Sólin Sólin Rís 03:43 • sest 23:08 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:44 • Síðdegis: 19:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 12:50 í Reykjavík

Hvað er vindur eða vindorka og hvernig verður vindurinn til?

Margrét Eva Þórðardóttir

Orka frá sólinni hitar andrúmsloftið ójafnt upp. Kalt loft inniheldur fleiri loftsameindir en heitt loft og er þar af leiðandi þyngra. Kalt loft fellur því í andrúmsloftinu og myndar háþrýstisvæði á meðan heita loftið rís og myndar lágþrýstisvæði. Loftið reynir að ná jafnvægi, þannig að loftsameindir hreyfast frá háþrýstisvæðum til lágþrýstisvæða. Þessa hreyfingu þekkjum við sem vind.

Vindorka á upptök sín í sólinni. Vindmyllur geta nýtt vindorkuna.

Hreyfing jarðar hefur einnig áhrif á vindinn en þegar jörðin snýst hreyfist loftið ekki beint frá háþrýstisvæðum til lágþrýstisvæða. Í staðinn er loftinu ýtt til vesturs á norðurhveli jarðar og til austurs á suðurhvelinu. Nánar er skýrt frá þessu í svari Haraldar Ólafssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni: Af hverju er vindur í lægðum alltaf rangsælis á norðurhveli jarðar?

Menn hafa lengi nýtt vindorku, til dæmis til siglinga.

Vindorka er orkan sem falin er í hreyfiorku vinds. Menn hafa lengi nýtt sér vindorku, til dæmis til siglinga.

Myndir:

Höfundur

Margrét Eva Þórðardóttir

meistaranemi í eðlisfræði

Útgáfudagur

8.9.2016

Spyrjandi

Telma Erlendsdóttir

Tilvísun

Margrét Eva Þórðardóttir. „Hvað er vindur eða vindorka og hvernig verður vindurinn til?“ Vísindavefurinn, 8. september 2016. Sótt 24. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=27616.

Margrét Eva Þórðardóttir. (2016, 8. september). Hvað er vindur eða vindorka og hvernig verður vindurinn til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=27616

Margrét Eva Þórðardóttir. „Hvað er vindur eða vindorka og hvernig verður vindurinn til?“ Vísindavefurinn. 8. sep. 2016. Vefsíða. 24. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=27616>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er vindur eða vindorka og hvernig verður vindurinn til?
Orka frá sólinni hitar andrúmsloftið ójafnt upp. Kalt loft inniheldur fleiri loftsameindir en heitt loft og er þar af leiðandi þyngra. Kalt loft fellur því í andrúmsloftinu og myndar háþrýstisvæði á meðan heita loftið rís og myndar lágþrýstisvæði. Loftið reynir að ná jafnvægi, þannig að loftsameindir hreyfast frá háþrýstisvæðum til lágþrýstisvæða. Þessa hreyfingu þekkjum við sem vind.

Vindorka á upptök sín í sólinni. Vindmyllur geta nýtt vindorkuna.

Hreyfing jarðar hefur einnig áhrif á vindinn en þegar jörðin snýst hreyfist loftið ekki beint frá háþrýstisvæðum til lágþrýstisvæða. Í staðinn er loftinu ýtt til vesturs á norðurhveli jarðar og til austurs á suðurhvelinu. Nánar er skýrt frá þessu í svari Haraldar Ólafssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni: Af hverju er vindur í lægðum alltaf rangsælis á norðurhveli jarðar?

Menn hafa lengi nýtt vindorku, til dæmis til siglinga.

Vindorka er orkan sem falin er í hreyfiorku vinds. Menn hafa lengi nýtt sér vindorku, til dæmis til siglinga.

Myndir:

...