Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru jöklar á Mars eða eru ummerki um að þeir hafi kannski verið þar áður fyrr?

Stjörnufræðivefurinn

Á báðum pólsvæðum Mars eru miklar ísbreiður, aðallega úr vatnsís en þaktar þurrís á yfirborðinu. Norðurpóllinn á Mars er um 1000 km í þvermál á sumrin og allt að tveggja km þykkur. Suðurpóllinn er öllu smærri eða 350 km í þvermál og 3 km þykkur en inniheldur engu að síður nægt vatn til að þekja reikistjörnuna með 11 metra þykku lagi samkvæmt ratsjárgögnum frá Mars Express geimfarinu.



Greinilegar árstíðabreytingar eru á norðurpólhettu Mars. Fyrsta myndin var tekin í október 1996 þegar farið var að vora á Mars en seinasta myndin við sumarsólstöður þegar allt norðurhvelið er baðað sólskini. Myndin sýnir hvernig norðurpólhettan minnkar samfara hlýnun.

Pólarnir hafa gríðarleg áhrif á lofthjúp Mars. Yfir háveturinn kólnar svo mikið að 25-30% af koltvíildinu í lofthjúpnum þéttist í þurrís og leggst yfir pólsvæðin sem risavaxin pólhetta. Á norðurpólinn safnast þurrísinn saman í um eins metra þykkt lag á meðan suðurpóllinn er alltaf þakin átta metra þykkum þurrís. Þegar vorar og hlýnar þiðnar þurrísinn og stígur upp í lofthjúpinn svo hann þykknar staðbundið á ný. Á sama tíma verða til gríðarsterkir heimskautavindar sem ná allt að 110 m/s vindhraða. Þessar árstíðabreytingar bera með sér gífurlegt magn rykagna og vatnsgufu sem mynda hrím og stór klósigaský.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Þessi texti birtist upprunalega á Stjörnufræðivefnum og er birtur hér með góðfúslegu leyfi.

Mynd:

Eftirfarandi spurningum var einnig svarað:
  • Hvað eru pólhettur á Mars?
  • Úr hverju eru jöklarnir á Mars og hver er munurinn á norður og suður pólhettunum?

Útgáfudagur

25.10.2010

Spyrjandi

Tinna Magnúsdóttir, Sólveig Heimisdóttir, Ragnheiður Guðnadóttir

Tilvísun

Stjörnufræðivefurinn. „Eru jöklar á Mars eða eru ummerki um að þeir hafi kannski verið þar áður fyrr?“ Vísindavefurinn, 25. október 2010, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=27234.

Stjörnufræðivefurinn. (2010, 25. október). Eru jöklar á Mars eða eru ummerki um að þeir hafi kannski verið þar áður fyrr? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=27234

Stjörnufræðivefurinn. „Eru jöklar á Mars eða eru ummerki um að þeir hafi kannski verið þar áður fyrr?“ Vísindavefurinn. 25. okt. 2010. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=27234>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru jöklar á Mars eða eru ummerki um að þeir hafi kannski verið þar áður fyrr?
Á báðum pólsvæðum Mars eru miklar ísbreiður, aðallega úr vatnsís en þaktar þurrís á yfirborðinu. Norðurpóllinn á Mars er um 1000 km í þvermál á sumrin og allt að tveggja km þykkur. Suðurpóllinn er öllu smærri eða 350 km í þvermál og 3 km þykkur en inniheldur engu að síður nægt vatn til að þekja reikistjörnuna með 11 metra þykku lagi samkvæmt ratsjárgögnum frá Mars Express geimfarinu.



Greinilegar árstíðabreytingar eru á norðurpólhettu Mars. Fyrsta myndin var tekin í október 1996 þegar farið var að vora á Mars en seinasta myndin við sumarsólstöður þegar allt norðurhvelið er baðað sólskini. Myndin sýnir hvernig norðurpólhettan minnkar samfara hlýnun.

Pólarnir hafa gríðarleg áhrif á lofthjúp Mars. Yfir háveturinn kólnar svo mikið að 25-30% af koltvíildinu í lofthjúpnum þéttist í þurrís og leggst yfir pólsvæðin sem risavaxin pólhetta. Á norðurpólinn safnast þurrísinn saman í um eins metra þykkt lag á meðan suðurpóllinn er alltaf þakin átta metra þykkum þurrís. Þegar vorar og hlýnar þiðnar þurrísinn og stígur upp í lofthjúpinn svo hann þykknar staðbundið á ný. Á sama tíma verða til gríðarsterkir heimskautavindar sem ná allt að 110 m/s vindhraða. Þessar árstíðabreytingar bera með sér gífurlegt magn rykagna og vatnsgufu sem mynda hrím og stór klósigaský.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Þessi texti birtist upprunalega á Stjörnufræðivefnum og er birtur hér með góðfúslegu leyfi.

Mynd:

Eftirfarandi spurningum var einnig svarað:
  • Hvað eru pólhettur á Mars?
  • Úr hverju eru jöklarnir á Mars og hver er munurinn á norður og suður pólhettunum?

...