Sólin Sólin Rís 08:30 • sest 18:51 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 04:02 • Sest 08:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:10 • Síðdegis: 22:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:09 • Síðdegis: 16:19 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Töluðu steinaldarmenn tungumál?

Guðrún Kvaran

Vísindamenn, sem rannsaka þróunarsögu mannsins, eru flestir þeirrar skoðunar að frummaðurinn hafi notað bendingar og líkamshreyfingar til þess að ná sambandi við aðra sinnar tegundar. Þessa hugmynd byggja þeir á hegðun simpansa en margar og mismunandi kenningar eru um hvað í raun greini manninn frá simpansanum.

Gert er ráð fyrir að tjáning með hljóðum hafi þróast hægt og hægt frá því fyrir 1,8 milljónum ára og þar til fyrir um 500.000 árum f.Kr. þegar svokallaður homo erectus, ,,hinn upprétti maður“, lifði en ekki er talið að homo sapiens, ,,hinn vitiborni maður“, hafi getað tjáð sig nokkurn veginn með orðum fyrr en fyrir um 100.000 árum f.Kr. Á elsta hluta steinaldar, sem hófst fyrir 2,4 milljónum ára er því ekki gert ráð fyrir tjáskiptum með hljóðum en þegar næsta stig í þróun mannsins hófst, bronsöld um það bil 2200 árum f.Kr., var maðurinn kominn langt í að þróa tungumál og jafnvel ritmál.

Homo erectus eins og menn ímynda sér að hann hafi litið út.

Fyrstu orðin eru talin hafa verið hljóðlíkingar, það er maðurinn lék eftir þeim hljóðum sem hann heyrði. Í öllum tungumálum munu vera til orð af því tagi. Í þýsku heitir gaukurinn til dæmis Kuckuck af því að hljóðið sem heyrist frá honum er kúkk-úkk. Heiti á uglunni er á þýsku Uhu (eins og límið) af því að hljóðið frá henni líkist ú-hú. Fjöldi slíkra orða er til í íslensku. Nefna mætti urr, urra, murr, murra, skvamp, skvampa, boms, bomsa, plomp, plompa, krúnk, krúnka, uss, ussa, fuss, fussa. Barnaorðin meme, hoho, mumu, bíbí og brabra eru líka hljóðlíkingar.

Orð af þessu tagi hefur steinaldarmaðurinn notað ríkulega fyrst eftir að hann fór að reyna að tjá sig en var kominn mun lengra á tjáningarferlinu þegar steinöld lauk.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

8.7.2008

Spyrjandi

Jóhann Hergils Steinþórsson, f. 1994

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Töluðu steinaldarmenn tungumál?“ Vísindavefurinn, 8. júlí 2008. Sótt 2. mars 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=47394.

Guðrún Kvaran. (2008, 8. júlí). Töluðu steinaldarmenn tungumál? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=47394

Guðrún Kvaran. „Töluðu steinaldarmenn tungumál?“ Vísindavefurinn. 8. júl. 2008. Vefsíða. 2. mar. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=47394>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Töluðu steinaldarmenn tungumál?
Vísindamenn, sem rannsaka þróunarsögu mannsins, eru flestir þeirrar skoðunar að frummaðurinn hafi notað bendingar og líkamshreyfingar til þess að ná sambandi við aðra sinnar tegundar. Þessa hugmynd byggja þeir á hegðun simpansa en margar og mismunandi kenningar eru um hvað í raun greini manninn frá simpansanum.

Gert er ráð fyrir að tjáning með hljóðum hafi þróast hægt og hægt frá því fyrir 1,8 milljónum ára og þar til fyrir um 500.000 árum f.Kr. þegar svokallaður homo erectus, ,,hinn upprétti maður“, lifði en ekki er talið að homo sapiens, ,,hinn vitiborni maður“, hafi getað tjáð sig nokkurn veginn með orðum fyrr en fyrir um 100.000 árum f.Kr. Á elsta hluta steinaldar, sem hófst fyrir 2,4 milljónum ára er því ekki gert ráð fyrir tjáskiptum með hljóðum en þegar næsta stig í þróun mannsins hófst, bronsöld um það bil 2200 árum f.Kr., var maðurinn kominn langt í að þróa tungumál og jafnvel ritmál.

Homo erectus eins og menn ímynda sér að hann hafi litið út.

Fyrstu orðin eru talin hafa verið hljóðlíkingar, það er maðurinn lék eftir þeim hljóðum sem hann heyrði. Í öllum tungumálum munu vera til orð af því tagi. Í þýsku heitir gaukurinn til dæmis Kuckuck af því að hljóðið sem heyrist frá honum er kúkk-úkk. Heiti á uglunni er á þýsku Uhu (eins og límið) af því að hljóðið frá henni líkist ú-hú. Fjöldi slíkra orða er til í íslensku. Nefna mætti urr, urra, murr, murra, skvamp, skvampa, boms, bomsa, plomp, plompa, krúnk, krúnka, uss, ussa, fuss, fussa. Barnaorðin meme, hoho, mumu, bíbí og brabra eru líka hljóðlíkingar.

Orð af þessu tagi hefur steinaldarmaðurinn notað ríkulega fyrst eftir að hann fór að reyna að tjá sig en var kominn mun lengra á tjáningarferlinu þegar steinöld lauk.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

...