
Opinbert heiti San Marínó er Serenissima Repubblica di San Marino en það þýðir á íslensku Hið háæruverðuga lýðveldi San Marínó. Áætlað er að íbúar landsins séu rétt í kringum 30.000 og er það með fámennustu ríkjum Evrópu. Opinbert tungumál landsins er ítalska. San Marínó er ekki í Evrópusambandinu en notar engu að síður evru sem gjaldmiðil. Heimildir:
- San Marínó á Wikipedia
- World Factbook
- Íslenska alfræðiorðabókin. Reykjavík: Örn og Örlygur, 1990.
- Virtual Tourist. Sótt 29.6.2009.
Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2009.