Sólin Sólin Rís 10:50 • sest 15:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:07 • Sest 03:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:25 í Reykjavík

Hvernig er hægt að vita hvort maður er ástfanginn eða ekki?

JGÞ

Ef maður er ástfanginn af einhverjum, þá er maður hrifinn af honum og elskar hann kannski. Það er hins vegar ekki hægt að fá staðfestingu hjá neinum öðrum á þeim tilfinningum - nema maður hafi þær í raun og veru. Aðalatriðið er að við erum líklega ástfangin ef okkur finnst við vera það! En það getur enginn sagt okkur hvort við séum ástfangin eða ekki - og haft rétt fyrir sér - nema við séum því sammála.

Þörfin og hæfileikinn til að vera ástfangin er okkur eðlislægur. Þessi hæfileiki mótast að miklu leyti í frumtengslum okkar við umönnunaraðila. Fræðimenn tala stundum um tengsl barns og foreldris eða umönnunaraðila sem fyrstu ástina. Í svari Sigrúnar Júlíusdóttur við spurningunni Af hverju verðum við ástfangin? segir þetta:
Þessi frumtengsl eru undirstaðan fyrir hæfni einstaklings til að geta myndað náin tengsl, notið og sýnt fölskvalaust traust til annarra síðar meir, en í því felst líka að geta tekið við og tjáð ást og kærleika.
Fólk á öllum aldri getur orðið ástfangið og það er í raun eðlilegt fyrir allar heilbrigðar manneskjur að þrá endurtekningu frumástarinnar. Börn geta laðast sterkt að vinum og vinkonum og þess háttar viðkvæm tengsl á barns- og unglingsárum of eru nátengd því að verða ástafangin. Á kynþroskaaldrinum eykst síðan næmi og þörf fyrir náin kynferðisleg tengsl. Þá getur stundum verið erfitt að grein á milli hvað er tilfinningaleg ást og hvað er kynferðislegt.

Við bendum lesendum á að kynna sér ýtarlegt svar Sigrúnar við spurningunni Af hverju verðum við ástfangin? en þetta svar byggir einmitt á því.

Frekara lesefni:

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

4.2.2009

Spyrjandi

Elísa Björt Guðjónsdóttir, Guðmundur Karel Haraldsson, f. 1997, Jónína Björk Bogadóttir, f. 1995, Sylvía Oddný Arnardóttir, f. 1994, Guðríður Jana Ósk Arnarsdóttir, f. 1995

Tilvísun

JGÞ. „Hvernig er hægt að vita hvort maður er ástfanginn eða ekki?“ Vísindavefurinn, 4. febrúar 2009. Sótt 3. desember 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=28359.

JGÞ. (2009, 4. febrúar). Hvernig er hægt að vita hvort maður er ástfanginn eða ekki? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=28359

JGÞ. „Hvernig er hægt að vita hvort maður er ástfanginn eða ekki?“ Vísindavefurinn. 4. feb. 2009. Vefsíða. 3. des. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=28359>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig er hægt að vita hvort maður er ástfanginn eða ekki?
Ef maður er ástfanginn af einhverjum, þá er maður hrifinn af honum og elskar hann kannski. Það er hins vegar ekki hægt að fá staðfestingu hjá neinum öðrum á þeim tilfinningum - nema maður hafi þær í raun og veru. Aðalatriðið er að við erum líklega ástfangin ef okkur finnst við vera það! En það getur enginn sagt okkur hvort við séum ástfangin eða ekki - og haft rétt fyrir sér - nema við séum því sammála.

Þörfin og hæfileikinn til að vera ástfangin er okkur eðlislægur. Þessi hæfileiki mótast að miklu leyti í frumtengslum okkar við umönnunaraðila. Fræðimenn tala stundum um tengsl barns og foreldris eða umönnunaraðila sem fyrstu ástina. Í svari Sigrúnar Júlíusdóttur við spurningunni Af hverju verðum við ástfangin? segir þetta:
Þessi frumtengsl eru undirstaðan fyrir hæfni einstaklings til að geta myndað náin tengsl, notið og sýnt fölskvalaust traust til annarra síðar meir, en í því felst líka að geta tekið við og tjáð ást og kærleika.
Fólk á öllum aldri getur orðið ástfangið og það er í raun eðlilegt fyrir allar heilbrigðar manneskjur að þrá endurtekningu frumástarinnar. Börn geta laðast sterkt að vinum og vinkonum og þess háttar viðkvæm tengsl á barns- og unglingsárum of eru nátengd því að verða ástafangin. Á kynþroskaaldrinum eykst síðan næmi og þörf fyrir náin kynferðisleg tengsl. Þá getur stundum verið erfitt að grein á milli hvað er tilfinningaleg ást og hvað er kynferðislegt.

Við bendum lesendum á að kynna sér ýtarlegt svar Sigrúnar við spurningunni Af hverju verðum við ástfangin? en þetta svar byggir einmitt á því.

Frekara lesefni:

Mynd:...