Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða lönd tilheyra Bretlandi?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Í ensk-íslenskri orðabók er orðið Britain (eða Great Britain) þýtt sem Bretland eða Stóra-Bretland. Þar er átt við eyjuna Bretland sem er stærsta eyjan í Bretlandseyjaklasanum og í raun stærsta eyja Evrópu. Þegar orðið Bretland er notað í þessari merkingu er svarið við spurningunni að eyjan Bretland skiptist í þrjú svæði, England, Skotland og Wales.

Íslendingar nota orðið Bretland líka yfir Hið sameinaða konungsríki Stóra-Bretland og Norður–Írland eins og hugtakið United Kingdom eða United Kingdom of Great Britain and Northern Ireland er þýtt í ensk-íslenskri orðabók. Í því tilfelli á orðið Bretland við um ríkið en ekki bara eyjuna Stóra-Bretland og er orðið notað í þeirri merkingu hér á eftir.

Saga Bretlandseyja er bæði alllöng og flókin, ekki síst með tilliti til þjóða sem þar hafa búið og skiptingar á landi milli þeirra. Eins og áður sagði skiptist eyjan Stóra-Bretland nú í þrjú meginsvæði, England, Skotland og Wales. Á síðari hluta miðalda voru þetta þrjú lönd eða ríki með mismunandi tungumál og menningu. Wales komst undir ensk yfirráð snemma á 14. öld en rétt fyrir miðja 16. öld var landið sameinað Englandi.

Í byrjun 17. aldar komst á konungssamband milli Englands og Skotlands þegar hinn skoski Jakob I varð konungur beggja landa. Rúmum 100 árum seinna (1707) sameinuðust löndin í eitt ríki undir heitinu Stóra-Bretland.

Írland laut enskum og síðar breskum yfirráðum um aldir, en árið 1801 var stofnað sameiginlegt konungsríki Bretlands og Írlands. Rúmum 100 árum seinna, eða 1921, fékk Írland sjálfstæði frá Bretum fyrir utan sex sýslur í Ulster á Norður-Írlandi sem áfram tilheyrðu Bretlandi.

Konungdæmið Bretland samanstendur því í dag af Englandi, Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi. England er fjölmennast þessara svæða. Árið 2001 voru Englendingar taldir vera rétt tæplega 50 milljónir eða 83,6% þjóðarinnar. Skotar koma þar á eftir en þeir eru rúmlega 5 milljónir talsins. Þá koma Walesverjar sem eru tæplega 3 milljónir og Norður-Írland rekur lestina en þar búa tæplega 1,7 milljón manns.

Bretland var mikið nýlenduveldi alveg fram á síðust öld og teygði það anga sína víða. Í lok 19. aldar náði breska heimsveldið yfir um fjórðung af þurrlendi jarðar og meira en fjórðungur mannkyns tilheyrði því. Eftir heimsstyrjöldina síðari tók nýlenduveldi Breta að liðast í sundur þegar nýlendurnar fengu sjálfstæði ein af annarri. Síðasti stóratburðurinn í þessari þróun varð þegar Hong Kong færðist undir kínversk yfirráð árið 1997.

Síðustu leifar af nýlenduveldi Breta eru nokkrar eyjar og lítil svæði víða um heim sem enn lúta yfirráðum þeirra. Sumar þessara nýlenda eru vel þekktar úr sögunni eða við höfum heyrt þeirra getið í fréttum á síðustu árum og áratugum.

Sem dæmi má nefna Falklandseyjar í Suður-Atlantshafi úti fyrir Argentínu. Eyjarnar komust heldur betur í heimsfréttirnar árið 1982 þegar Argentínumenn gerðu innrás og hugðust ná þar yfirráðum af Bretum.

Gíbraltar, skagi sem gengur suður úr Spáni en er bresk krúnunýlenda, hefur verið í fréttum nýlega vegna þess að á næstu vikum verður kosið um sameignleg yfirráð Breta og Spánverja yfir nýlendunni. Þriðja nýlenda Breta sem komist hefur í heimsfréttirnar á síðustu áratugum er eyjan Montserrat í Karíbahafi en árið 1995 hófst mikið eldgos þar sem varð til þess að meirihluti eyjaskeggja flúði land.

Þá má einnig nefna eyjuna Saint Helena í Suður-Atlantshafi úti fyrir Afríku sem helst er fræg fyrir það að þar dvaldist Napóleon Bónaparte í útlegð síðustu æviár sín 1815-1821. Loks má geta Pitcairn-eyju í Suður-Kyrrahafi. Eyja þessi var óbyggð fram undir 1790 þegar uppreisnarmenn af skipinu Bounty settust þar að.

Aðrar eyjar sem tilheyra Bretlandi eru Anguilla, Bresku Jómfrúareyjar, Caymaneyjar, og Turks og Caicoseyjar en allar þessar eyjar eru í Karíbahafi, Bermuda í Norður-Atlantshafi, Breska Indlandshafsvæðið (British Indian Ocean Territory), Ermarsundseyjarnar Guernsey og Jersey, Mön í Írlandshafi og South Georgia og South Sandwich, eyjar í Suður-Atlantshafi um 1.000 km austur af Falklandseyjum.

Heimildir:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

4.10.2002

Spyrjandi

Þórkatla Albertsdóttir, f. 1986

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvaða lönd tilheyra Bretlandi?“ Vísindavefurinn, 4. október 2002, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2758.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2002, 4. október). Hvaða lönd tilheyra Bretlandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2758

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvaða lönd tilheyra Bretlandi?“ Vísindavefurinn. 4. okt. 2002. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2758>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða lönd tilheyra Bretlandi?
Í ensk-íslenskri orðabók er orðið Britain (eða Great Britain) þýtt sem Bretland eða Stóra-Bretland. Þar er átt við eyjuna Bretland sem er stærsta eyjan í Bretlandseyjaklasanum og í raun stærsta eyja Evrópu. Þegar orðið Bretland er notað í þessari merkingu er svarið við spurningunni að eyjan Bretland skiptist í þrjú svæði, England, Skotland og Wales.

Íslendingar nota orðið Bretland líka yfir Hið sameinaða konungsríki Stóra-Bretland og Norður–Írland eins og hugtakið United Kingdom eða United Kingdom of Great Britain and Northern Ireland er þýtt í ensk-íslenskri orðabók. Í því tilfelli á orðið Bretland við um ríkið en ekki bara eyjuna Stóra-Bretland og er orðið notað í þeirri merkingu hér á eftir.

Saga Bretlandseyja er bæði alllöng og flókin, ekki síst með tilliti til þjóða sem þar hafa búið og skiptingar á landi milli þeirra. Eins og áður sagði skiptist eyjan Stóra-Bretland nú í þrjú meginsvæði, England, Skotland og Wales. Á síðari hluta miðalda voru þetta þrjú lönd eða ríki með mismunandi tungumál og menningu. Wales komst undir ensk yfirráð snemma á 14. öld en rétt fyrir miðja 16. öld var landið sameinað Englandi.

Í byrjun 17. aldar komst á konungssamband milli Englands og Skotlands þegar hinn skoski Jakob I varð konungur beggja landa. Rúmum 100 árum seinna (1707) sameinuðust löndin í eitt ríki undir heitinu Stóra-Bretland.

Írland laut enskum og síðar breskum yfirráðum um aldir, en árið 1801 var stofnað sameiginlegt konungsríki Bretlands og Írlands. Rúmum 100 árum seinna, eða 1921, fékk Írland sjálfstæði frá Bretum fyrir utan sex sýslur í Ulster á Norður-Írlandi sem áfram tilheyrðu Bretlandi.

Konungdæmið Bretland samanstendur því í dag af Englandi, Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi. England er fjölmennast þessara svæða. Árið 2001 voru Englendingar taldir vera rétt tæplega 50 milljónir eða 83,6% þjóðarinnar. Skotar koma þar á eftir en þeir eru rúmlega 5 milljónir talsins. Þá koma Walesverjar sem eru tæplega 3 milljónir og Norður-Írland rekur lestina en þar búa tæplega 1,7 milljón manns.

Bretland var mikið nýlenduveldi alveg fram á síðust öld og teygði það anga sína víða. Í lok 19. aldar náði breska heimsveldið yfir um fjórðung af þurrlendi jarðar og meira en fjórðungur mannkyns tilheyrði því. Eftir heimsstyrjöldina síðari tók nýlenduveldi Breta að liðast í sundur þegar nýlendurnar fengu sjálfstæði ein af annarri. Síðasti stóratburðurinn í þessari þróun varð þegar Hong Kong færðist undir kínversk yfirráð árið 1997.

Síðustu leifar af nýlenduveldi Breta eru nokkrar eyjar og lítil svæði víða um heim sem enn lúta yfirráðum þeirra. Sumar þessara nýlenda eru vel þekktar úr sögunni eða við höfum heyrt þeirra getið í fréttum á síðustu árum og áratugum.

Sem dæmi má nefna Falklandseyjar í Suður-Atlantshafi úti fyrir Argentínu. Eyjarnar komust heldur betur í heimsfréttirnar árið 1982 þegar Argentínumenn gerðu innrás og hugðust ná þar yfirráðum af Bretum.

Gíbraltar, skagi sem gengur suður úr Spáni en er bresk krúnunýlenda, hefur verið í fréttum nýlega vegna þess að á næstu vikum verður kosið um sameignleg yfirráð Breta og Spánverja yfir nýlendunni. Þriðja nýlenda Breta sem komist hefur í heimsfréttirnar á síðustu áratugum er eyjan Montserrat í Karíbahafi en árið 1995 hófst mikið eldgos þar sem varð til þess að meirihluti eyjaskeggja flúði land.

Þá má einnig nefna eyjuna Saint Helena í Suður-Atlantshafi úti fyrir Afríku sem helst er fræg fyrir það að þar dvaldist Napóleon Bónaparte í útlegð síðustu æviár sín 1815-1821. Loks má geta Pitcairn-eyju í Suður-Kyrrahafi. Eyja þessi var óbyggð fram undir 1790 þegar uppreisnarmenn af skipinu Bounty settust þar að.

Aðrar eyjar sem tilheyra Bretlandi eru Anguilla, Bresku Jómfrúareyjar, Caymaneyjar, og Turks og Caicoseyjar en allar þessar eyjar eru í Karíbahafi, Bermuda í Norður-Atlantshafi, Breska Indlandshafsvæðið (British Indian Ocean Territory), Ermarsundseyjarnar Guernsey og Jersey, Mön í Írlandshafi og South Georgia og South Sandwich, eyjar í Suður-Atlantshafi um 1.000 km austur af Falklandseyjum.

Heimildir: