Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan kemur orðtakið "að koma út úr skápnum"?

Eyja Margrét Brynjarsdóttir



Íslenska orðtakið „að koma út úr skápnum” er einfaldlega þýðing úr ensku, „coming out of the closet,” og er notað yfir það þegar fólk sem af einhverjum ástæðum hefur talið sig þurfa að fela kynhneigð sína gerir hana opinbera. Á íslensku er líklega oftar talað um að koma „úr felum.”

Vegna fordóma í þjóðfélaginu hafa margir samkynhneigðir í gegnum tíðina talið ástæðu til að fela kynhneigð eða kynhegðun sína og hefur það verið kallað að vera í felum, eða á ensku „to be in the closet.” Þarna er hugmyndin um skáp notuð sem myndhverfing. Þótt viðkomandi sé ekki í bókstaflegri merkingu inni í skáp er hann eða hún að fela mikilvægan hluta tilfinningalífs síns fyrir öðrum. Líkt og fólk geymir hluti inni í skáp ef það vill ekki hafa þá fyrir augum gesta og gangandi er þarna verið að halda ákveðnum upplýsingum frá öðrum án þess að það komi fram á yfirborðinu.

Í ensku er skápslíkingin einnig notuð í öðru samhengi. Til dæmis er talað um beinagrind í skápnum, „skeleton in the closet” eða „skeleton in the cupboard”, og er þá átt við leyndarmál – yfirleitt af verri gerðinni – sem einstaklingur eða fjölskylda býr yfir.

Mynd: HB

Höfundur

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði

Útgáfudagur

30.10.2002

Spyrjandi

Eyrún Ösp Skúladóttir

Tilvísun

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Hvaðan kemur orðtakið "að koma út úr skápnum"?“ Vísindavefurinn, 30. október 2002, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2826.

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. (2002, 30. október). Hvaðan kemur orðtakið "að koma út úr skápnum"? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2826

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Hvaðan kemur orðtakið "að koma út úr skápnum"?“ Vísindavefurinn. 30. okt. 2002. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2826>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur orðtakið "að koma út úr skápnum"?


Íslenska orðtakið „að koma út úr skápnum” er einfaldlega þýðing úr ensku, „coming out of the closet,” og er notað yfir það þegar fólk sem af einhverjum ástæðum hefur talið sig þurfa að fela kynhneigð sína gerir hana opinbera. Á íslensku er líklega oftar talað um að koma „úr felum.”

Vegna fordóma í þjóðfélaginu hafa margir samkynhneigðir í gegnum tíðina talið ástæðu til að fela kynhneigð eða kynhegðun sína og hefur það verið kallað að vera í felum, eða á ensku „to be in the closet.” Þarna er hugmyndin um skáp notuð sem myndhverfing. Þótt viðkomandi sé ekki í bókstaflegri merkingu inni í skáp er hann eða hún að fela mikilvægan hluta tilfinningalífs síns fyrir öðrum. Líkt og fólk geymir hluti inni í skáp ef það vill ekki hafa þá fyrir augum gesta og gangandi er þarna verið að halda ákveðnum upplýsingum frá öðrum án þess að það komi fram á yfirborðinu.

Í ensku er skápslíkingin einnig notuð í öðru samhengi. Til dæmis er talað um beinagrind í skápnum, „skeleton in the closet” eða „skeleton in the cupboard”, og er þá átt við leyndarmál – yfirleitt af verri gerðinni – sem einstaklingur eða fjölskylda býr yfir.

Mynd: HB...