Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 19:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:40 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 19:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:40 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvort er maður sekur uns sakleysi er sannað eða saklaus uns sekt er sönnuð?

Halldór Gunnar Haraldsson

Í íslenskum rétti gildir að maður er saklaus uns sekt er sönnuð. Raunar gildir reglan í rétti allra þróaðra lýðræðis- og réttarríkja. Reglan er lögfest í 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar en einnig er hana að finna í öllum helstu mannréttindasáttmálum sem Ísland á aðild að. Þá er mælt fyrir um mikilvægan þátt hennar í 45. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála.



Þar segir að sönnunarbyrði um sekt sakbornings og atvik sem telja má honum í óhag hvíli á ákæruvaldinu (in dubio pro reo). Önnur mgr. 70. gr. á aðeins við um refsiverð afbrot. Því telst ekki brotið gegn ákvæðinu þótt maður sem til dæmis hefur verið sýknaður í refsimáli af ákæru um líkamsáraás sé dæmdur síðar í einkamáli til bótagreiðslu til tjónþola, að uppfylltum skilyrðum þess að bótaskylda hafi stofnast samkvæmt reglum skaðabótaréttarins.

Hér verður að hafa í huga að skaðabætur teljast í íslenskum rétti ekki til refsinga, heldur er þeim aðeins ætlað það hlutverk að bæta tjónþola tjón sitt. Maður sem dæmdur er til að greiða skaðabætur telst þannig ekki afbrotamaður þótt hann kunni að bera sök á tjóni (eða jafnvel ábyrgð án sakar, svokallaða hlutlæga ábyrgð).

Heimild
  • Gunnar G. Schram, Stjórnskipunarréttur, Háskólaútgáfan, Reykjavík, 1997.

Höfundur

Útgáfudagur

8.10.2002

Spyrjandi

Egill Ingvason

Tilvísun

Halldór Gunnar Haraldsson. „Hvort er maður sekur uns sakleysi er sannað eða saklaus uns sekt er sönnuð?“ Vísindavefurinn, 8. október 2002, sótt 17. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2766.

Halldór Gunnar Haraldsson. (2002, 8. október). Hvort er maður sekur uns sakleysi er sannað eða saklaus uns sekt er sönnuð? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2766

Halldór Gunnar Haraldsson. „Hvort er maður sekur uns sakleysi er sannað eða saklaus uns sekt er sönnuð?“ Vísindavefurinn. 8. okt. 2002. Vefsíða. 17. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2766>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvort er maður sekur uns sakleysi er sannað eða saklaus uns sekt er sönnuð?
Í íslenskum rétti gildir að maður er saklaus uns sekt er sönnuð. Raunar gildir reglan í rétti allra þróaðra lýðræðis- og réttarríkja. Reglan er lögfest í 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar en einnig er hana að finna í öllum helstu mannréttindasáttmálum sem Ísland á aðild að. Þá er mælt fyrir um mikilvægan þátt hennar í 45. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála.



Þar segir að sönnunarbyrði um sekt sakbornings og atvik sem telja má honum í óhag hvíli á ákæruvaldinu (in dubio pro reo). Önnur mgr. 70. gr. á aðeins við um refsiverð afbrot. Því telst ekki brotið gegn ákvæðinu þótt maður sem til dæmis hefur verið sýknaður í refsimáli af ákæru um líkamsáraás sé dæmdur síðar í einkamáli til bótagreiðslu til tjónþola, að uppfylltum skilyrðum þess að bótaskylda hafi stofnast samkvæmt reglum skaðabótaréttarins.

Hér verður að hafa í huga að skaðabætur teljast í íslenskum rétti ekki til refsinga, heldur er þeim aðeins ætlað það hlutverk að bæta tjónþola tjón sitt. Maður sem dæmdur er til að greiða skaðabætur telst þannig ekki afbrotamaður þótt hann kunni að bera sök á tjóni (eða jafnvel ábyrgð án sakar, svokallaða hlutlæga ábyrgð).

Heimild
  • Gunnar G. Schram, Stjórnskipunarréttur, Háskólaútgáfan, Reykjavík, 1997.
...