Sólin Sólin Rís 09:45 • sest 16:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:12 • Sest 01:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:07 • Síðdegis: 14:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:20 • Síðdegis: 21:01 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:45 • sest 16:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:12 • Sest 01:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:07 • Síðdegis: 14:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:20 • Síðdegis: 21:01 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getið þið sagt mér um San Marínó?

Sigurður Snorri Halldórsson og Egill Ástráðsson

San Marínó er ríki í Appennínafjöllunum á norðanverðum Ítalíuskaga, á mörkum héraðanna Emilía-Rómanja og Marke. San Marínó er landlukt sem þýðir að það á hvergi landamæri að sjó og er það umlukið Ítalíu. Landið er með allra minnstu ríkjum heims aðeins 61,2 ferkílómetrar eða örlítið minna en sveitarfélagið Sandgerðisbær á Íslandi.


San Marínó er örlítið ríki, aðeins minna en Sandgerðisbær á Íslandi.

Opinbert heiti San Marínó er Serenissima Repubblica di San Marino en það þýðir á íslensku Hið háæruverðuga lýðveldi San Marínó. Áætlað er að íbúar landsins séu rétt í kringum 30.000 og er það með fámennustu ríkjum Evrópu. Opinbert tungumál landsins er ítalska. San Marínó er ekki í Evrópusambandinu en notar engu að síður evru sem gjaldmiðil.

Heimildir:

Mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2009.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

12.6.2009

Spyrjandi

Anna J., f. 1993

Tilvísun

Sigurður Snorri Halldórsson og Egill Ástráðsson. „Hvað getið þið sagt mér um San Marínó?“ Vísindavefurinn, 12. júní 2009, sótt 11. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=27416.

Sigurður Snorri Halldórsson og Egill Ástráðsson. (2009, 12. júní). Hvað getið þið sagt mér um San Marínó? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=27416

Sigurður Snorri Halldórsson og Egill Ástráðsson. „Hvað getið þið sagt mér um San Marínó?“ Vísindavefurinn. 12. jún. 2009. Vefsíða. 11. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=27416>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um San Marínó?
San Marínó er ríki í Appennínafjöllunum á norðanverðum Ítalíuskaga, á mörkum héraðanna Emilía-Rómanja og Marke. San Marínó er landlukt sem þýðir að það á hvergi landamæri að sjó og er það umlukið Ítalíu. Landið er með allra minnstu ríkjum heims aðeins 61,2 ferkílómetrar eða örlítið minna en sveitarfélagið Sandgerðisbær á Íslandi.


San Marínó er örlítið ríki, aðeins minna en Sandgerðisbær á Íslandi.

Opinbert heiti San Marínó er Serenissima Repubblica di San Marino en það þýðir á íslensku Hið háæruverðuga lýðveldi San Marínó. Áætlað er að íbúar landsins séu rétt í kringum 30.000 og er það með fámennustu ríkjum Evrópu. Opinbert tungumál landsins er ítalska. San Marínó er ekki í Evrópusambandinu en notar engu að síður evru sem gjaldmiðil.

Heimildir:

Mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2009....