Sólin Sólin Rís 02:58 • sest 23:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:00 • Sest 02:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:15 • Síðdegis: 17:25 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvaðan kemur þulan ,,köttur út í mýri ... úti er ævintýri" og til hvers er hún notuð?

Rósa Þorsteinsdóttir

Einn þeirra kveðlinga sem oft eru notaðir sem eftirmáli í lok ævintýra hljóðar svona:
Köttur úti í mýri

setti upp á sér stýri

úti er ævintýri
Lokaþulur við íslensk ævintýri eru fjölbreytilegar og oft koma sömu hendingarnar fyrir í mismunandi samböndum, þar á meðal þessar. Dæmi um slíkar þulur má finna í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar:
... unnust þau bæði vel og lengi,

áttu börn og burur

grófu rætur og murur;

smérið rann,

roðið brann,

sagan upp á hvern mann

sem hlýða kann;

brenni þeim í kolli baun

sem ekki gjalda mér sögulaun

fyrr í dag en á morgun.

Köttur út í mýri

setti upp á sér stýri,

úti er ævintýri.

Í neðanmálsgrein segir Jón Árnason að slíkt niðurlag í ljóði sé „helst haft við sögur þær sem enda með giftingu.“ Margt sagnafólk í þjóðfræðisafni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum segir aftur á móti að farið hafi verið með þulur sem þessar þegar ekki var ætlunin að segja fleiri sögur að sinni. Slíkar formúlur eða eftirmálar, mislangir, eru algengir við ævintýri margra nágrannalanda okkar og ekki gott að segja hvar ræturnar liggja.


Farið var með lokaþulur eins og "köttur úti í mýri ..." þegar ekki var ætlunin að segja fleiri sögur að sinni.

Elsta skráða heimildin um köttinn úti í mýri, sem setur upp rófuna, er í lokaerindi Kringilnefjukvæðis sem hljóðar svo:
Þar voru gullkistur

á gólf dregnar

og gefnar háfur

hverjum einum,

en kötturinn hljóp ofan í mýri

upp setti hann stýri

úti er ævintýri.
Kringilnefjukvæði er sagnakvæði þar sem segir í anda ævintýra frá karli og kerlingu sem eiga undurfagra dóttur, Gullinhöfðu. Eftir að kerlingin deyr finnur karlinn Kringilnefju úti í skógi og tekur sér hana fyrir ráðskonu. Kringilnefju er lýst sem skessu en hún tekur þó til við að kenna Gullinhöfðu kvenlegar listir. Áður er langt um líður ber Ásmund kóngsson að garði og Kringilnefja kynnir hann fyrir Gullinhöfðu sem hann fellur þegar fyrir. Síðan fellur álagahamur af Kringilnefju og kemur í ljós að hún heitir í raun Hildifríður, er móðursystir Gullinhöfðu og fögur kona eins og nafnið gefur til kynna. Að lokum er haldið mikið brúðkaup þar sem Ásmundur kvænist Gullinhöfðu en konungurinn faðir hans Kringilnefju/Hildifríði.

Kvæðið er varðveitt í nokkrum handritum frá ýmsum tímum en þau elstu eru skrifuð á seinni hluta 17. aldar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Bolte, Johannes og Georg Polívka. Anmerkungen zu den Kinder- u. Hausmärchen der Brüder Grimm. Hildesheim 1963, 4. bindi, bls. 24-26.
  • Einar Ól. Sveinsson. Um íslenskar þjóðsögur. Reykjavík 1940, bls. 242-243.
  • Jón Árnason. Íslenskar þjóðsögur og ævintýri. Leipzig 1862–1864, 2. bindi, bls. 319 og 460. (Ný útg. 1954–1961, bls. 311-312 og 436-437).
  • Ólafur Davíðsson. Íslenskar gátur, skemmtanir, vikivakar og þulur. 1887–1903, 4. bindi, bls. 39-45.

Mynd:

Höfundur

Rósa Þorsteinsdóttir

rannsóknarlektor á þjóðfræðisviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

1.10.2009

Spyrjandi

Lára Heimisdóttir

Tilvísun

Rósa Þorsteinsdóttir. „Hvaðan kemur þulan ,,köttur út í mýri ... úti er ævintýri" og til hvers er hún notuð?“ Vísindavefurinn, 1. október 2009. Sótt 13. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=27480.

Rósa Þorsteinsdóttir. (2009, 1. október). Hvaðan kemur þulan ,,köttur út í mýri ... úti er ævintýri" og til hvers er hún notuð? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=27480

Rósa Þorsteinsdóttir. „Hvaðan kemur þulan ,,köttur út í mýri ... úti er ævintýri" og til hvers er hún notuð?“ Vísindavefurinn. 1. okt. 2009. Vefsíða. 13. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=27480>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur þulan ,,köttur út í mýri ... úti er ævintýri" og til hvers er hún notuð?
Einn þeirra kveðlinga sem oft eru notaðir sem eftirmáli í lok ævintýra hljóðar svona:

Köttur úti í mýri

setti upp á sér stýri

úti er ævintýri
Lokaþulur við íslensk ævintýri eru fjölbreytilegar og oft koma sömu hendingarnar fyrir í mismunandi samböndum, þar á meðal þessar. Dæmi um slíkar þulur má finna í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar:
... unnust þau bæði vel og lengi,

áttu börn og burur

grófu rætur og murur;

smérið rann,

roðið brann,

sagan upp á hvern mann

sem hlýða kann;

brenni þeim í kolli baun

sem ekki gjalda mér sögulaun

fyrr í dag en á morgun.

Köttur út í mýri

setti upp á sér stýri,

úti er ævintýri.

Í neðanmálsgrein segir Jón Árnason að slíkt niðurlag í ljóði sé „helst haft við sögur þær sem enda með giftingu.“ Margt sagnafólk í þjóðfræðisafni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum segir aftur á móti að farið hafi verið með þulur sem þessar þegar ekki var ætlunin að segja fleiri sögur að sinni. Slíkar formúlur eða eftirmálar, mislangir, eru algengir við ævintýri margra nágrannalanda okkar og ekki gott að segja hvar ræturnar liggja.


Farið var með lokaþulur eins og "köttur úti í mýri ..." þegar ekki var ætlunin að segja fleiri sögur að sinni.

Elsta skráða heimildin um köttinn úti í mýri, sem setur upp rófuna, er í lokaerindi Kringilnefjukvæðis sem hljóðar svo:
Þar voru gullkistur

á gólf dregnar

og gefnar háfur

hverjum einum,

en kötturinn hljóp ofan í mýri

upp setti hann stýri

úti er ævintýri.
Kringilnefjukvæði er sagnakvæði þar sem segir í anda ævintýra frá karli og kerlingu sem eiga undurfagra dóttur, Gullinhöfðu. Eftir að kerlingin deyr finnur karlinn Kringilnefju úti í skógi og tekur sér hana fyrir ráðskonu. Kringilnefju er lýst sem skessu en hún tekur þó til við að kenna Gullinhöfðu kvenlegar listir. Áður er langt um líður ber Ásmund kóngsson að garði og Kringilnefja kynnir hann fyrir Gullinhöfðu sem hann fellur þegar fyrir. Síðan fellur álagahamur af Kringilnefju og kemur í ljós að hún heitir í raun Hildifríður, er móðursystir Gullinhöfðu og fögur kona eins og nafnið gefur til kynna. Að lokum er haldið mikið brúðkaup þar sem Ásmundur kvænist Gullinhöfðu en konungurinn faðir hans Kringilnefju/Hildifríði.

Kvæðið er varðveitt í nokkrum handritum frá ýmsum tímum en þau elstu eru skrifuð á seinni hluta 17. aldar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Bolte, Johannes og Georg Polívka. Anmerkungen zu den Kinder- u. Hausmärchen der Brüder Grimm. Hildesheim 1963, 4. bindi, bls. 24-26.
  • Einar Ól. Sveinsson. Um íslenskar þjóðsögur. Reykjavík 1940, bls. 242-243.
  • Jón Árnason. Íslenskar þjóðsögur og ævintýri. Leipzig 1862–1864, 2. bindi, bls. 319 og 460. (Ný útg. 1954–1961, bls. 311-312 og 436-437).
  • Ólafur Davíðsson. Íslenskar gátur, skemmtanir, vikivakar og þulur. 1887–1903, 4. bindi, bls. 39-45.

Mynd:...