Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru Inkar?

Þórunn Jónsdóttir

Inkar kölluðust indíánar á meginlandi Suður-Ameríku. Þeir bjuggu í Inkaríkinu sem var stærsta ríki indíána. Inkaríkið var stofnað um 1200 og byrjaði sem lítið smáríki kringum höfuðborgina Cuzco en teygði sig langt norður og suður eftir Andes-fjöllunum á 15.öld. Þjóðhöfðinginn var kallaður Inkinn og var voldugastur ásamt skyldulið hans. Hermenn, embættismenn og klerkar voru yfirstétt, en bændur, hirðingjar og fiskimenn tilheyrðu lágstétt.

Stórveldistími Inkanna var á árunum 1438 til 1532. Þegar Inkarnir lögðu undir sig svæði tóku þeir valdastétt þeirra svæða inn í sína yfirstétt. Inkar borguðu skatta í formi herskyldu og skylduvinnu í þágu ríkisins. Inkar voru öflugir í stjórnsýslu og voru duglegir að byggja vegi, hlaða úr steinum og byggja brýr. Þeir skrifuðu ekki á pappír en notuðu hnúta í stað skriftar. Þeir þekktu ekki hjólið en stjórnuðu ríki sínu með stóru vegakerfi og hlaupandi sendiboðum. Inkar voru miklir handverksmenn, ófu mikið og smíðuðu úr gulli og silfri.

Trúarbrögð skiptu Inkana miklu máli. Æðsti guðinn var talinn forfaðir Inkans, en það var sólguðinn Inti. Aðrir guðir voru Virachoca, skapari heimsins, og regnguðinn Apu Illapu. Innrás Spánverja um 1530 kom á sama tíma og borgarastríð geisaði í Inkaríkinu. Þetta auðveldaði Spánverjum að leggja ríkið undir Spán. Árið 1532 liðaðist Inkaríkið í sundur.

Hér má sjá fjallaþorpið Machu-Picchu í Perú sem er í 2500 metra hæð yfir sjávarmáli. Á myndinni má sjá hversu duglegir Inkarnar voru að byggja byggingar og þorp. Húsin eru byggð úr tilhöggnum steinum. Steinarnir eru svo vel höggnir að það kemst ekki hnífsblað á milli þeirra. Þorpið allt er byggt á stöllum en tröppur tengja stallana saman. Efst á myndinni má sjá altaristorgið en neðan við það eru opinberar byggingar og bústaðir yfirstéttarinnar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:
  • Íslenska alfræðiorðabókin. Örn og Örlygur. 1990.
  • Myndin er frá heimasíðu ferðaskrifstofunnar Sunnylandtours. Sótt 11. apríl 2002.


Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Höfundur

nemandi í Langholtsskóla

Útgáfudagur

11.4.2002

Spyrjandi

Andri Víðisson

Tilvísun

Þórunn Jónsdóttir. „Hvað eru Inkar?“ Vísindavefurinn, 11. apríl 2002, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2288.

Þórunn Jónsdóttir. (2002, 11. apríl). Hvað eru Inkar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2288

Þórunn Jónsdóttir. „Hvað eru Inkar?“ Vísindavefurinn. 11. apr. 2002. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2288>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru Inkar?
Inkar kölluðust indíánar á meginlandi Suður-Ameríku. Þeir bjuggu í Inkaríkinu sem var stærsta ríki indíána. Inkaríkið var stofnað um 1200 og byrjaði sem lítið smáríki kringum höfuðborgina Cuzco en teygði sig langt norður og suður eftir Andes-fjöllunum á 15.öld. Þjóðhöfðinginn var kallaður Inkinn og var voldugastur ásamt skyldulið hans. Hermenn, embættismenn og klerkar voru yfirstétt, en bændur, hirðingjar og fiskimenn tilheyrðu lágstétt.

Stórveldistími Inkanna var á árunum 1438 til 1532. Þegar Inkarnir lögðu undir sig svæði tóku þeir valdastétt þeirra svæða inn í sína yfirstétt. Inkar borguðu skatta í formi herskyldu og skylduvinnu í þágu ríkisins. Inkar voru öflugir í stjórnsýslu og voru duglegir að byggja vegi, hlaða úr steinum og byggja brýr. Þeir skrifuðu ekki á pappír en notuðu hnúta í stað skriftar. Þeir þekktu ekki hjólið en stjórnuðu ríki sínu með stóru vegakerfi og hlaupandi sendiboðum. Inkar voru miklir handverksmenn, ófu mikið og smíðuðu úr gulli og silfri.

Trúarbrögð skiptu Inkana miklu máli. Æðsti guðinn var talinn forfaðir Inkans, en það var sólguðinn Inti. Aðrir guðir voru Virachoca, skapari heimsins, og regnguðinn Apu Illapu. Innrás Spánverja um 1530 kom á sama tíma og borgarastríð geisaði í Inkaríkinu. Þetta auðveldaði Spánverjum að leggja ríkið undir Spán. Árið 1532 liðaðist Inkaríkið í sundur.

Hér má sjá fjallaþorpið Machu-Picchu í Perú sem er í 2500 metra hæð yfir sjávarmáli. Á myndinni má sjá hversu duglegir Inkarnar voru að byggja byggingar og þorp. Húsin eru byggð úr tilhöggnum steinum. Steinarnir eru svo vel höggnir að það kemst ekki hnífsblað á milli þeirra. Þorpið allt er byggt á stöllum en tröppur tengja stallana saman. Efst á myndinni má sjá altaristorgið en neðan við það eru opinberar byggingar og bústaðir yfirstéttarinnar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:
  • Íslenska alfræðiorðabókin. Örn og Örlygur. 1990.
  • Myndin er frá heimasíðu ferðaskrifstofunnar Sunnylandtours. Sótt 11. apríl 2002.


Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna....