Sólin Sólin Rís 06:52 • sest 19:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:16 • Sest 00:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:13 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 23:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:52 • sest 19:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:16 • Sest 00:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:13 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 23:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær er rökfærsla sönn?

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

Sagt er að rökfærsla sé sönn þegar hvort tveggja á við að hún er gild og að allar forsendur hennar eru sannar.

Rökfærsla er gild þegar niðurstöðu hennar leiðir af forsendunum.

Dæmi:
1. Allir hundar eru spendýr.
2. Snati er hundur.

Niðurstaða: Snati er spendýr.

Annað dæmi:
1. Allir hundar hafa vængi.
2. Snati er hundur.

Niðurstaða: Snati hefur vængi.

Báðar rökfærslurnar hér að ofan eru gildar. Niðurstöðuna leiðir af forsendunum og ekkert er við form þeirra að athuga. Seinni rökfærslan er hins vegar ekki sönn þar sem fyrri forsenda hennar er ósönn. Hún uppfyllir sem sagt bara fyrra skilyrðið fyrir sannri rökfærslu.

Dæmi um rökfærslu sem uppfyllir seinna skilyrðið en ekki hið fyrra gæti verið svona:
1. Allir hundar eru spendýr.
2. Snælda er köttur.

Niðurstaða: Snælda er spendýr.

Hér eru báðar forsendurnar sannar en niðurstaðan, þótt sönn sé, er hins vegar ekki réttilega leidd af forsendunum og rökfærslan er því ógild. Í raun gæti þarna alveg eins staðið:
1. Allir hundar eru spendýr.
2. Snælda er köttur.

Niðurstaða: Jónas er fimm ára.

Það hvort rökfærsla er gild snýst eingöngu um form hennar, það er hvernig setningarnar og mismunandi hlutar þeirra raðast saman óháð því til hvers er vísað í því sem staðhæft er. Merking orðanna skiptir ekki máli. Ef rökfærsla er sönn segir það bæði til um að rökformið sé rétt og um merkingu þess sem staðhæft er.

Höfundur

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði

Útgáfudagur

16.6.2004

Síðast uppfært

17.3.2021

Spyrjandi

Unnur Þorláksdóttir

Tilvísun

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Hvenær er rökfærsla sönn?“ Vísindavefurinn, 16. júní 2004, sótt 15. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4352.

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. (2004, 16. júní). Hvenær er rökfærsla sönn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4352

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Hvenær er rökfærsla sönn?“ Vísindavefurinn. 16. jún. 2004. Vefsíða. 15. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4352>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær er rökfærsla sönn?
Sagt er að rökfærsla sé sönn þegar hvort tveggja á við að hún er gild og að allar forsendur hennar eru sannar.

Rökfærsla er gild þegar niðurstöðu hennar leiðir af forsendunum.

Dæmi:
1. Allir hundar eru spendýr.
2. Snati er hundur.

Niðurstaða: Snati er spendýr.

Annað dæmi:
1. Allir hundar hafa vængi.
2. Snati er hundur.

Niðurstaða: Snati hefur vængi.

Báðar rökfærslurnar hér að ofan eru gildar. Niðurstöðuna leiðir af forsendunum og ekkert er við form þeirra að athuga. Seinni rökfærslan er hins vegar ekki sönn þar sem fyrri forsenda hennar er ósönn. Hún uppfyllir sem sagt bara fyrra skilyrðið fyrir sannri rökfærslu.

Dæmi um rökfærslu sem uppfyllir seinna skilyrðið en ekki hið fyrra gæti verið svona:
1. Allir hundar eru spendýr.
2. Snælda er köttur.

Niðurstaða: Snælda er spendýr.

Hér eru báðar forsendurnar sannar en niðurstaðan, þótt sönn sé, er hins vegar ekki réttilega leidd af forsendunum og rökfærslan er því ógild. Í raun gæti þarna alveg eins staðið:
1. Allir hundar eru spendýr.
2. Snælda er köttur.

Niðurstaða: Jónas er fimm ára.

Það hvort rökfærsla er gild snýst eingöngu um form hennar, það er hvernig setningarnar og mismunandi hlutar þeirra raðast saman óháð því til hvers er vísað í því sem staðhæft er. Merking orðanna skiptir ekki máli. Ef rökfærsla er sönn segir það bæði til um að rökformið sé rétt og um merkingu þess sem staðhæft er....