Sólin Sólin Rís 10:39 • sest 15:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:40 • Sest 22:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:26 • Síðdegis: 23:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:56 • Síðdegis: 16:54 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um Inkaborgina Machu Picchu?

Sigurður Hjartarson

Machu Picchu er virkisborg í Andesfjöllum er gnæfir yfir Urubambadalnum. Hún er um það bil 80 km fyrir norðan Cuzco sem var hin fornu höfuðborg Inkanna. Machu Picchu liggur á 13. gráðu suðlægrar breiddar í um 2400 metra hæð yfir sjó, um 1000 metrum neðar en Cuzco, og er veðurfar þar mun mildara en í Cuzco. Borgin er byggð á fjallshrygg milli fjallanna Machu Picchu og Huayna Picchu, hátt yfir Urubambafljótinu sem rennur umhverfis borgina í boga á þrjá vegu. Þverhnípt bergstálið er allt að 450 metra hátt frá ánni og upp að borginni. Borgin var óvinum illvinnanleg vegna hinna náttúrulegu aðstæðna. Í hlíðunum eru stallar með akurreinum þar sem rækta mátti næg matvæli fyrir íbúa staðarins. Vatn er nægt á staðnum frá lindum á svæðinu.

Machu Picchu var byggð um miðja 15. öld er veldi Inka stóð sem hæst í tíð hins öfluga keisara Pachacuti Inca Yupanqui (1438-1471). Borgin var yfirgefin 1572 í kjölfar spænska hernámsins. Spænska hernámsliðið kom hins vegar aldrei á staðinn og því er borgin óröskuð og einstaklega vel varðveitt. Í virkisborginni eru ríflega 140 byggingar, hof og aðrar opinberar byggingar auk íbúðarhúsa. Borginni var skipt í hverfi, fyrir trúarbyggingar, aðal og presta og almenning. Þar eru torg og önnur opin svæði, brunnar og áveiturennur, er náðu til akurreina og flestra bygginga. Um tvö hundruð tröppugangar tengja byggðina saman í hinum mikla halla. Öll eru húsin byggð af tilhöggnu graníti, flest án múrlíms, en grjótið svo nákvæmlega fellt saman að eigi má hnífsblaði á milli koma. Þök voru ýmist af steini eða lífrænum efnum.Steinhleðsla í Machu Picchu.

Eftir að borgin var yfirgefin týndist hún umheiminum í meira en fjórar aldir og þaktist gróðri. Seint á 19. öld var vitað að nokkrir útlendingar komu á staðinn og rændu jafnvel fornum gripum. Það var svo ekki fyrr en í júlí 1911 að bandaríski sagnfræðingurinn og háskólakennarinn Hiram Bingham tilkynnti að hann hefði „fundið“ borgina. Hann hafði stundað fornleifarannsóknir á svæðinu um nokkurra ára skeið, einkum í leit að borginni Vilcabamba, síðasta varnarvirki Inkanna í hernámi Spánverjanna. „Fundur“ Binghams vakti heimsathygli og í fyrstu bók sinni um svæðið kallaði hann staðinn „hina týndu borg Inkanna.“ Hann stundaði rannsóknir þarna næstu árin og greindi frá þeim í fjölmörgum greinum og bókum.Machu Picchu, byggingar og akurreinar.

Machu Picchu hefur lengi verið eitt helsta aðdráttarafl ferðamanna í Perú og helgast það af ýmsum ástæðum. Borgin er í ægifögru og hrikalegu umhverfi, hún var lengi hulin umheiminum og frá fyrstu tíð virðist einhver leyndarhjúpur hafa hvílt yfir staðnum frá fyrstu tíð. Einnig vekur það áhuga manna að fræðimenn hafa ekki orðið samdóma um eðli borgarinnar, í hvaða tilgangi hún var byggð og hvaða hlutverki hún átti að þjóna í ríki Inkanna og hefur það aukið á dulúð og aðdráttarafl staðarins.Borgin Machu Piccha liggur í um 2400 metra hæð yfir sjó, í ægifögru umhverfi.

Hiram Bingham taldi sjálfur að borgin væri eins konar táknrænn fæðingarstaður „meyja sólarinnar“ sem gegndu mikilvægu hlutverki sem gæslumenn helgra véa Inkanna og sem ástkonur Inkanna. Aðrir fræðimenn hafa lagt áherslu á trúarlegt hlutverk staðarins sem eins konar tengipunkt við guðina þar sem samskiptin við þá væru auðveldust. Enn aðrir fræðimenn hafa talið að frá borginni hafi átt að stjórna umferð og vöruflutningi á nýunnum svæðum. Einhverjir töldu borgina hafa verið byggða sem fangelsi fyrir glæpamenn er framið höfðu alvarlega glæpi gegn ríkinu. Enn voru aðrir sem töldu að Machu Picchu hefði þjónað sem tilraunastöð í ræktun þar sem nýta mátti akurstallana við mismunandi skilyrði. Enn voru þeir sem töldu að borgarvirkið hefði átt að þjóna sem neyðarathvarf fyrir keisara og hirðmenn. Að síðustu má nefna að ýmsir hafa talið að staðurinn hafi verið byggður sem vetrardvalastaður fyrir keisara þar sem loftslag er þar mun mildara en uppi á hásléttunni. Er þessi síðasta tilgáta ekki fjarstæðukenndust.

Saga borgvirkisins í Machu Picchu, svo og enduruppgötvun og óvissa um tilgang og notkun, hefur magnað aðdráttarafl þessa einstaka staðar.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:
 • Hiram Bingham: Lost City of the Incas. London 2003.
 • J. Alden Mason: The Ancient Civilizations of Peru. Pelican Books. Harmonthsworth 1969.
 • Rebecca Stone-Miller: Art of the Andes from Chavín to Inca. London 2002.
 • Nicholas J. Saunders: The Incas. Sutton Publishing 2000.
 • Carmen Bernhard: The Incas. Empire of Blood and Gold. London 1994.
 • Esther Pasztory: Pre-Columbian Art. London 1998.
 • Antony Mason: Ancient Civilization of the Americas. London 2001.
 • Kort: OceansArt.US. Íslensku texti settur inn af ritstjórn Vísindavefsins. Sótt 8. 3. 2011.
 • Mynd af steinhleðslu: Pasztory, bls. 17.
 • Mynd af akurreinum: Litscape Art. Ljósmyndari: Tony Waltham. Sótt 22. 2 .2011.
 • Machu Picchu: Hiking Trip Reports. Sótt 22. 2. 2011.

Höfundur

sagnfræðingur og kennari

Útgáfudagur

14.3.2011

Spyrjandi

Mekkin Ragnarsdóttir, Einar Gíslason

Tilvísun

Sigurður Hjartarson. „Hvað getið þið sagt mér um Inkaborgina Machu Picchu?“ Vísindavefurinn, 14. mars 2011. Sótt 29. nóvember 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=27699.

Sigurður Hjartarson. (2011, 14. mars). Hvað getið þið sagt mér um Inkaborgina Machu Picchu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=27699

Sigurður Hjartarson. „Hvað getið þið sagt mér um Inkaborgina Machu Picchu?“ Vísindavefurinn. 14. mar. 2011. Vefsíða. 29. nóv. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=27699>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um Inkaborgina Machu Picchu?
Machu Picchu er virkisborg í Andesfjöllum er gnæfir yfir Urubambadalnum. Hún er um það bil 80 km fyrir norðan Cuzco sem var hin fornu höfuðborg Inkanna. Machu Picchu liggur á 13. gráðu suðlægrar breiddar í um 2400 metra hæð yfir sjó, um 1000 metrum neðar en Cuzco, og er veðurfar þar mun mildara en í Cuzco. Borgin er byggð á fjallshrygg milli fjallanna Machu Picchu og Huayna Picchu, hátt yfir Urubambafljótinu sem rennur umhverfis borgina í boga á þrjá vegu. Þverhnípt bergstálið er allt að 450 metra hátt frá ánni og upp að borginni. Borgin var óvinum illvinnanleg vegna hinna náttúrulegu aðstæðna. Í hlíðunum eru stallar með akurreinum þar sem rækta mátti næg matvæli fyrir íbúa staðarins. Vatn er nægt á staðnum frá lindum á svæðinu.

Machu Picchu var byggð um miðja 15. öld er veldi Inka stóð sem hæst í tíð hins öfluga keisara Pachacuti Inca Yupanqui (1438-1471). Borgin var yfirgefin 1572 í kjölfar spænska hernámsins. Spænska hernámsliðið kom hins vegar aldrei á staðinn og því er borgin óröskuð og einstaklega vel varðveitt. Í virkisborginni eru ríflega 140 byggingar, hof og aðrar opinberar byggingar auk íbúðarhúsa. Borginni var skipt í hverfi, fyrir trúarbyggingar, aðal og presta og almenning. Þar eru torg og önnur opin svæði, brunnar og áveiturennur, er náðu til akurreina og flestra bygginga. Um tvö hundruð tröppugangar tengja byggðina saman í hinum mikla halla. Öll eru húsin byggð af tilhöggnu graníti, flest án múrlíms, en grjótið svo nákvæmlega fellt saman að eigi má hnífsblaði á milli koma. Þök voru ýmist af steini eða lífrænum efnum.Steinhleðsla í Machu Picchu.

Eftir að borgin var yfirgefin týndist hún umheiminum í meira en fjórar aldir og þaktist gróðri. Seint á 19. öld var vitað að nokkrir útlendingar komu á staðinn og rændu jafnvel fornum gripum. Það var svo ekki fyrr en í júlí 1911 að bandaríski sagnfræðingurinn og háskólakennarinn Hiram Bingham tilkynnti að hann hefði „fundið“ borgina. Hann hafði stundað fornleifarannsóknir á svæðinu um nokkurra ára skeið, einkum í leit að borginni Vilcabamba, síðasta varnarvirki Inkanna í hernámi Spánverjanna. „Fundur“ Binghams vakti heimsathygli og í fyrstu bók sinni um svæðið kallaði hann staðinn „hina týndu borg Inkanna.“ Hann stundaði rannsóknir þarna næstu árin og greindi frá þeim í fjölmörgum greinum og bókum.Machu Picchu, byggingar og akurreinar.

Machu Picchu hefur lengi verið eitt helsta aðdráttarafl ferðamanna í Perú og helgast það af ýmsum ástæðum. Borgin er í ægifögru og hrikalegu umhverfi, hún var lengi hulin umheiminum og frá fyrstu tíð virðist einhver leyndarhjúpur hafa hvílt yfir staðnum frá fyrstu tíð. Einnig vekur það áhuga manna að fræðimenn hafa ekki orðið samdóma um eðli borgarinnar, í hvaða tilgangi hún var byggð og hvaða hlutverki hún átti að þjóna í ríki Inkanna og hefur það aukið á dulúð og aðdráttarafl staðarins.Borgin Machu Piccha liggur í um 2400 metra hæð yfir sjó, í ægifögru umhverfi.

Hiram Bingham taldi sjálfur að borgin væri eins konar táknrænn fæðingarstaður „meyja sólarinnar“ sem gegndu mikilvægu hlutverki sem gæslumenn helgra véa Inkanna og sem ástkonur Inkanna. Aðrir fræðimenn hafa lagt áherslu á trúarlegt hlutverk staðarins sem eins konar tengipunkt við guðina þar sem samskiptin við þá væru auðveldust. Enn aðrir fræðimenn hafa talið að frá borginni hafi átt að stjórna umferð og vöruflutningi á nýunnum svæðum. Einhverjir töldu borgina hafa verið byggða sem fangelsi fyrir glæpamenn er framið höfðu alvarlega glæpi gegn ríkinu. Enn voru aðrir sem töldu að Machu Picchu hefði þjónað sem tilraunastöð í ræktun þar sem nýta mátti akurstallana við mismunandi skilyrði. Enn voru þeir sem töldu að borgarvirkið hefði átt að þjóna sem neyðarathvarf fyrir keisara og hirðmenn. Að síðustu má nefna að ýmsir hafa talið að staðurinn hafi verið byggður sem vetrardvalastaður fyrir keisara þar sem loftslag er þar mun mildara en uppi á hásléttunni. Er þessi síðasta tilgáta ekki fjarstæðukenndust.

Saga borgvirkisins í Machu Picchu, svo og enduruppgötvun og óvissa um tilgang og notkun, hefur magnað aðdráttarafl þessa einstaka staðar.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:
 • Hiram Bingham: Lost City of the Incas. London 2003.
 • J. Alden Mason: The Ancient Civilizations of Peru. Pelican Books. Harmonthsworth 1969.
 • Rebecca Stone-Miller: Art of the Andes from Chavín to Inca. London 2002.
 • Nicholas J. Saunders: The Incas. Sutton Publishing 2000.
 • Carmen Bernhard: The Incas. Empire of Blood and Gold. London 1994.
 • Esther Pasztory: Pre-Columbian Art. London 1998.
 • Antony Mason: Ancient Civilization of the Americas. London 2001.
 • Kort: OceansArt.US. Íslensku texti settur inn af ritstjórn Vísindavefsins. Sótt 8. 3. 2011.
 • Mynd af steinhleðslu: Pasztory, bls. 17.
 • Mynd af akurreinum: Litscape Art. Ljósmyndari: Tony Waltham. Sótt 22. 2 .2011.
 • Machu Picchu: Hiking Trip Reports. Sótt 22. 2. 2011.
...