Sólin Sólin Rís 05:29 • sest 21:25 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:47 • Sest 05:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:41 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:54 • Síðdegis: 24:11 í Reykjavík

Hvar á jörðinni er vind- og sólarorka mest nýtt?

Þröstur Þorsteinsson

Vind- og sólarorka er aðeins lítið brot af heildar-frumorkuframleiðslu á heimsvísu, innan við 0,5%, á meðan yfir 80% eru jarðefnaeldsneyti (tölur fyrir árið 2010).

Mesta uppsetta afl vindorku er í Kína (64 GW), en þar á eftir koma Bandaríkin (47 GW), Þýskaland (29 GW) og Spánn (22 GW), miðað við tölur árið 2011. Mikil uppbygging á sér stað meðal stóru framleiðandanna, mest í Kína, 89% aukning (5 ára meðaltal 2006-2011), en einnig í Bandaríkjunum og Frakklandi (um 33% aukning). Enn hraðari uppbygging á sér stað í löndum sem enn eru smáir framleiðendur vindorku, eins og í Rúmeníu (245%) og Tyrklandi (94%). Ljóst er að þessar tölur eiga eftir að breytast hratt á næstu árum.

Mesta uppsetta afl vindorku í heiminum er í Kína. Á myndinni sjást vindmyllur í Xinjiang í Kína.

Mörg vindasömustu svæði jarðar eru óaðgengileg, til dæmis Grænlandsjökull og fjalllendi, en kostnaður, fyrir utan erfiðleika í uppsetningu og rekstri á slíkum stöðum, kemur í veg fyrir að þau nýtist.

Það eru Evrópusambandsríkin, sér í lagi Þýskaland og Ítalía, sem nýta sólarorku mest, eða um 75% af uppsettu afli á heimsvísu árið 2010. Hins vegar breytast þessar tölur hratt, til dæmis jókst uppsett afl raforkuframleiðslu með sólarsellum (PV) í heiminum öllum um næstum helming milli áranna 2009 og 2010.

Mest er af sólarorku kringum miðbaug jarðar, en mun minna eftir því sem norðar og sunnar dregur. Kostnaður við framleiðslu á rafmagni með sólarorku hefur lækkað mikið á undanförnum árum, en er engu að síður tvöfalt hærri en fyrir vindorku (árið 2012).

Mynd:

Höfundur

Þröstur Þorsteinsson

prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við HÍ

Útgáfudagur

10.1.2013

Spyrjandi

Íris Hauksdóttir

Tilvísun

Þröstur Þorsteinsson. „Hvar á jörðinni er vind- og sólarorka mest nýtt?“ Vísindavefurinn, 10. janúar 2013. Sótt 22. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=27671.

Þröstur Þorsteinsson. (2013, 10. janúar). Hvar á jörðinni er vind- og sólarorka mest nýtt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=27671

Þröstur Þorsteinsson. „Hvar á jörðinni er vind- og sólarorka mest nýtt?“ Vísindavefurinn. 10. jan. 2013. Vefsíða. 22. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=27671>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvar á jörðinni er vind- og sólarorka mest nýtt?
Vind- og sólarorka er aðeins lítið brot af heildar-frumorkuframleiðslu á heimsvísu, innan við 0,5%, á meðan yfir 80% eru jarðefnaeldsneyti (tölur fyrir árið 2010).

Mesta uppsetta afl vindorku er í Kína (64 GW), en þar á eftir koma Bandaríkin (47 GW), Þýskaland (29 GW) og Spánn (22 GW), miðað við tölur árið 2011. Mikil uppbygging á sér stað meðal stóru framleiðandanna, mest í Kína, 89% aukning (5 ára meðaltal 2006-2011), en einnig í Bandaríkjunum og Frakklandi (um 33% aukning). Enn hraðari uppbygging á sér stað í löndum sem enn eru smáir framleiðendur vindorku, eins og í Rúmeníu (245%) og Tyrklandi (94%). Ljóst er að þessar tölur eiga eftir að breytast hratt á næstu árum.

Mesta uppsetta afl vindorku í heiminum er í Kína. Á myndinni sjást vindmyllur í Xinjiang í Kína.

Mörg vindasömustu svæði jarðar eru óaðgengileg, til dæmis Grænlandsjökull og fjalllendi, en kostnaður, fyrir utan erfiðleika í uppsetningu og rekstri á slíkum stöðum, kemur í veg fyrir að þau nýtist.

Það eru Evrópusambandsríkin, sér í lagi Þýskaland og Ítalía, sem nýta sólarorku mest, eða um 75% af uppsettu afli á heimsvísu árið 2010. Hins vegar breytast þessar tölur hratt, til dæmis jókst uppsett afl raforkuframleiðslu með sólarsellum (PV) í heiminum öllum um næstum helming milli áranna 2009 og 2010.

Mest er af sólarorku kringum miðbaug jarðar, en mun minna eftir því sem norðar og sunnar dregur. Kostnaður við framleiðslu á rafmagni með sólarorku hefur lækkað mikið á undanförnum árum, en er engu að síður tvöfalt hærri en fyrir vindorku (árið 2012).

Mynd:...