Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Vika sjávar er ákveðin lengdarmálseining á sjó sem þekkist allt frá fornu máli. Þessi mælieining var mismunandi á ólíkum tímum. Á 17. og 18. öld samsvaraði til dæmis vika sjávar stundum einni danskri mílu (rúmum 7,4 km). Mælieiningin var oft ónákvæm, 7,5–9 km, um það bil einnar stundar sigling. Á 18. öld var vika sjávar stundum talin 8,3 km en í Lagasafni alþýðu frá 1907 er hún sögð 7,408 km.
Þessir færeysku kappræðarar þurfa ekki að skiptast á að róa enda róðurinn örugglega styttri en vika sjávar.
Af samanburði við önnur mál, til dæmis miðlágþýsku (weke/wecke/weken sees), má sjá að upphafleg merking var ‘víxlan, skipti’, átt var við þann tíma sem leið milli þess að ræðarar skiptust á. Þeir í raun viku fyrir þeim sem tóku við. Orðið vika í vika sjávar er því skylt sögninni að víkja ‘þoka sér, fara’.
Mynd:Árnafjarðar Róðrarfelag
Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni orðanna í mælieiningunni "vika sjávar"?“ Vísindavefurinn, 30. apríl 2007, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6615.
Guðrún Kvaran. (2007, 30. apríl). Hver er uppruni orðanna í mælieiningunni "vika sjávar"? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6615
Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni orðanna í mælieiningunni "vika sjávar"?“ Vísindavefurinn. 30. apr. 2007. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6615>.