Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:29 • Síðdegis: 18:52 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:31 • Síðdegis: 12:34 í Reykjavík

Hvað varð um steintöflurnar með boðorðunum tíu?

Sigurður Ægisson

Afdrif steintaflnanna með boðorðunum 10 eru samofin afdrifum sáttmálsarkarinnar. Í raun veit enginn með vissu hvað um þetta varð en ýmsar kenningar hafa verið settar fram, flestar byggðar á lestri á Biblíunni.

Steintöflurnar

Samkvæmt 5. Mósebók gerði Drottinn sáttmála við Ísrael nærri fjallinu Hóreb (Sínaí) og mælti fram Boðorðin 10. „Hann talaði út úr eldinum, skýjaþykkninu og myrkrinu, með þrumuraust …“. En þar eð fólkið óttaðist að ganga þar upp, til fundar við hann, vegna framannefnds, bar Móse ræðu hans áfram. Hann dvaldi þar efra í 40 daga og nætur og kom svo niður loks með tvær steintöflur, en á þær hafði Guð letrað orðin með fingri sínum. Í millitíðinni hafði þjóðin reist sér gullkálf og tekið að dýrka hann. Reiddist Móse þessu athæfi, kastaði hellunum og braut þær í smátt. Og líkneskið sömuleiðis.

Fundur Guðs og Móse og afrakstur hans, steintöflurnar með boðorðunum 10, hafa veitt mörgum listamönum innblástur. Trérista eftir Julius Schnorr von Carolsfeld sem birtist í Die Bibel in Bildern frá 1860.

Eftir að Guð hafði fyrirgefið þessa yfirsjón lýðsins sagði hann við Móse: „Höggðu til tvær steintöflur eins og þær fyrri og komdu síðan til mín upp á fjallið. Þú skalt einnig smíða örk úr tré. Ég ætla að rita sömu orð á þessar töflur og voru á þeim fyrri sem þú braust. Síðan skaltu koma þeim fyrir í örkinni.“ Sem og varð. Í 2. Mósebók 32: 15-16 segir enn fremur: „Á töflunum var letur báðum megin, bæði var ritað á framhlið þeirra og bakhlið. Töflurnar voru gerðar af Guði og letrið var letur Guðs, grafið í töflurnar.“

Sáttmálsörkin

Í 2. Mósebók segir jafnframt að Besalel Úríson, Húrssonar, af ættbálki Júda hafi verið fenginn til að smíða örkina, eftir forskrift Drottins, í gegnum Móse. Var hún gerð uppi á Hórebfjalli, úr akasíuviði (sem í augum Egypta var Tré lífsins), og var um 125 cm á lengd, um 75 cm á hæð og eins á breiddina.
Hann lagði hana skíru gulli bæði að innan og utan og hann gerði brún úr gulli umhverfis hana. Hann steypti fjóra hringi úr gulli og festi á fjóra fætur hennar, tvo hringi á aðra hlið hennar og tvo á hina. Hann gerði stengur úr akasíuviði, lagði þær gulli og smeygði stöngunum í hringina á hliðum arkarinnar svo að hægt væri að bera örkina. Hann gerði lok úr skíru gulli. Það var hálf þriðja alin á lengd og hálf önnur á breidd. Hann gerði tvo kerúba úr drifnu gulli, einn fyrir hvorn enda loksins. Annar kerúbinn var á öðrum endanum og hinn á hinum. Kerúbarnir breiddu út vængina upp á við svo að þeir huldu lokið [sem kallað var náðarstóll] með vængjum sínum og sneru hvor að öðrum. Ásjónur kerúbanna sneru að lokinu. (2. Mósebók 37:1-9).

Ættbálki Leví var fengið það hlutverk „að bera sáttmálsörk Drottins, standa frammi fyrir augliti Drottins, þjóna honum og blessa í nafni hans …” Þegar örkin var flutt á milli staða, var fortjaldinu vafið um hana og yfir það lögð ábreiða úr höfrungaskinni, og þar svo ofan á purpurablátt klæði, og þess vandlega gætt að ekki sæist í hana neins staðar.Sáttmálsörkin eins og hún kom fyrir í kvikmyndinni Ránið á týndu örkinni þar sem Harrison Ford í hlutverki Indiana Jones reynir að koma í veg fyrir að sáttmálsörkin falli í hendur nasista.

Sami maður, Besalel, hafði einnig búið til samfundatjaldið áður, færanlega helgidóminn sem notaður var á eyðimerkurförinni, sem hófst við það að Móse leiddi þjóðina út úr Egyptalandi, á 15. öld f.Kr. Þar var örkin geymd, og á ýmsum stöðum eftir að Kanaanland var numið 40 árum síðar (meðal annars í Gilgal, Síló, Ebeneser, Asdód, sennilega Gat, Ekron, Bet Semes, Kirjat Jearím, og í Davíðsborg). Þegar Salómon konungur lét reisa musterið í Jerúsalem, á 10. öld f.Kr., var sáttmálsörkinni komið fyrir þar innst inni, í því allra helgasta. Hún var sýnilegt tákn þess að Guð væri með Ísrael.

Innihaldið

Um aldir hefur verið deilt um nákvæmt innihald arkarinnar. Í Fyrri konungabók (8:1-9) er lýsing á því, er Salómon lét flytja örkina frá Síon og yfir í musterið í Jerúsalem. Þar segir:
Allir Ísraelsmenn komu saman hjá Salómon konungi á hátíðinni í etanímmánuði, í sjöunda mánuðinum. Allir öldungar Ísraels komu og prestarnir tóku örkina og fluttu upp eftir ásamt tjaldbúðinni og öllum hinum helgu áhöldum sem voru í tjaldinu. Prestarnir og Levítarnir sáu um flutninginn … Því næst fluttu prestarnir sáttmálsörk Drottins á sinn stað, í innsta herbergi hússins, í hið allra helgasta … Burðarstengurnar voru svo langar að enda þeirra mátti sjá frá helgidóminum framan við innsta herbergið en þær sáust ekki þar fyrir framan … Ekkert var í örkinni annað en steintöflurnar tvær sem Móse hafði sett í hana við Hóreb þegar Drottinn gerði sáttmála við Ísraelsmenn eftir brottför þeirra frá Egyptalandi.

Einhverra hluta vegna eru flestir samt á því, að í örkinni hafi bæði gömlu spjöldin og hin nýrri verið geymd, eflaust vegna þess að ekki þótti líklegt, að eitthvað sem hægt var að tengja beint til Guðs væri fleygt rétt sisona; á einum stað í Talmúð er þó sagt, að arkirnar hafi verið tvær, og hvor um sig borið eitt boðorðasett.

Að auki eru heimildir fyrir því, töluvert yngri að vísu, að þar hafi líka verið „gullkerið með manna í“, en það var einhvers konar fæða sem Drottinn gaf Ísraelsmönnum á ferð þeirra um eyðimörkina og Móse vildi geyma af sýnishorn fyrir ófæddar kynslóðir að sjá (2. Mósebók 16:1-36). Ætla seinni tíma menn að þetta hafi verið einhvers konar útfelling sem myndast eftir að skordýr hafa nagað börk ákveðinna plantna (s.s. Tamarix gallica eða T. mannifera, Alhagi maurorum og A. pseudalhagi), eða þá ákveðinn hluti fléttunnar Lecanora esculenta (og fleiri hugmyndir eru uppi hvað þetta varðar). Og enn einn hluturinn í sáttmálsörkinni á að hafa verið „stafur Arons [prests og bróður Móse] sem laufgast hafði“ (sbr. 4. Mósebók 17:8 og Hebreabréfið 9:4).

Hvergi er minnst á það í Heilagri ritningu, að boðorðatöflurnar hafi nokkru sinni verið teknar upp úr örkinni og varðveittar annars staðar. Þess vegna eru afdrif þeirra samofin afdrifum arkarinnar.

Afdrifin

„Á fimmta stjórnarári Rehabeams konungs [um 925 f.Kr.] hélt Sísak, konungur Egypta, í herför gegn Jerúsalem. Hann rændi fjársjóðum úr húsi Drottins og höll konungs. Hann lét greipar sópa og rændi einnig öllum gullskjöldunum sem Salómon hafði látið gera,“ segir í Fyrri konungabók (14: 25-26). Menn hafa getið sér þess til, að þarna hafi örkin týnst. Orð Jeremía spámanns (3:16), sem uppi var á síðari hluta sjöundu aldar og í upphafi sjöttu aldar f.Kr, gætu bent til þess, að örkin sé þá glötuð. Öðrum þykir líklegra að örkin hafi glatast árið 587 eða 586 f.Kr., þegar Jerúsalem féll í hendur Babýloníumönnum, undir stjórn Nebúkadnesars konungs þeirra. Þá voru borgin og musterið lögð í rúst og íbúarnir ásamt Júda fluttir nauðugir til Babýloníu. Sumir telja að þá hafi örkinni verið tortímt líka, og innihaldinu þá jafnframt, eða hún tekin sem góss, en ekki er hennar samt getið í lista yfir þá muni sem hernumdir voru.Samkvæmt Biblíunni var sáttmálsörkin geymd í musteri Salómons konungs en gæti hafa glatast í einhverri herför gegn Jerúsalem.

Aðrir eru á því, að enn leynist hún í einhverjum afkima djúpt í musterishæðinni, bíðandi síns tíma, og að það hafi verið að undirlagi Jósía (639-609 f.Kr.), eins af síðustu konungunum í Júdaríkinu, eftir varnaðarorð frá Jesaja spámanni. Aðrir fullyrða að Jeremía hafi komið henni í felur, og það á fjallinu Nebo. Enn aðrar heimildir segja hana falda í ónefndum helli við Dauðahafið, sem tekinn hafði verið frá til þess brúks, eftir að Salómon á yfirnáttúrlegan hátt vitraðist eyðilegging musterisins.

Musterið í Jerúsalem var svo endurreist árið 516 f.Kr. og stóð fram á seinni hluta 1. aldar e.Kr. Aldrei er minnst á það einu orði, að örkin hafi verið þar.

Í Fyrri Makkabeabók 1:21-24 er sagt frá því, er Antíokkus IV Epífanes Sýrlandskonungur rændi musterið í Jerúsalem á 2. öld f.Kr. Einhverjir álíta að örkin hafi verið á meðal þeirra gripa sem hurfu. Þá er hald sumra, að við eyðingu musterisins árið 70 e.Kr. hafi örkin verið flutt til Rómar. Þó var hún ekki í hinu allra helgasta árið 63 f.Kr., þegar rómverski hershöfðinginn Pompeíus leit þar inn.

Loks er að nefna þá skoðun sem allmargir fylgja, en hún er sú að örkina sé að finna meðal kristinna í borginni Axum í Eþíópíu, nánar tiltekið í kirkju Heilagrar Maríu frá Síon, og að hennar gæti allar stundir munkur einn. Var hún að sögn færð þangað á dögum Salómons, þegar sonur hans og drottningarinnar af Seba, Menelik að nafni, rændi henni úr Jerúsalem.

Og vafalaust eru tilgáturnar mun fleiri á sveimi.

Heimildir:

 • Kennedy, A. R. S. (1898): „Ark of the covenant.“ Í: Hastings, James (editor): A dictionary of the Bible: Dealing with its language, literature, and contents, including the biblical theology. Volume 1. Edinbrugh, T. & T. Clark. Bls. 149-151.
 • Kitchen, K. A. (1980): „Ark of the covenant.“ Í: Douglas, J.D. (organizing editor): The new Bible dictionary. Leicester, Inter-Varsity press. Bls. 82.
 • Kline, M. G. (1980): „Ten commandments.“ Í: Douglas, J.D. (organizing editor): The new Bible dictionary. Leicester, Inter-Varsity press. Bls. 1251-1252.
 • Munro-Hay, Stuart (2006): The quest for the ark of the covenant: The true history of the tablets of moses. London, I. B. Tauris & Co. Ltd.
 • Neusner, Jakob (1999): „Ark of the covenant.“ Í: Doniger, Wendy (consulting editor) Miriam-Webster’s encyclopedia of world religions. Bls. 76.
 • Price, Randall (2005): Searching for the ark of the covenant. Latest discoveries and research. Eugene, Oregon, Harvest house publishers.
 • Russel, Emmet (1977): „Ark.“ Í: Tenney, Merril C. (general editor): The Zondervan pictorial Bible dictionary. Zondervan publishing house, Grand Rapids. Bls. 70-71.
 • Sundemo, Herbert (1974): „Ísraelsþjóðin.“ Biblíuhandbókin þín. Magnús Guðjónsson þýddi. [Reykjavík], Örn og Örlygur hf. Bls. 127-130.
 • Sundemo, Herbert (1974): „Musterið.“ Biblíuhandbókin þín. Magnús Guðjónsson þýddi. [Reykjavík], Örn og Örlygur hf. Bls. 189-193.
 • Sundemo, Herbert (1974): „Sáttmálsörkin.“ Biblíuhandbókin þín. Magnús Guðjónsson þýddi. [Reykjavík], Örn og Örlygur hf. Bls. 260.
 • Biblical archeology: Where is the ark of the covenant? á Institute for Biblical and Scientific Studies. Skoðað 3. 7. 2008.
 • Manna á Wikipedia. Skoðað 3. 7. 2008.
 • Manna á Encyclopædia Britannica Online. Skoðað 3. 7. 2008
 • What happened to the Ark of the Covenant? á The Straight Dope. Skoðað 3. 7. 2008.
 • McCall, Thomas S.: Where is the ark of the covenant? á Zola Levitt Ministries. Skoðað 3. 7. 2008.
 • Biblían.is. Skoðað 3. 7. 2008.
 • Mynd af Guði, Móse og steintöflunum: Israel and the Law á The Sargent Murals at the Boston Public Library. Sótt 3. 7. 2008.
 • Mynd af Indiana Jones með sáttmálsörkina: Raiders of the Lost Ark á Wikipedia. Sótt 3. 7. 2008.
 • Mynd af musteri Salómons: King Solomon Legend. Sótt 3. 7. 2008.

Höfundur

guðfræðingur og þjóðfræðingur

Útgáfudagur

9.7.2008

Spyrjandi

Arnar Ingi Ragnarsson, f. 1992

Tilvísun

Sigurður Ægisson. „Hvað varð um steintöflurnar með boðorðunum tíu?“ Vísindavefurinn, 9. júlí 2008. Sótt 22. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=27767.

Sigurður Ægisson. (2008, 9. júlí). Hvað varð um steintöflurnar með boðorðunum tíu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=27767

Sigurður Ægisson. „Hvað varð um steintöflurnar með boðorðunum tíu?“ Vísindavefurinn. 9. júl. 2008. Vefsíða. 22. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=27767>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað varð um steintöflurnar með boðorðunum tíu?
Afdrif steintaflnanna með boðorðunum 10 eru samofin afdrifum sáttmálsarkarinnar. Í raun veit enginn með vissu hvað um þetta varð en ýmsar kenningar hafa verið settar fram, flestar byggðar á lestri á Biblíunni.

Steintöflurnar

Samkvæmt 5. Mósebók gerði Drottinn sáttmála við Ísrael nærri fjallinu Hóreb (Sínaí) og mælti fram Boðorðin 10. „Hann talaði út úr eldinum, skýjaþykkninu og myrkrinu, með þrumuraust …“. En þar eð fólkið óttaðist að ganga þar upp, til fundar við hann, vegna framannefnds, bar Móse ræðu hans áfram. Hann dvaldi þar efra í 40 daga og nætur og kom svo niður loks með tvær steintöflur, en á þær hafði Guð letrað orðin með fingri sínum. Í millitíðinni hafði þjóðin reist sér gullkálf og tekið að dýrka hann. Reiddist Móse þessu athæfi, kastaði hellunum og braut þær í smátt. Og líkneskið sömuleiðis.

Fundur Guðs og Móse og afrakstur hans, steintöflurnar með boðorðunum 10, hafa veitt mörgum listamönum innblástur. Trérista eftir Julius Schnorr von Carolsfeld sem birtist í Die Bibel in Bildern frá 1860.

Eftir að Guð hafði fyrirgefið þessa yfirsjón lýðsins sagði hann við Móse: „Höggðu til tvær steintöflur eins og þær fyrri og komdu síðan til mín upp á fjallið. Þú skalt einnig smíða örk úr tré. Ég ætla að rita sömu orð á þessar töflur og voru á þeim fyrri sem þú braust. Síðan skaltu koma þeim fyrir í örkinni.“ Sem og varð. Í 2. Mósebók 32: 15-16 segir enn fremur: „Á töflunum var letur báðum megin, bæði var ritað á framhlið þeirra og bakhlið. Töflurnar voru gerðar af Guði og letrið var letur Guðs, grafið í töflurnar.“

Sáttmálsörkin

Í 2. Mósebók segir jafnframt að Besalel Úríson, Húrssonar, af ættbálki Júda hafi verið fenginn til að smíða örkina, eftir forskrift Drottins, í gegnum Móse. Var hún gerð uppi á Hórebfjalli, úr akasíuviði (sem í augum Egypta var Tré lífsins), og var um 125 cm á lengd, um 75 cm á hæð og eins á breiddina.
Hann lagði hana skíru gulli bæði að innan og utan og hann gerði brún úr gulli umhverfis hana. Hann steypti fjóra hringi úr gulli og festi á fjóra fætur hennar, tvo hringi á aðra hlið hennar og tvo á hina. Hann gerði stengur úr akasíuviði, lagði þær gulli og smeygði stöngunum í hringina á hliðum arkarinnar svo að hægt væri að bera örkina. Hann gerði lok úr skíru gulli. Það var hálf þriðja alin á lengd og hálf önnur á breidd. Hann gerði tvo kerúba úr drifnu gulli, einn fyrir hvorn enda loksins. Annar kerúbinn var á öðrum endanum og hinn á hinum. Kerúbarnir breiddu út vængina upp á við svo að þeir huldu lokið [sem kallað var náðarstóll] með vængjum sínum og sneru hvor að öðrum. Ásjónur kerúbanna sneru að lokinu. (2. Mósebók 37:1-9).

Ættbálki Leví var fengið það hlutverk „að bera sáttmálsörk Drottins, standa frammi fyrir augliti Drottins, þjóna honum og blessa í nafni hans …” Þegar örkin var flutt á milli staða, var fortjaldinu vafið um hana og yfir það lögð ábreiða úr höfrungaskinni, og þar svo ofan á purpurablátt klæði, og þess vandlega gætt að ekki sæist í hana neins staðar.Sáttmálsörkin eins og hún kom fyrir í kvikmyndinni Ránið á týndu örkinni þar sem Harrison Ford í hlutverki Indiana Jones reynir að koma í veg fyrir að sáttmálsörkin falli í hendur nasista.

Sami maður, Besalel, hafði einnig búið til samfundatjaldið áður, færanlega helgidóminn sem notaður var á eyðimerkurförinni, sem hófst við það að Móse leiddi þjóðina út úr Egyptalandi, á 15. öld f.Kr. Þar var örkin geymd, og á ýmsum stöðum eftir að Kanaanland var numið 40 árum síðar (meðal annars í Gilgal, Síló, Ebeneser, Asdód, sennilega Gat, Ekron, Bet Semes, Kirjat Jearím, og í Davíðsborg). Þegar Salómon konungur lét reisa musterið í Jerúsalem, á 10. öld f.Kr., var sáttmálsörkinni komið fyrir þar innst inni, í því allra helgasta. Hún var sýnilegt tákn þess að Guð væri með Ísrael.

Innihaldið

Um aldir hefur verið deilt um nákvæmt innihald arkarinnar. Í Fyrri konungabók (8:1-9) er lýsing á því, er Salómon lét flytja örkina frá Síon og yfir í musterið í Jerúsalem. Þar segir:
Allir Ísraelsmenn komu saman hjá Salómon konungi á hátíðinni í etanímmánuði, í sjöunda mánuðinum. Allir öldungar Ísraels komu og prestarnir tóku örkina og fluttu upp eftir ásamt tjaldbúðinni og öllum hinum helgu áhöldum sem voru í tjaldinu. Prestarnir og Levítarnir sáu um flutninginn … Því næst fluttu prestarnir sáttmálsörk Drottins á sinn stað, í innsta herbergi hússins, í hið allra helgasta … Burðarstengurnar voru svo langar að enda þeirra mátti sjá frá helgidóminum framan við innsta herbergið en þær sáust ekki þar fyrir framan … Ekkert var í örkinni annað en steintöflurnar tvær sem Móse hafði sett í hana við Hóreb þegar Drottinn gerði sáttmála við Ísraelsmenn eftir brottför þeirra frá Egyptalandi.

Einhverra hluta vegna eru flestir samt á því, að í örkinni hafi bæði gömlu spjöldin og hin nýrri verið geymd, eflaust vegna þess að ekki þótti líklegt, að eitthvað sem hægt var að tengja beint til Guðs væri fleygt rétt sisona; á einum stað í Talmúð er þó sagt, að arkirnar hafi verið tvær, og hvor um sig borið eitt boðorðasett.

Að auki eru heimildir fyrir því, töluvert yngri að vísu, að þar hafi líka verið „gullkerið með manna í“, en það var einhvers konar fæða sem Drottinn gaf Ísraelsmönnum á ferð þeirra um eyðimörkina og Móse vildi geyma af sýnishorn fyrir ófæddar kynslóðir að sjá (2. Mósebók 16:1-36). Ætla seinni tíma menn að þetta hafi verið einhvers konar útfelling sem myndast eftir að skordýr hafa nagað börk ákveðinna plantna (s.s. Tamarix gallica eða T. mannifera, Alhagi maurorum og A. pseudalhagi), eða þá ákveðinn hluti fléttunnar Lecanora esculenta (og fleiri hugmyndir eru uppi hvað þetta varðar). Og enn einn hluturinn í sáttmálsörkinni á að hafa verið „stafur Arons [prests og bróður Móse] sem laufgast hafði“ (sbr. 4. Mósebók 17:8 og Hebreabréfið 9:4).

Hvergi er minnst á það í Heilagri ritningu, að boðorðatöflurnar hafi nokkru sinni verið teknar upp úr örkinni og varðveittar annars staðar. Þess vegna eru afdrif þeirra samofin afdrifum arkarinnar.

Afdrifin

„Á fimmta stjórnarári Rehabeams konungs [um 925 f.Kr.] hélt Sísak, konungur Egypta, í herför gegn Jerúsalem. Hann rændi fjársjóðum úr húsi Drottins og höll konungs. Hann lét greipar sópa og rændi einnig öllum gullskjöldunum sem Salómon hafði látið gera,“ segir í Fyrri konungabók (14: 25-26). Menn hafa getið sér þess til, að þarna hafi örkin týnst. Orð Jeremía spámanns (3:16), sem uppi var á síðari hluta sjöundu aldar og í upphafi sjöttu aldar f.Kr, gætu bent til þess, að örkin sé þá glötuð. Öðrum þykir líklegra að örkin hafi glatast árið 587 eða 586 f.Kr., þegar Jerúsalem féll í hendur Babýloníumönnum, undir stjórn Nebúkadnesars konungs þeirra. Þá voru borgin og musterið lögð í rúst og íbúarnir ásamt Júda fluttir nauðugir til Babýloníu. Sumir telja að þá hafi örkinni verið tortímt líka, og innihaldinu þá jafnframt, eða hún tekin sem góss, en ekki er hennar samt getið í lista yfir þá muni sem hernumdir voru.Samkvæmt Biblíunni var sáttmálsörkin geymd í musteri Salómons konungs en gæti hafa glatast í einhverri herför gegn Jerúsalem.

Aðrir eru á því, að enn leynist hún í einhverjum afkima djúpt í musterishæðinni, bíðandi síns tíma, og að það hafi verið að undirlagi Jósía (639-609 f.Kr.), eins af síðustu konungunum í Júdaríkinu, eftir varnaðarorð frá Jesaja spámanni. Aðrir fullyrða að Jeremía hafi komið henni í felur, og það á fjallinu Nebo. Enn aðrar heimildir segja hana falda í ónefndum helli við Dauðahafið, sem tekinn hafði verið frá til þess brúks, eftir að Salómon á yfirnáttúrlegan hátt vitraðist eyðilegging musterisins.

Musterið í Jerúsalem var svo endurreist árið 516 f.Kr. og stóð fram á seinni hluta 1. aldar e.Kr. Aldrei er minnst á það einu orði, að örkin hafi verið þar.

Í Fyrri Makkabeabók 1:21-24 er sagt frá því, er Antíokkus IV Epífanes Sýrlandskonungur rændi musterið í Jerúsalem á 2. öld f.Kr. Einhverjir álíta að örkin hafi verið á meðal þeirra gripa sem hurfu. Þá er hald sumra, að við eyðingu musterisins árið 70 e.Kr. hafi örkin verið flutt til Rómar. Þó var hún ekki í hinu allra helgasta árið 63 f.Kr., þegar rómverski hershöfðinginn Pompeíus leit þar inn.

Loks er að nefna þá skoðun sem allmargir fylgja, en hún er sú að örkina sé að finna meðal kristinna í borginni Axum í Eþíópíu, nánar tiltekið í kirkju Heilagrar Maríu frá Síon, og að hennar gæti allar stundir munkur einn. Var hún að sögn færð þangað á dögum Salómons, þegar sonur hans og drottningarinnar af Seba, Menelik að nafni, rændi henni úr Jerúsalem.

Og vafalaust eru tilgáturnar mun fleiri á sveimi.

Heimildir:

 • Kennedy, A. R. S. (1898): „Ark of the covenant.“ Í: Hastings, James (editor): A dictionary of the Bible: Dealing with its language, literature, and contents, including the biblical theology. Volume 1. Edinbrugh, T. & T. Clark. Bls. 149-151.
 • Kitchen, K. A. (1980): „Ark of the covenant.“ Í: Douglas, J.D. (organizing editor): The new Bible dictionary. Leicester, Inter-Varsity press. Bls. 82.
 • Kline, M. G. (1980): „Ten commandments.“ Í: Douglas, J.D. (organizing editor): The new Bible dictionary. Leicester, Inter-Varsity press. Bls. 1251-1252.
 • Munro-Hay, Stuart (2006): The quest for the ark of the covenant: The true history of the tablets of moses. London, I. B. Tauris & Co. Ltd.
 • Neusner, Jakob (1999): „Ark of the covenant.“ Í: Doniger, Wendy (consulting editor) Miriam-Webster’s encyclopedia of world religions. Bls. 76.
 • Price, Randall (2005): Searching for the ark of the covenant. Latest discoveries and research. Eugene, Oregon, Harvest house publishers.
 • Russel, Emmet (1977): „Ark.“ Í: Tenney, Merril C. (general editor): The Zondervan pictorial Bible dictionary. Zondervan publishing house, Grand Rapids. Bls. 70-71.
 • Sundemo, Herbert (1974): „Ísraelsþjóðin.“ Biblíuhandbókin þín. Magnús Guðjónsson þýddi. [Reykjavík], Örn og Örlygur hf. Bls. 127-130.
 • Sundemo, Herbert (1974): „Musterið.“ Biblíuhandbókin þín. Magnús Guðjónsson þýddi. [Reykjavík], Örn og Örlygur hf. Bls. 189-193.
 • Sundemo, Herbert (1974): „Sáttmálsörkin.“ Biblíuhandbókin þín. Magnús Guðjónsson þýddi. [Reykjavík], Örn og Örlygur hf. Bls. 260.
 • Biblical archeology: Where is the ark of the covenant? á Institute for Biblical and Scientific Studies. Skoðað 3. 7. 2008.
 • Manna á Wikipedia. Skoðað 3. 7. 2008.
 • Manna á Encyclopædia Britannica Online. Skoðað 3. 7. 2008
 • What happened to the Ark of the Covenant? á The Straight Dope. Skoðað 3. 7. 2008.
 • McCall, Thomas S.: Where is the ark of the covenant? á Zola Levitt Ministries. Skoðað 3. 7. 2008.
 • Biblían.is. Skoðað 3. 7. 2008.
 • Mynd af Guði, Móse og steintöflunum: Israel and the Law á The Sargent Murals at the Boston Public Library. Sótt 3. 7. 2008.
 • Mynd af Indiana Jones með sáttmálsörkina: Raiders of the Lost Ark á Wikipedia. Sótt 3. 7. 2008.
 • Mynd af musteri Salómons: King Solomon Legend. Sótt 3. 7. 2008.
...