Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hver er líkamlega erfiðasta íþrótt í heimi?

Ívar Daði Þorvaldsson

Þegar stórt er spurt er oft fátt um svör og ber að taka öllu því sem kemur hér á eftir með ákveðnum fyrirvara enda þetta svar einungis gert til gamans.

Mjög viðamikla rannsókn þyrfti til að skera úr um óyggjandi svar við ofangreindri spurningu. Spurningin þrengir þó töluvert það sem þyrfti að skoða. Hér þarf ekki að fjalla um andlegu hliðina en hún er einnig veigamikill þáttur af allri almennri þjálfun. Enn fremur skiptir ekki máli hve langan tíma þarf til að öðlast næga færni í viðkomandi íþrótt en það getur þó vissulega reynt á líkamlegu hliðina, jafnt sem hina andlegu.


Líkamlega erfiðasta íþrótt í heimi?

Með þetta í huga er athyglisvert að skoða grein ESPN um erfiðleikastig 60 íþróttagreina, allt frá boltaíþróttum til ballskákar (e. billiard) og dýfinga. Fengnir voru 8 sérfræðingar, að sögn ESPN, til að gefa íþróttunum einkunn á bilinu 1-10 með tilliti til ýmissa þátta. Þessir þættir eru eftirfarandi: þol, styrkur, hraði, snerpa, sveigjanleiki, hugrekki, ending, samspil handa og augna og að lokum hversu vel menn lesa leikinn. Tvenns konar styrkur kemur til sögunar, annars vegar almennur styrkur og hins vegar hve mikinn styrk unnt er að ná fram á sem stystum tíma. Endingin er svo hve mikið menn þola hið líkamlega álag sem fylgir íþróttaiðkuninni.

Aftur á móti sjá glöggir lesendur að hér koma ekki einungis fyrir þættir sem snúa að líkamlegu erfiði en hugrekki og lestur á leiknum snúa að hinum andlega hluta. En ef við horfum fram hjá því að sinni kemur í ljós að box er erfiðasta íþrótt í heimi. En ef við tökum burt þá tvo þætti sem snúa að andlegu hliðinni, þá kemst íshokkí upp í fyrsta sætið en boxið fer í annað sæti. Að sögn sérfræðinganna þarf minna hugrekki í íshokkíinu en meiri lesskilning en hlutföllin eru íshokkíinu í hag ef þessum þáttum er sleppt.


Fiskveiðar taka ekki eins mikið á.

Eins og áður segir er erfitt að segja með fullri vissu hvað er líkamlega erfiðasta íþrótt í heimi. Það sem einum finnst erfitt getur öðrum fundist létt, rétt eins og með tungumál. Léttara er fyrir Íslendinga að læra ensku en kínversku þar sem að enskan er stærri hluti af lífi okkar en kínverskan, auk þess sem uppruni enskunnar er nær uppruna íslenskunnar.

Á meðal annarra erfiðra íþrótta eru fótbolti, körfubolti og glíma en á botninum sitja svo fiskveiðar, ballskákin og skotfimi.

Heimild:

Myndir:

Höfundur

Ívar Daði Þorvaldsson

M.Sc. í hugbúnaðarverkfræði og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

8.8.2012

Spyrjandi

Hjördís Eiríksdóttir, Karen Sigurbjörnsdóttir

Tilvísun

Ívar Daði Þorvaldsson. „Hver er líkamlega erfiðasta íþrótt í heimi?“ Vísindavefurinn, 8. ágúst 2012. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=28180.

Ívar Daði Þorvaldsson. (2012, 8. ágúst). Hver er líkamlega erfiðasta íþrótt í heimi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=28180

Ívar Daði Þorvaldsson. „Hver er líkamlega erfiðasta íþrótt í heimi?“ Vísindavefurinn. 8. ágú. 2012. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=28180>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er líkamlega erfiðasta íþrótt í heimi?
Þegar stórt er spurt er oft fátt um svör og ber að taka öllu því sem kemur hér á eftir með ákveðnum fyrirvara enda þetta svar einungis gert til gamans.

Mjög viðamikla rannsókn þyrfti til að skera úr um óyggjandi svar við ofangreindri spurningu. Spurningin þrengir þó töluvert það sem þyrfti að skoða. Hér þarf ekki að fjalla um andlegu hliðina en hún er einnig veigamikill þáttur af allri almennri þjálfun. Enn fremur skiptir ekki máli hve langan tíma þarf til að öðlast næga færni í viðkomandi íþrótt en það getur þó vissulega reynt á líkamlegu hliðina, jafnt sem hina andlegu.


Líkamlega erfiðasta íþrótt í heimi?

Með þetta í huga er athyglisvert að skoða grein ESPN um erfiðleikastig 60 íþróttagreina, allt frá boltaíþróttum til ballskákar (e. billiard) og dýfinga. Fengnir voru 8 sérfræðingar, að sögn ESPN, til að gefa íþróttunum einkunn á bilinu 1-10 með tilliti til ýmissa þátta. Þessir þættir eru eftirfarandi: þol, styrkur, hraði, snerpa, sveigjanleiki, hugrekki, ending, samspil handa og augna og að lokum hversu vel menn lesa leikinn. Tvenns konar styrkur kemur til sögunar, annars vegar almennur styrkur og hins vegar hve mikinn styrk unnt er að ná fram á sem stystum tíma. Endingin er svo hve mikið menn þola hið líkamlega álag sem fylgir íþróttaiðkuninni.

Aftur á móti sjá glöggir lesendur að hér koma ekki einungis fyrir þættir sem snúa að líkamlegu erfiði en hugrekki og lestur á leiknum snúa að hinum andlega hluta. En ef við horfum fram hjá því að sinni kemur í ljós að box er erfiðasta íþrótt í heimi. En ef við tökum burt þá tvo þætti sem snúa að andlegu hliðinni, þá kemst íshokkí upp í fyrsta sætið en boxið fer í annað sæti. Að sögn sérfræðinganna þarf minna hugrekki í íshokkíinu en meiri lesskilning en hlutföllin eru íshokkíinu í hag ef þessum þáttum er sleppt.


Fiskveiðar taka ekki eins mikið á.

Eins og áður segir er erfitt að segja með fullri vissu hvað er líkamlega erfiðasta íþrótt í heimi. Það sem einum finnst erfitt getur öðrum fundist létt, rétt eins og með tungumál. Léttara er fyrir Íslendinga að læra ensku en kínversku þar sem að enskan er stærri hluti af lífi okkar en kínverskan, auk þess sem uppruni enskunnar er nær uppruna íslenskunnar.

Á meðal annarra erfiðra íþrótta eru fótbolti, körfubolti og glíma en á botninum sitja svo fiskveiðar, ballskákin og skotfimi.

Heimild:

Myndir:...