Hinn svokallaði upprétti maður, Homo erectus, er útbreiddur um Afríku, Asíu og Evrópu. Ekkert hefur enn fundist sem bendir til að eldri tegundir manna hafi verið í Evrópu.
Öll þessi vísindi eru harla flókin, en svo margt bendir til þess að tegundin maður sé upprunninn í Afríku austanverðri að flestir fornmannfræðingar telja það nokkuð víst.
Hægt er að fræðast frekar um mannkynið í eftirfarandi svörum á Vísindavefnum:
- Hvernig var fyrsti maðurinn á litinn?
- Hvers vegna er mannkynið svo erfðafræðilega einsleitt sem raun ber vitni?
- Hver er munurinn á Homo sapiens og Homo sapiens sapiens?
Mynd: University of Minnesota Duluth