Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvers konar dýr eru flugfiskar og geta þeir í raun flogið?

Jón Már Halldórsson

Eiginlegir flugfiskar eru fiskar af ættkvíslinni Exocoetus. Um er að ræða fimm tegundir sem eiga heimkynni sín í Suðurhöfum. Tegundirnar heita:

  • Exocoetus gibbosus - úthafsflugfiskurinn
  • Exocoetus monocirrhus – barbel-flugfiskurinn
  • Exocoetus obtusirostris - tvívængjaði úthafsflugfiskurinn
  • Exocoetus volitans - tvívængjaði hitabeltisflugfiskurinn
  • Exocoetus peruvianus - perú-flugfiskurinn

Ástæðan fyrir nafngiftinni er tvíþætt, annars vegar hafa fiskarnir ummyndaða eyrugga sem líkjast vængjum og hins vegar er atferli þeirra sérstakt. Flugfiskar nýta nefnilega mikinn kraft sinn til að stökkva upp úr sjónum og geta þá svifið nokkra metra með hjálp ummynduðu ugganna. Stundum blaka þeir uggunum til að svífa lengra. Þeir geta hins vegar ekki ekki flogið í þeim skilningi að þeir taki sig á loft og hafi fullkomna stjórn á fluginu.

Flugfiskar nýta sér stökkkraft til að koma sér upp úr sjónum og geta þá svifið nokkra metra.

Talið er líklegt að þetta flugatferli sé aðlögun til að vinna gegn afráni hraðsyndra ránfiska eins og túnfiska, sverðfiska og makríla. En flugið gerir þá líka berskjaldaðri fyrir óvinum úr lofti sem eru helst freigátufuglar sem gegna svipaðri stöðu í vistkerfi Suðurhafanna og hafsúlan hér á norðurhjaranum.

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hverslags dýr eru flugfiskar og geta þeir, sbr. nafngiftina, flogið?

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

4.4.2024

Spyrjandi

Örn

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvers konar dýr eru flugfiskar og geta þeir í raun flogið?“ Vísindavefurinn, 4. apríl 2024. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=86359.

Jón Már Halldórsson. (2024, 4. apríl). Hvers konar dýr eru flugfiskar og geta þeir í raun flogið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=86359

Jón Már Halldórsson. „Hvers konar dýr eru flugfiskar og geta þeir í raun flogið?“ Vísindavefurinn. 4. apr. 2024. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=86359>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers konar dýr eru flugfiskar og geta þeir í raun flogið?
Eiginlegir flugfiskar eru fiskar af ættkvíslinni Exocoetus. Um er að ræða fimm tegundir sem eiga heimkynni sín í Suðurhöfum. Tegundirnar heita:

  • Exocoetus gibbosus - úthafsflugfiskurinn
  • Exocoetus monocirrhus – barbel-flugfiskurinn
  • Exocoetus obtusirostris - tvívængjaði úthafsflugfiskurinn
  • Exocoetus volitans - tvívængjaði hitabeltisflugfiskurinn
  • Exocoetus peruvianus - perú-flugfiskurinn

Ástæðan fyrir nafngiftinni er tvíþætt, annars vegar hafa fiskarnir ummyndaða eyrugga sem líkjast vængjum og hins vegar er atferli þeirra sérstakt. Flugfiskar nýta nefnilega mikinn kraft sinn til að stökkva upp úr sjónum og geta þá svifið nokkra metra með hjálp ummynduðu ugganna. Stundum blaka þeir uggunum til að svífa lengra. Þeir geta hins vegar ekki ekki flogið í þeim skilningi að þeir taki sig á loft og hafi fullkomna stjórn á fluginu.

Flugfiskar nýta sér stökkkraft til að koma sér upp úr sjónum og geta þá svifið nokkra metra.

Talið er líklegt að þetta flugatferli sé aðlögun til að vinna gegn afráni hraðsyndra ránfiska eins og túnfiska, sverðfiska og makríla. En flugið gerir þá líka berskjaldaðri fyrir óvinum úr lofti sem eru helst freigátufuglar sem gegna svipaðri stöðu í vistkerfi Suðurhafanna og hafsúlan hér á norðurhjaranum.

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hverslags dýr eru flugfiskar og geta þeir, sbr. nafngiftina, flogið?
...