Sólin Sólin Rís 10:55 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:21 • Sest 14:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:08 • Síðdegis: 24:54 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:43 • Síðdegis: 18:36 í Reykjavík

Er anarkismi pólitísk stefna? Ef svo er, hvernig þá?

Hrafnkell Tjörvi Stefánsson

Hugtakið anarkismi, eða stjórnleysisstefna, er í stjórnmálafræði notað yfir þá hugsjón að samfélagið geti, og skuli, stjórnast án miðstýrðs ríkisvalds. Stjórnleysi í þessum skilningi felur ekki í sér fullkomið skipulagsleysi eða upplausn, heldur hitt að skipulagið sé að öllu leyti sjálfsprottið. Þannig merkir gríska orðið an-arkos blátt áfram “án leiðtoga”.

Eitt af því sem einkennir stjórnleysisstefnuna er að innan hennar rúmast afar mótsagnakenndar hugmyndir. Stjórnleysingjar aðhyllast hugmyndafræði allt frá algerri sameignarstefnu til hinnar róttækustu einstaklingshyggju. Hugsjónin um hið sjálfsprottna skipulag og samfélag án ríkisvalds er í reynd það eina sem sameinar þá undir einum hatti. Skipta má anarkistum í tvo hópa, það er í vinstri og hægri stjórnleysingja.

Vinstri stjórnleysingjar sjá fyrir sér samfélag sem er fullkomlega laust við togstreituna á milli þeirra sem stjórna og hinna sem lúta valdinu. Markmið þeirra er stéttlaust samfélag þar sem grunneiningin er sambýlisform sem ekki er stærra en svo að hver maður hefur yfirsýn yfir alla aðra sem hann býr í félagi við. Með samvinnu byggðri á lýðræðislegum ákvörðunum taka allir einstaklingar hópsins þátt í stjórn sambýlisins. Samvinnan ræðst hins vegar á engan hátt af miðstjórnarvaldi eða markaðslögmálum. Hún sprettur þess í stað af sameiginlegum þörfum og skilningi einstaklinganna á hagsmunum sínum. Í sinni róttækustu mynd hafna vinstri stjórnleysingjar algjörlega réttinum til séreignar sem þeir líta á sem þjófnað.

Af þessu sést að vinstra stjórnleysi er náskylt marxisma. Ólíkt marxistum hafna vinstri stjórnleysingjar hins vegar hlutverki byltingarflokksins og þess alræðisvalds sem honum er ætlað. Þeir telja að aðferð marxista bjóði hættunni heim og muni þegar upp er staðið festa nýjar stéttaandstæður í sessi. Auk þessa hafna flestir vinstri stjórnleysingjar valdbeitingu en leggja þess í stað áherslu á umbætur í gegnum upplýsingu og fjöldasamtök almennings. Þekktasta hreyfing vinstri stjórnleysingja eru svokallaðir syndíkalistar en það voru róttæk samtök franskra verkalýðssinna í byrjun 20. aldar. Hafði sú hreyfing einnig nokkur áhrif í spænsku borgarastyrjöldinni.

Hægri stjórnleysingjar aðhyllast einstaklingshyggju og óheft markaðskerfi. Líkt og frálshyggjumenn (‘libertarians’) hafna þeir öllum afskiptum ríkisvaldsins af gangi markaðarins. Þeir ganga hins vegar lengra en flestir frjálshyggjumenn og hafna einnig því hlutverki ríkisvaldsins að það setji lög, dæmi í dómsmálum, og haldi úti lögreglu og her til þess að vernda borgarana. Þeir telja að með frjálsum tryggingasamningum og einkafyrirtækjum sem sjái um öryggismál þá megi gera ríkisvaldið óþarft. Þessi tegund stjórnleysis hefur einnig verið nefnd anarco-kapítalismi og er David Friedman einn ötulasti talsmaður hennar. Hefur hann meðal annars rannsakað íslenska þjóðveldið til þess að rökstyðja hugmyndir sínar um lög og reglu án ríkisvalds.

Hægra stjórnleysi á mun fleira sameiginlegt með nýfrjálshyggju en með vinstra stjórnleysi. Segja má að ágreiningur þessara tveggja hópa stjórnleysingja snúist að miklu leyti um eðli valdsins. Hægri stjórnleysingjar líta á alla sameiginlega ákvarðanatöku, hversu lýðræðisleg sem hún annars kann að vera, sem kúgun meirihlutans á minnihlutanum. Þeir leggja áherslu á gildi einkaeignarréttarins en hafna hins vegar öllu tilkalli til þess að ríkisvaldið verji þann rétt. Þeir telja að óheftur kapítalismi á öllum sviðum sé eina siðlega stjórnarformið. Raunar er umdeilanlegt hvort hægra stjórnleysi flokkist strangt til tekið sem stjórnmálastefna. Kenningin fjallar nefnilega um það hvernig mannlegt samfélag getur komist af án stjórnmála, en í staðinn reitt sig alfarið á náttúrurétt og frjáls viðskipti. Ef til vill er nákvæmara að líta á kenninguna sem kenningu um lög.

Auk þessara tveggja póla vinstra- og hægra stjórnleysis er alþjóðakerfinu oft lýst sem kerfi stjórnleysis. Það er vegna þess að í alþjóðakerfinu er ekki til staðar neitt einstakt yfirþjóðlegt vald sambærilegt við það sem er til staðar innan ríkja. Alþjóðakerfið einkennist þannig að miklu leyti af samskiptum misöflugra ríkja sem haga sér með tilliti til hagsmuna sinna og styrkleika - þó alþjóðalög og yfirþjóðlegar stofnanir setji þeim vissulega ákveðnar skorður.

Heimildir:
  • Iain McLean (ritstj.) 1996. The Concise Oxford Dictionary of Politics. Oxford: Oxford University Press.
  • Gunnar Skirbekk og Nils Gilje 1999. Heimspekisaga. Reykjavík: Háskólaútgáfan.
  • Heimasíða David Friedman.

Höfundur

stjórnmálafræðingur

Útgáfudagur

15.10.2002

Spyrjandi

Sölvi Úlfsson
Bjarni Már Magnússon

Tilvísun

Hrafnkell Tjörvi Stefánsson. „Er anarkismi pólitísk stefna? Ef svo er, hvernig þá?“ Vísindavefurinn, 15. október 2002. Sótt 5. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=2783.

Hrafnkell Tjörvi Stefánsson. (2002, 15. október). Er anarkismi pólitísk stefna? Ef svo er, hvernig þá? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2783

Hrafnkell Tjörvi Stefánsson. „Er anarkismi pólitísk stefna? Ef svo er, hvernig þá?“ Vísindavefurinn. 15. okt. 2002. Vefsíða. 5. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2783>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er anarkismi pólitísk stefna? Ef svo er, hvernig þá?
Hugtakið anarkismi, eða stjórnleysisstefna, er í stjórnmálafræði notað yfir þá hugsjón að samfélagið geti, og skuli, stjórnast án miðstýrðs ríkisvalds. Stjórnleysi í þessum skilningi felur ekki í sér fullkomið skipulagsleysi eða upplausn, heldur hitt að skipulagið sé að öllu leyti sjálfsprottið. Þannig merkir gríska orðið an-arkos blátt áfram “án leiðtoga”.

Eitt af því sem einkennir stjórnleysisstefnuna er að innan hennar rúmast afar mótsagnakenndar hugmyndir. Stjórnleysingjar aðhyllast hugmyndafræði allt frá algerri sameignarstefnu til hinnar róttækustu einstaklingshyggju. Hugsjónin um hið sjálfsprottna skipulag og samfélag án ríkisvalds er í reynd það eina sem sameinar þá undir einum hatti. Skipta má anarkistum í tvo hópa, það er í vinstri og hægri stjórnleysingja.

Vinstri stjórnleysingjar sjá fyrir sér samfélag sem er fullkomlega laust við togstreituna á milli þeirra sem stjórna og hinna sem lúta valdinu. Markmið þeirra er stéttlaust samfélag þar sem grunneiningin er sambýlisform sem ekki er stærra en svo að hver maður hefur yfirsýn yfir alla aðra sem hann býr í félagi við. Með samvinnu byggðri á lýðræðislegum ákvörðunum taka allir einstaklingar hópsins þátt í stjórn sambýlisins. Samvinnan ræðst hins vegar á engan hátt af miðstjórnarvaldi eða markaðslögmálum. Hún sprettur þess í stað af sameiginlegum þörfum og skilningi einstaklinganna á hagsmunum sínum. Í sinni róttækustu mynd hafna vinstri stjórnleysingjar algjörlega réttinum til séreignar sem þeir líta á sem þjófnað.

Af þessu sést að vinstra stjórnleysi er náskylt marxisma. Ólíkt marxistum hafna vinstri stjórnleysingjar hins vegar hlutverki byltingarflokksins og þess alræðisvalds sem honum er ætlað. Þeir telja að aðferð marxista bjóði hættunni heim og muni þegar upp er staðið festa nýjar stéttaandstæður í sessi. Auk þessa hafna flestir vinstri stjórnleysingjar valdbeitingu en leggja þess í stað áherslu á umbætur í gegnum upplýsingu og fjöldasamtök almennings. Þekktasta hreyfing vinstri stjórnleysingja eru svokallaðir syndíkalistar en það voru róttæk samtök franskra verkalýðssinna í byrjun 20. aldar. Hafði sú hreyfing einnig nokkur áhrif í spænsku borgarastyrjöldinni.

Hægri stjórnleysingjar aðhyllast einstaklingshyggju og óheft markaðskerfi. Líkt og frálshyggjumenn (‘libertarians’) hafna þeir öllum afskiptum ríkisvaldsins af gangi markaðarins. Þeir ganga hins vegar lengra en flestir frjálshyggjumenn og hafna einnig því hlutverki ríkisvaldsins að það setji lög, dæmi í dómsmálum, og haldi úti lögreglu og her til þess að vernda borgarana. Þeir telja að með frjálsum tryggingasamningum og einkafyrirtækjum sem sjái um öryggismál þá megi gera ríkisvaldið óþarft. Þessi tegund stjórnleysis hefur einnig verið nefnd anarco-kapítalismi og er David Friedman einn ötulasti talsmaður hennar. Hefur hann meðal annars rannsakað íslenska þjóðveldið til þess að rökstyðja hugmyndir sínar um lög og reglu án ríkisvalds.

Hægra stjórnleysi á mun fleira sameiginlegt með nýfrjálshyggju en með vinstra stjórnleysi. Segja má að ágreiningur þessara tveggja hópa stjórnleysingja snúist að miklu leyti um eðli valdsins. Hægri stjórnleysingjar líta á alla sameiginlega ákvarðanatöku, hversu lýðræðisleg sem hún annars kann að vera, sem kúgun meirihlutans á minnihlutanum. Þeir leggja áherslu á gildi einkaeignarréttarins en hafna hins vegar öllu tilkalli til þess að ríkisvaldið verji þann rétt. Þeir telja að óheftur kapítalismi á öllum sviðum sé eina siðlega stjórnarformið. Raunar er umdeilanlegt hvort hægra stjórnleysi flokkist strangt til tekið sem stjórnmálastefna. Kenningin fjallar nefnilega um það hvernig mannlegt samfélag getur komist af án stjórnmála, en í staðinn reitt sig alfarið á náttúrurétt og frjáls viðskipti. Ef til vill er nákvæmara að líta á kenninguna sem kenningu um lög.

Auk þessara tveggja póla vinstra- og hægra stjórnleysis er alþjóðakerfinu oft lýst sem kerfi stjórnleysis. Það er vegna þess að í alþjóðakerfinu er ekki til staðar neitt einstakt yfirþjóðlegt vald sambærilegt við það sem er til staðar innan ríkja. Alþjóðakerfið einkennist þannig að miklu leyti af samskiptum misöflugra ríkja sem haga sér með tilliti til hagsmuna sinna og styrkleika - þó alþjóðalög og yfirþjóðlegar stofnanir setji þeim vissulega ákveðnar skorður.

Heimildir:
  • Iain McLean (ritstj.) 1996. The Concise Oxford Dictionary of Politics. Oxford: Oxford University Press.
  • Gunnar Skirbekk og Nils Gilje 1999. Heimspekisaga. Reykjavík: Háskólaútgáfan.
  • Heimasíða David Friedman.

...