 238.856 mi * 1,609 km/mi = 384.401 km. Ein sjómíla er hins vegar 1,852 kílómetrar og því eru 238.856 sjómílur = 442.361,3 kílómetrar. Á þessari vefsíðu er forrit sem umreiknar milli hinna ýmsu mælieininga, þar á meðal mílna og kíl...

Nánar

Hvað geturðu sagt mér um þrjátíu ára stríðið?

Þrjátíu ára stríðið var háð í Evrópu á árunum 1618-48. Fjöldi ríkja og þjóða dróst inn í átökin vegna trúarbragða, deilna um landsvæði, erfðadeilna eða vegna viðskiptahagsmuna. Stríðið gerbreytti valdahlutföllum og ýmsum hefðum Mið- og Vestur-Evrópu. Holland losnaði undan Spánverjum og Sviss varð sjálfstætt ríki. ...

Nánar

Hver fann upp blýantinn?

Árið 1565 lýsti þýsk-svissneski náttúrufræðingurinn Conrad Gesner fyrstur manna skriffæri þar sem grafíti var komið fyrir í tréhólki. Grafít var þá talið vera ein tegund blýs og mun það vera ástæða þess að blýanturinn er enn kenndur við þann málm og við tölum um "blýið" í blýantinum. Gesner varð fyrstur til að lýs...

Nánar

Hvort er íslenskt vatn hart eða mjúkt og hvert er sýrustig þess?

Íslenskt drykkjarvatn er með því besta sem gerist í heiminum. Það er yfirleitt efnasnautt og ekki er þörf fyrir að bæta það með hreinsiefnum. Þannig er það með vatnið á höfuðborgarsvæðinu sem sótt er í borholur Gvendarbrunna í Heiðmörk. Við þurfum að hafa í huga að kalda vatnið er okkar dýrmætasta auðlind sem við...

Nánar

Hvað heitir gjaldmiðillinn í Namibíu?

Namibíumenn kalla gjaldmiðil sinn dal. Þegar þetta er skrifað, 21. október 2003, fást ríflega 10 íslenskar krónur fyrir hvern namibíudal. Tíu namibíudalir. Namibíumenn hafa fest gengi gjaldmiðil síns við gengi gjaldmiðils nágranna sinna í Suður-Afríku, rand. Þeir reyna að láta einn namibíudal kosta jafnmikið o...

Nánar

Hver var Anna Frank og fyrir hvað er hún svona fræg?

Anna Frank, fædd 12. júní 1929, var þýsk stúlka af gyðingaættum sem neyddist til að fara í felur á meðan ofsóknir nasista gegn Gyðingum stóðu yfir. Þann 6. júlí 1942 flúði fjölskylda Önnu heimili sitt og kom sér fyrir í leyniherbergi á vinnustað föður hennar í Amsterdam í Hollandi. Þar höfðust þau við í 25 mánuði ...

Nánar

Hvað eru kraftar Londons?

Venjulegar sameindir (e. molecules) eru óhlaðnar sem heild og þess vegna verka ekki milli þeirra neinir rafkraftar af venjulegustu gerð, það er að segja svokallaðir Coulomb-kraftar milli hlaðinna efniseinda. Hins vegar er jákvæð hleðsla í atómkjörnum sameindarinnar og jafnstór neikvæð hleðsla í rafeindum hennar sa...

Nánar

Hvað er hljóðlíking?

Hljóðlíking, sem einnig er nefnd hljóðgerving á íslensku, er orð sem myndað er með því að líkja eftir hljóði í náttúrunni. Einfalt dæmi um hljóðlíkingu er nafnorðið mjálm og sögnin mjálma. Orðin tvö líkjast hljóðinu sem kettir gefa frá sér og eru því hljóðlíking. Erlent fræðiheiti hljóðlíkingar er onomatopoeia, sa...

Nánar

Getið þið sagt mér hvað barokktónlist er?

Hér er einnig svarað spurningu Hugrúnar Jónsdóttur (f. 1989): Hvað einkenndi barokktímabilið í sögu tónlistarinnar? Barokktónlist er tónlist sem samin er á svokölluðu barokktímabili, eða um 1600-1750. Stundum er tímabilinu skipt í þrennt og er þá talað um frumbarokk (um 1600-1650), miðbarokk (1650-1700) og síðba...

Nánar

Getið þið sagt mér frá baráttunni um El Alamein?

Oft er talað um orrustuna við El Alamein eða jafnvel orrusturnar tvær en í raun voru þrjár meginorrustur háðar við El Alamein seinni hluta ársins 1942. Sú fyrsta var 30. júní - 17. júlí þegar samveldisherinn náði að stöðva sókn möndulveldanna inn í Egyptaland, önnur orrustan var dagana 31. ágúst - 3. september þe...

Nánar

Fleiri niðurstöður