Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 04:24 • Sest 14:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:18 • Síðdegis: 21:34 í Reykjavík

Hvers vegna varð fyrsti maí fyrir valinu sem „baráttudagur verkalýðsins“?

JGÞ

Líklegt er talið að fyrsti maí hafi orðið fyrir valinu sem alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins vegna þess að til forna voru haldnar almenningshátíðir á þessum degi. Af þeim sökum hafði dagurinn á sér alþýðlegan blæ og meðal annars má nefna að kirkjum og konungum gekk illa að gera hann að kristnum hátíðisdegi. Á síðari öldum var maí álitinn fyrsti mánuður sumars. Rómverska gyðjan Maja var tákn æsku og vors.

Mynd frá kröfugöngu í Rússlandi.

Það var bandaríska verkalýðssambandið (A.F.L.) sem lagði fram þá tillögu að gera 1. maí að baráttudegi verkalýðsins á þingi Alþjóðasambands sósíalista sem hófst í París á 100 ára afmæli frönsku byltingarinnar 14. júlí 1889.

Heimild:
  • Árni Björnsson, Saga daganna, Mál og menning, Reykjavík, 1993.

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

20.4.2009

Spyrjandi

Herbert Snorrason

Tilvísun

JGÞ. „Hvers vegna varð fyrsti maí fyrir valinu sem „baráttudagur verkalýðsins“?“ Vísindavefurinn, 20. apríl 2009. Sótt 8. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=27716.

JGÞ. (2009, 20. apríl). Hvers vegna varð fyrsti maí fyrir valinu sem „baráttudagur verkalýðsins“? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=27716

JGÞ. „Hvers vegna varð fyrsti maí fyrir valinu sem „baráttudagur verkalýðsins“?“ Vísindavefurinn. 20. apr. 2009. Vefsíða. 8. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=27716>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna varð fyrsti maí fyrir valinu sem „baráttudagur verkalýðsins“?
Líklegt er talið að fyrsti maí hafi orðið fyrir valinu sem alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins vegna þess að til forna voru haldnar almenningshátíðir á þessum degi. Af þeim sökum hafði dagurinn á sér alþýðlegan blæ og meðal annars má nefna að kirkjum og konungum gekk illa að gera hann að kristnum hátíðisdegi. Á síðari öldum var maí álitinn fyrsti mánuður sumars. Rómverska gyðjan Maja var tákn æsku og vors.

Mynd frá kröfugöngu í Rússlandi.

Það var bandaríska verkalýðssambandið (A.F.L.) sem lagði fram þá tillögu að gera 1. maí að baráttudegi verkalýðsins á þingi Alþjóðasambands sósíalista sem hófst í París á 100 ára afmæli frönsku byltingarinnar 14. júlí 1889.

Heimild:
  • Árni Björnsson, Saga daganna, Mál og menning, Reykjavík, 1993.

Mynd:

...