Sólin Sólin Rís 08:51 • sest 18:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 09:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:10 • Síðdegis: 19:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:03 • Síðdegis: 13:25 í Reykjavík

Hvaða þjóðflokkur er Toltekar og hver eru tengsl hans við Maya og Azteka?

Haraldur Ólafsson mannfræðingur

Toltekar voru einn þeirra þjóðflokka sem komu fram á hálendi Mexíkó um svipað leyti og Ísland byggðist. Toltekar reistu hina frægu borg Tula, en þar voru leikvellir þar sem stundaðir voru boltaleikir, sem sumir telja undanfara körfubolta. Það er þó nokkuð langsótt. Frægastir eru þeir fyrir musteri sem þeir byggðu í stíl píramída. Þar komu þeir fyrir fórnarölturum til að dýrka guðina.Hér má sjá eitt af musterunum í borginni Tula

Staða Tolteka milli Mayafólksins og Azteka er óljós og fornleifafræðinga greinir á um ýmislegt í því sambandi. Mayamenningin var glæsileg en hnignaði vegna ytri og innri aðstæðna. Toltekar voru herskáir og lögðu undir sig lendur Maya, en urðu fyrir miklum áhrifum frá menningu þeirra, ekki síst byggingarlist og myndlist.


Helsti guð þeirra var hinn fiðraði Quetzalcoatl. Mannfórnir voru algengar og ganga sögur um að jafnvel hundruðum eða þúsundum manna hafi verið fórnað á einum degi.


Yfirráð þeirra á hásléttu Mexíkó stóðu ekki nema í fáar aldir, kannski aðeins tvær. Þá komu Aztekar til sögunnar úr norðurátt. Um 1150 að okkar tímatali hófst síðan hin glæsta menning Azteka og Toltekar hurfu úr sögunni sem ráðandi afl í landinu.


Höfuðstaður Azteka var þar sem nú er Mexico City, höfuðborg Mexíkó. Sagan segir að þeir hafi séð hvítan örn sitja á kaktustré og talið það tákna að þar skyldu þeir setjast að. Örninn á kaktusnum er síðan eins konar skjaldarmerki landsins, eins og landvættirnir eru hjá okkur Íslendingum.


Toltekar voru fremur þiggjendur en gefendur í menningarefnum, en myndlist þeirra hefur þótt harla merkileg og byggingar þeirra standast samanburð við hið besta sem gert var í Mið-Ameríku á öldunum fyrir innrásir Spánverja á sextándu öld.

Myndir:

Höfundur

Haraldur Ólafsson mannfræðingur

fyrrv. prófessor í mannfræði við HÍ

Útgáfudagur

21.6.2004

Spyrjandi

Finnur Ólafsson

Tilvísun

Haraldur Ólafsson mannfræðingur. „Hvaða þjóðflokkur er Toltekar og hver eru tengsl hans við Maya og Azteka?“ Vísindavefurinn, 21. júní 2004. Sótt 25. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4360.

Haraldur Ólafsson mannfræðingur. (2004, 21. júní). Hvaða þjóðflokkur er Toltekar og hver eru tengsl hans við Maya og Azteka? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4360

Haraldur Ólafsson mannfræðingur. „Hvaða þjóðflokkur er Toltekar og hver eru tengsl hans við Maya og Azteka?“ Vísindavefurinn. 21. jún. 2004. Vefsíða. 25. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4360>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða þjóðflokkur er Toltekar og hver eru tengsl hans við Maya og Azteka?
Toltekar voru einn þeirra þjóðflokka sem komu fram á hálendi Mexíkó um svipað leyti og Ísland byggðist. Toltekar reistu hina frægu borg Tula, en þar voru leikvellir þar sem stundaðir voru boltaleikir, sem sumir telja undanfara körfubolta. Það er þó nokkuð langsótt. Frægastir eru þeir fyrir musteri sem þeir byggðu í stíl píramída. Þar komu þeir fyrir fórnarölturum til að dýrka guðina.Hér má sjá eitt af musterunum í borginni Tula

Staða Tolteka milli Mayafólksins og Azteka er óljós og fornleifafræðinga greinir á um ýmislegt í því sambandi. Mayamenningin var glæsileg en hnignaði vegna ytri og innri aðstæðna. Toltekar voru herskáir og lögðu undir sig lendur Maya, en urðu fyrir miklum áhrifum frá menningu þeirra, ekki síst byggingarlist og myndlist.


Helsti guð þeirra var hinn fiðraði Quetzalcoatl. Mannfórnir voru algengar og ganga sögur um að jafnvel hundruðum eða þúsundum manna hafi verið fórnað á einum degi.


Yfirráð þeirra á hásléttu Mexíkó stóðu ekki nema í fáar aldir, kannski aðeins tvær. Þá komu Aztekar til sögunnar úr norðurátt. Um 1150 að okkar tímatali hófst síðan hin glæsta menning Azteka og Toltekar hurfu úr sögunni sem ráðandi afl í landinu.


Höfuðstaður Azteka var þar sem nú er Mexico City, höfuðborg Mexíkó. Sagan segir að þeir hafi séð hvítan örn sitja á kaktustré og talið það tákna að þar skyldu þeir setjast að. Örninn á kaktusnum er síðan eins konar skjaldarmerki landsins, eins og landvættirnir eru hjá okkur Íslendingum.


Toltekar voru fremur þiggjendur en gefendur í menningarefnum, en myndlist þeirra hefur þótt harla merkileg og byggingar þeirra standast samanburð við hið besta sem gert var í Mið-Ameríku á öldunum fyrir innrásir Spánverja á sextándu öld.

Myndir:...