Sólin Sólin Rís 03:40 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík

Er þessi setning ósönn?

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

Svarið við spurningunni er einfalt: nei. Setningin er ekki ósönn en þar með er ekki rétt að hún sé sönn. Setningin sem um ræðir er spurning og spurningar geta hvorki verið sannar né ósannar. Hugtökin “satt” og “ósatt” eiga aðeins við um staðhæfingar en alls ekki um allt sem sagt er eða skrifað.

Setningar geta haft ýmiss konar tilgang. Dæmi um setningar eru “Í dag er mánudagur,” “Hvað er klukkan?,” “Æ!,” “Halló” og “Komdu!” Fyrsta dæmið er staðhæfing þar sem eitthvað er staðhæft eða fullyrt. Staðhæfingar hafa sanngildi, þær eru ýmist sannar eða ósannar. Spurningar, upphrópanir, kveðjur og boð hafa ekki sanngildi. Þegar við meiðum okkur og æpum “Æ!” erum við ekki að staðhæfa neitt og upphrópunin getur hvorki verið sönn né ósönn. Því er tal um sanngildi spurningar merkingarlaust.

Ef spurt er hvort spurning sé ósönn er gefið í skyn að hún hljóti að vera annað hvort sönn eða ósönn og þar með er henni eignaður eiginleiki sem spurningar geta einfaldlega ekki haft. Það mætti alveg eins spyrja “Er þessi spurning með stutt hár?” eða “Langar spurninguna í harðfisk?” Eins eru til ótal hlutir sem ekki er hægt að eigna sanngildi, spurningar falla þar í sama flokk og ruslatunnur, kaffibollar, epli, bréfaklemmur og gnauðið í vindinum. Lítið þýðir að velta fyrir sér hvort bréfaklemma sé sönn eða ósönn og hið sama gildir um spurninguna sem hér er svarað.

Sjá einnig svör eftir Erlend Jónsson og Ólaf Pál Jónsson um tengt efni:

Höfundur

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði

Útgáfudagur

18.9.2002

Spyrjandi

Ívar Pétursson, f. 1986

Tilvísun

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Er þessi setning ósönn?“ Vísindavefurinn, 18. september 2002. Sótt 25. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2722.

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. (2002, 18. september). Er þessi setning ósönn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2722

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Er þessi setning ósönn?“ Vísindavefurinn. 18. sep. 2002. Vefsíða. 25. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2722>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er þessi setning ósönn?
Svarið við spurningunni er einfalt: nei. Setningin er ekki ósönn en þar með er ekki rétt að hún sé sönn. Setningin sem um ræðir er spurning og spurningar geta hvorki verið sannar né ósannar. Hugtökin “satt” og “ósatt” eiga aðeins við um staðhæfingar en alls ekki um allt sem sagt er eða skrifað.

Setningar geta haft ýmiss konar tilgang. Dæmi um setningar eru “Í dag er mánudagur,” “Hvað er klukkan?,” “Æ!,” “Halló” og “Komdu!” Fyrsta dæmið er staðhæfing þar sem eitthvað er staðhæft eða fullyrt. Staðhæfingar hafa sanngildi, þær eru ýmist sannar eða ósannar. Spurningar, upphrópanir, kveðjur og boð hafa ekki sanngildi. Þegar við meiðum okkur og æpum “Æ!” erum við ekki að staðhæfa neitt og upphrópunin getur hvorki verið sönn né ósönn. Því er tal um sanngildi spurningar merkingarlaust.

Ef spurt er hvort spurning sé ósönn er gefið í skyn að hún hljóti að vera annað hvort sönn eða ósönn og þar með er henni eignaður eiginleiki sem spurningar geta einfaldlega ekki haft. Það mætti alveg eins spyrja “Er þessi spurning með stutt hár?” eða “Langar spurninguna í harðfisk?” Eins eru til ótal hlutir sem ekki er hægt að eigna sanngildi, spurningar falla þar í sama flokk og ruslatunnur, kaffibollar, epli, bréfaklemmur og gnauðið í vindinum. Lítið þýðir að velta fyrir sér hvort bréfaklemma sé sönn eða ósönn og hið sama gildir um spurninguna sem hér er svarað.

Sjá einnig svör eftir Erlend Jónsson og Ólaf Pál Jónsson um tengt efni:

...