Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er hljóðlíking?

JGÞ

Hljóðlíking, sem einnig er nefnd hljóðgerving á íslensku, er orð sem myndað er með því að líkja eftir hljóði í náttúrunni. Einfalt dæmi um hljóðlíkingu er nafnorðið mjálm og sögnin mjálma. Orðin tvö líkjast hljóðinu sem kettir gefa frá sér og eru því hljóðlíking. Erlent fræðiheiti hljóðlíkingar er onomatopoeia, samsett úr grísku orðunum 'onoma' sem þýðir orð/nafn og 'poiein' sem merkir að semja, búa til.

Vel getur hugsast að fyrstu „orð“ Homo sapiens hafi verið hljóðlíkingar, til dæmis þegar menn tóku að líkja eftir náttúruhljóðum eins og rennandi vatni, dýrahljóðum og svo framvegis. Ýmis velþekkt barnaorð, eins og meme, hoho, bíbí, brabra, eru dæmigerðar hljóðlíkingar.

Sögnin pop í ensku er hljóðlíking, notuð þegar eitthvað springur með hvelli.

Hljóðlíkingar af einhverju tagi finnast í öllum tungumálum. Þýsk heiti á gauk og uglu eru dæmigerðar hljóðlíkingar. Gaukur heitir Kuckuck á þýsku, því hljóðið sem hann gefur frá sér hljómar eins og kúkk-úkk, og ugla kallast Uhu á þýsku, því hljóðið sem hún gefur frá sér minnir á ú-hú. Dæmi um hljóðlíkingar í íslensku eru, mjálm, skvamp, krúnk, urr og dingl í merkingunni hringja, en það minnir á ding-dong hljóð sem sumar bjöllur gefa frá sér.

Hugtakið hljóðlíking er einnig notað þegar orð í einu tungumáli eru mynduð með því að líkja eftir hljóðum orðsins í öðru tungumáli. Dæmi um slíkt í íslensku eru til dæmis nýyrðið skúta (hljóðlíking scooter), leysir (hljóðlíking laser), gemsi (hljóðlíking GSM), kvarkar (hljóðlíking quarks), kíkerta (hljóðlíking á latnesku heiti kjúklingabaunarinnar, Cicer arietinum).

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

10.10.2023

Spyrjandi

Jennilou Villareal Cuizon

Tilvísun

JGÞ. „Hvað er hljóðlíking?“ Vísindavefurinn, 10. október 2023, sótt 19. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=68129.

JGÞ. (2023, 10. október). Hvað er hljóðlíking? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=68129

JGÞ. „Hvað er hljóðlíking?“ Vísindavefurinn. 10. okt. 2023. Vefsíða. 19. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=68129>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er hljóðlíking?
Hljóðlíking, sem einnig er nefnd hljóðgerving á íslensku, er orð sem myndað er með því að líkja eftir hljóði í náttúrunni. Einfalt dæmi um hljóðlíkingu er nafnorðið mjálm og sögnin mjálma. Orðin tvö líkjast hljóðinu sem kettir gefa frá sér og eru því hljóðlíking. Erlent fræðiheiti hljóðlíkingar er onomatopoeia, samsett úr grísku orðunum 'onoma' sem þýðir orð/nafn og 'poiein' sem merkir að semja, búa til.

Vel getur hugsast að fyrstu „orð“ Homo sapiens hafi verið hljóðlíkingar, til dæmis þegar menn tóku að líkja eftir náttúruhljóðum eins og rennandi vatni, dýrahljóðum og svo framvegis. Ýmis velþekkt barnaorð, eins og meme, hoho, bíbí, brabra, eru dæmigerðar hljóðlíkingar.

Sögnin pop í ensku er hljóðlíking, notuð þegar eitthvað springur með hvelli.

Hljóðlíkingar af einhverju tagi finnast í öllum tungumálum. Þýsk heiti á gauk og uglu eru dæmigerðar hljóðlíkingar. Gaukur heitir Kuckuck á þýsku, því hljóðið sem hann gefur frá sér hljómar eins og kúkk-úkk, og ugla kallast Uhu á þýsku, því hljóðið sem hún gefur frá sér minnir á ú-hú. Dæmi um hljóðlíkingar í íslensku eru, mjálm, skvamp, krúnk, urr og dingl í merkingunni hringja, en það minnir á ding-dong hljóð sem sumar bjöllur gefa frá sér.

Hugtakið hljóðlíking er einnig notað þegar orð í einu tungumáli eru mynduð með því að líkja eftir hljóðum orðsins í öðru tungumáli. Dæmi um slíkt í íslensku eru til dæmis nýyrðið skúta (hljóðlíking scooter), leysir (hljóðlíking laser), gemsi (hljóðlíking GSM), kvarkar (hljóðlíking quarks), kíkerta (hljóðlíking á latnesku heiti kjúklingabaunarinnar, Cicer arietinum).

Heimildir:

Mynd:...