Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvaða land hefur landamæri lengst frá sjó?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Við sem búum á eyju í miðju Atlantshafinu hugsum sjaldnast um hversu miklu máli það getur skipt að eiga landamæri að sjó, fyrir okkur er það eitthvað svo sjálfsagt. Hins vegar er tæplega fjórðungur ríkja heims í þeirri stöðu að eiga ekki landamæri að sjó og kallast þau landlukt (e. landlocked).

Í dag eru landlukt ríki heims gjarnan talin vera 43 og er hægt að sjá lista yfir þau á Wikipedia.org. Rétt að geta þess að þrjú þeirra; Kasakstan, Túrkmenistan og Aserbaídsjan, eru ekki algjörlega umkringd öðrum löndum heldur hafa landamæri að Kaspíahafi. Einhverjir vilja sjálfsagt frekar kalla Kaspíahaf landlukt haf en stöðuvatn þar sem það er salt, en algengara er að telja það með vötnum. Þau lönd sem að því liggja en eiga ekki landamæri að hafi teljast því yfirleitt með landluktum ríkjum.

Upplýsingar um fjarlægð landa frá sjó reyndust ekki eins auðfundnar og ætla má miðað við allar þær tölulegar upplýsingar sem hægt er að finna um lönd heims á netinu. Í riti Sameinuð þjóðanna Landlocked Developing Countries, Facts and Figures 2006 má þó lesa að Kasakstan er það land sem á landamæri lengst frá sjó eða í 3.750 km fjarlægð. Þar á eftir koma Kirgisistan (3.600 km), Tadsjikistan, (3.100 km), Sambía (1.975 km) og Afganistan (1.960 km).



Tæplega fjórðungur af ríkjum heims eru landlukt.

Ýmsir ókostir fylgja því að vera landlukt ríki og þá sérstaklega þegar kemur að inn- og útflutningi og aðgangi að mörkuðum. Stór hluti vöruflutninga á milli landa fer fram á sjó og það segir sig því sjálft að ríki sem ekki hafa beinan aðgang að höfnum eru verr sett en önnur þar sem þau eru háð nágrönnum sínum hvað sjóflutninga varðar. Slíkt getur haft í för með sér hærri flutningskostnað og gjöld sem strandríkin geta krafist.

Það getur verið óhagræði af því að þurfa að fara yfir landamæri og í gegnum annað ríki til þess að komast að flutningshöfn, sérstaklega ef stjórnmálaástand er viðkvæmt. Landlukt ríki eru háð samgöngukerfum í landinu eða löndunum sem fara þarf í gegnum til þess að komast að sjó. Þau geta því ekki haft fulla stjórn á hversu hratt og vel flutningar til eða frá höfn ganga.

Það er almennt talið að takmarkaður aðgangur að sjó geti haft neikvæðar afleiðingar fyrir efnahag og þróun ríkja. Staðreyndin er að um helmingur af 30 fátækustu ríkjum heims eru landlukt. Þessi ríki eru öll í Afríku og Asíu. Það gerir málið jafnvel enn verra að ríkin sem fara þarf í gegnum til að komast að strönd eru oft í slæmri stöðu sjálf, bæði efnahagslega og stjórnmálalega. Það þarf því ekki aðeins að yfirvinna þá erfiðleika sem lélegt samgöngukerfi og viðkvæmt stjórnmálaástand í eigin landi geta skapað heldur hefur ástandið í grannríkinu einnig áhrif.

Landlukt ríki í Evrópu eru í allt annarri stöðu. Á það hefur verið bent að helstu markaðir þeirra eru önnur Evrópulönd og eins að landsamgöngur eru betri og öruggari í Evrópu en víðast annars staðar. Því er takmarkaður aðgangur að sjó ekki eins mikið óhagræði fyrir lönd í Evrópu og fyrir mörg önnur lönd. Einnig er stjórnmálaástand stöðugra og því ekki jafn mikil hætta á að óeirðir eða deilur geti haft áhrif á flutninga í gegnum strandríkið.

Hér hefur aðeins verið tæpt lítillega á þeim vandkvæðum sem landlukt ríki standa frammi fyrir en málið er mjög flókið og skiptir þessi ríki miklu. Þeir sem vilja kynna sér efnið nánar geta smellt á heimildirnar hér að neðan eða notað leitarvélar á netinu og til dæmis leitarorðin “landlocked countries”.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

8.3.2007

Spyrjandi

Svavar Skúli, f. 1992

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvaða land hefur landamæri lengst frá sjó?“ Vísindavefurinn, 8. mars 2007. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6524.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2007, 8. mars). Hvaða land hefur landamæri lengst frá sjó? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6524

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvaða land hefur landamæri lengst frá sjó?“ Vísindavefurinn. 8. mar. 2007. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6524>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða land hefur landamæri lengst frá sjó?
Við sem búum á eyju í miðju Atlantshafinu hugsum sjaldnast um hversu miklu máli það getur skipt að eiga landamæri að sjó, fyrir okkur er það eitthvað svo sjálfsagt. Hins vegar er tæplega fjórðungur ríkja heims í þeirri stöðu að eiga ekki landamæri að sjó og kallast þau landlukt (e. landlocked).

Í dag eru landlukt ríki heims gjarnan talin vera 43 og er hægt að sjá lista yfir þau á Wikipedia.org. Rétt að geta þess að þrjú þeirra; Kasakstan, Túrkmenistan og Aserbaídsjan, eru ekki algjörlega umkringd öðrum löndum heldur hafa landamæri að Kaspíahafi. Einhverjir vilja sjálfsagt frekar kalla Kaspíahaf landlukt haf en stöðuvatn þar sem það er salt, en algengara er að telja það með vötnum. Þau lönd sem að því liggja en eiga ekki landamæri að hafi teljast því yfirleitt með landluktum ríkjum.

Upplýsingar um fjarlægð landa frá sjó reyndust ekki eins auðfundnar og ætla má miðað við allar þær tölulegar upplýsingar sem hægt er að finna um lönd heims á netinu. Í riti Sameinuð þjóðanna Landlocked Developing Countries, Facts and Figures 2006 má þó lesa að Kasakstan er það land sem á landamæri lengst frá sjó eða í 3.750 km fjarlægð. Þar á eftir koma Kirgisistan (3.600 km), Tadsjikistan, (3.100 km), Sambía (1.975 km) og Afganistan (1.960 km).



Tæplega fjórðungur af ríkjum heims eru landlukt.

Ýmsir ókostir fylgja því að vera landlukt ríki og þá sérstaklega þegar kemur að inn- og útflutningi og aðgangi að mörkuðum. Stór hluti vöruflutninga á milli landa fer fram á sjó og það segir sig því sjálft að ríki sem ekki hafa beinan aðgang að höfnum eru verr sett en önnur þar sem þau eru háð nágrönnum sínum hvað sjóflutninga varðar. Slíkt getur haft í för með sér hærri flutningskostnað og gjöld sem strandríkin geta krafist.

Það getur verið óhagræði af því að þurfa að fara yfir landamæri og í gegnum annað ríki til þess að komast að flutningshöfn, sérstaklega ef stjórnmálaástand er viðkvæmt. Landlukt ríki eru háð samgöngukerfum í landinu eða löndunum sem fara þarf í gegnum til þess að komast að sjó. Þau geta því ekki haft fulla stjórn á hversu hratt og vel flutningar til eða frá höfn ganga.

Það er almennt talið að takmarkaður aðgangur að sjó geti haft neikvæðar afleiðingar fyrir efnahag og þróun ríkja. Staðreyndin er að um helmingur af 30 fátækustu ríkjum heims eru landlukt. Þessi ríki eru öll í Afríku og Asíu. Það gerir málið jafnvel enn verra að ríkin sem fara þarf í gegnum til að komast að strönd eru oft í slæmri stöðu sjálf, bæði efnahagslega og stjórnmálalega. Það þarf því ekki aðeins að yfirvinna þá erfiðleika sem lélegt samgöngukerfi og viðkvæmt stjórnmálaástand í eigin landi geta skapað heldur hefur ástandið í grannríkinu einnig áhrif.

Landlukt ríki í Evrópu eru í allt annarri stöðu. Á það hefur verið bent að helstu markaðir þeirra eru önnur Evrópulönd og eins að landsamgöngur eru betri og öruggari í Evrópu en víðast annars staðar. Því er takmarkaður aðgangur að sjó ekki eins mikið óhagræði fyrir lönd í Evrópu og fyrir mörg önnur lönd. Einnig er stjórnmálaástand stöðugra og því ekki jafn mikil hætta á að óeirðir eða deilur geti haft áhrif á flutninga í gegnum strandríkið.

Hér hefur aðeins verið tæpt lítillega á þeim vandkvæðum sem landlukt ríki standa frammi fyrir en málið er mjög flókið og skiptir þessi ríki miklu. Þeir sem vilja kynna sér efnið nánar geta smellt á heimildirnar hér að neðan eða notað leitarvélar á netinu og til dæmis leitarorðin “landlocked countries”.

Heimildir og mynd:...