
Það voru líklega portúgalskir sæfarendur á 15. öld sem uppgötvuðu Þanghafið. Hugsanlega var þó Þanghafið þekkt mun fyrr. Í kvæði eftir Rufus Festus Avienus frá 4. öld er hluta Atlantshafsins lýst sem mikilli þangbreiðu. Þar er vitnað til sæfarenda frá 5.öld f.Kr. Í Þanghafinu eru hrygningarstöðvar ála og flugfiska. Heimildir og mynd:
- Íslenska alfræðiorðabókin, Örn og Örlygur, Reykjavík 1990.
- Sargasso sea. Grein á Wikipedia.com.
- DMU.dk. Sótt 15.6.2009.
Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2009.