Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er talin ástæða þess að menning Inka og Maya í Suður-Ameríku féll?Það voru Astekar sem voru að mestu leyti búnir að herja svo á Mayana að það var auðveldur leikur fyrir Spánverjana að ljúka verkinu. Veldi Asteka byggðist á mikilli kúgun með mannfórnum á öðrum Indjánaþjóðum sem studdu spænska herforingjann Cortes við að leggja undir sig ríki Asteka í núverandi Mexíkó. Eftir það voru aðrir hlutar Mexíkó auðunnir.

Skýringin felst einnig í því hve hernaðartækni Spánverja var miklu þróaðri en Astekanna og einnig að þeir vissu nákvæmlega hvað þeir vildu meðan foringjar Asteka höfðu nánast enga hugmynd um hvernig þeir ættu að bregðast við innrás Evrópumanna. En lokasigur spænska innrásarliðsins má samt best útskýra með því hve illa allar þær bakteríur og veirur sem bárust með Evrópumönnum léku Indjánaþjóðir. Talið er að íbúum Mexíkó hafi fækkað um 90% fyrstu hundrað árin eftir herferðina gegn Astekum.

Um Inkana í núverandi Perú gildir flest það sama og um Asteka. Veldi þeirra var raunar nýstofnað þegar Spánverjar hófu sigurferð sína gegn Inkaríki undir forystu herforingjans Pizzaros. Þótt Inkar hafi verið miklu mildari í stjórnarháttum sínum en Astekar var engin samstaða meðal þjóða í Inkaríki að standa vörð um það. Hér var einnig auðvelt að deila og drottna. Einnig skiptu máli miklir yfirburðir Spánverja í hernaðartækni, lítil viðbrögð stjórnenda Inka við óvæntri árás og síðast en ekki síst voru bakteríurnar og veirurnar bestu bandamenn spænsku sigurvegaranna.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Útgáfudagur

8.9.2000

Spyrjandi

Bjarki Kjartansson

Höfundur

Gísli Gunnarsson

prófessor emeritus í sagnfræði við HÍ

Tilvísun

Gísli Gunnarsson. „Hver er talin ástæða þess að menning Inka og Maya í Suður-Ameríku féll?“ Vísindavefurinn, 8. september 2000. Sótt 21. september 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=888.

Gísli Gunnarsson. (2000, 8. september). Hver er talin ástæða þess að menning Inka og Maya í Suður-Ameríku féll? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=888

Gísli Gunnarsson. „Hver er talin ástæða þess að menning Inka og Maya í Suður-Ameríku féll?“ Vísindavefurinn. 8. sep. 2000. Vefsíða. 21. sep. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=888>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Elsa Eiríksdóttir

1975

Elsa Eiríksdóttir er dósent á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar snúa að því hvernig fólk lærir verklega kunnáttu, hvernig yfirfærsla þekkingar og færni á sér stað og hvernig uppbygging náms og framsetning námsefnis getur haft þar áhrif.