Sólin Sólin Rís 03:26 • sest 23:27 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:21 • Sest 11:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:44 • Síðdegis: 24:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:37 • Síðdegis: 17:48 í Reykjavík

Hvar í heiminum er talið að mannkynið sé upprunnið?

Haraldur Ólafsson mannfræðingur

Spurningin um hvar uppruna manna sé að leita hefur sótt á hugi margra vísindamanna á Vesturlöndum undanfarnar tvær aldir eða allt síðan farið var að efast um að frásögn Gamla testamentisins af sköpun mannsins væri fræðilega nákvæm.

Á ofanverðri nítjándu öld fóru líffærafræðingar að átta sig á því að hægt væri að rekja með nokkru þróun tegundarinnar maður, Homo sapiens, með því að rannsaka ítarlega forn bein. Varð mönnum brátt ljóst, að maðurinn væri ekki kominn af neinum apategundum heldur hefði hann þróast samhliða mannöpum um milljónir ára. Hins vegar er einnig næsta víst að einhvers staðar í djúpi tímans eiga menn og apar sameiginlegan forföður, eða kannski réttara sagt; sameiginlega formóður.

Talið er að fyrir fimm til sex milljónum ára hafi verið komin fram tegund sem þróaðist til nútímamannsins. Bein slíkra tegunda hafa einkum fundist í Afríku og reyndar leikur enginn vafi á því að í þeirri álfu hafa til þessa fundist merkilegustu minjarnar um þessa forfeður okkar. Það þýðir þó ekki að endanlega sé sannað að mannkynið sé upprunnið í Afríku, en líkur á því að svo sé eru harla miklar. Nokkur þróunarstig mannsins hafa einnig fundist þar og margt bendir til þess að leifar þeirra frummanna sem fundist hafa annars staðar, í Asíu og Evrópu, séu ættaðir frá Afríku.

Hinn svokallaði upprétti maður, Homo erectus, er útbreiddur um Afríku, Asíu og Evrópu. Ekkert hefur enn fundist sem bendir til að eldri tegundir manna hafi verið í Evrópu.

Öll þessi vísindi eru harla flókin, en svo margt bendir til þess að tegundin maður sé upprunninn í Afríku austanverðri að flestir fornmannfræðingar telja það nokkuð víst.

Hægt er að fræðast frekar um mannkynið í eftirfarandi svörum á Vísindavefnum:


Mynd: University of Minnesota Duluth

Höfundur

Haraldur Ólafsson mannfræðingur

fyrrv. prófessor í mannfræði við HÍ

Útgáfudagur

11.10.2004

Spyrjandi

Linda Björk

Tilvísun

Haraldur Ólafsson mannfræðingur. „Hvar í heiminum er talið að mannkynið sé upprunnið?“ Vísindavefurinn, 11. október 2004. Sótt 30. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4551.

Haraldur Ólafsson mannfræðingur. (2004, 11. október). Hvar í heiminum er talið að mannkynið sé upprunnið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4551

Haraldur Ólafsson mannfræðingur. „Hvar í heiminum er talið að mannkynið sé upprunnið?“ Vísindavefurinn. 11. okt. 2004. Vefsíða. 30. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4551>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvar í heiminum er talið að mannkynið sé upprunnið?
Spurningin um hvar uppruna manna sé að leita hefur sótt á hugi margra vísindamanna á Vesturlöndum undanfarnar tvær aldir eða allt síðan farið var að efast um að frásögn Gamla testamentisins af sköpun mannsins væri fræðilega nákvæm.

Á ofanverðri nítjándu öld fóru líffærafræðingar að átta sig á því að hægt væri að rekja með nokkru þróun tegundarinnar maður, Homo sapiens, með því að rannsaka ítarlega forn bein. Varð mönnum brátt ljóst, að maðurinn væri ekki kominn af neinum apategundum heldur hefði hann þróast samhliða mannöpum um milljónir ára. Hins vegar er einnig næsta víst að einhvers staðar í djúpi tímans eiga menn og apar sameiginlegan forföður, eða kannski réttara sagt; sameiginlega formóður.

Talið er að fyrir fimm til sex milljónum ára hafi verið komin fram tegund sem þróaðist til nútímamannsins. Bein slíkra tegunda hafa einkum fundist í Afríku og reyndar leikur enginn vafi á því að í þeirri álfu hafa til þessa fundist merkilegustu minjarnar um þessa forfeður okkar. Það þýðir þó ekki að endanlega sé sannað að mannkynið sé upprunnið í Afríku, en líkur á því að svo sé eru harla miklar. Nokkur þróunarstig mannsins hafa einnig fundist þar og margt bendir til þess að leifar þeirra frummanna sem fundist hafa annars staðar, í Asíu og Evrópu, séu ættaðir frá Afríku.

Hinn svokallaði upprétti maður, Homo erectus, er útbreiddur um Afríku, Asíu og Evrópu. Ekkert hefur enn fundist sem bendir til að eldri tegundir manna hafi verið í Evrópu.

Öll þessi vísindi eru harla flókin, en svo margt bendir til þess að tegundin maður sé upprunninn í Afríku austanverðri að flestir fornmannfræðingar telja það nokkuð víst.

Hægt er að fræðast frekar um mannkynið í eftirfarandi svörum á Vísindavefnum:


Mynd: University of Minnesota Duluth...