Sólin Sólin Rís 03:55 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:59 • Sest 03:37 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:27 • Síðdegis: 16:57 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 23:06 í Reykjavík

Hvernig verða frumuskiptingar í klónaðri mannveru? Verða færri frumur í klónaðri mannveru?

Guðmundur EggertssonVið klónun er kjarni fjarlægður úr eggfrumu og í staðinn látinn kjarni úr annarri frumu, ef til vill úr öðrum einstaklingi. Ein helsta forsenda þess að klónun takist er að frumuskiptingar séu eðlilegar allt frá upphafi fósturþroskunar. Í tilraunum með klónun dýra virðist hins vegar oft verða misbrestur á þessu með þeim afleiðingum að fósturþroskun stöðvast eða brenglast.

Það eru reyndar ekki einungis frumuskiptingarnar sjálfar sem þurfa að vera eðlilegar heldur líka sú sérhæfing frumna sem á sér stað eftir því sem fóstrið vex og þroskast. Komið hefur í ljós að meðal klónaðra dýrafóstra sem ná fæðingaraldri er allmikið um þroskunargalla af ýmsu tagi. En það eru líka dæmi um klónuð dýr sem virðast alheilbrigð.

Menn hafa ekki enn verið klónaðir, að minnsta kosti ekki svo vitað sé. Klónun manna er að flestra dómi allt of áhættusöm auk þess sem ýmis siðfræðileg rök mæla gegn henni. En fæðist einhvern tíma og vaxi upp alheilbrigður klónaður maður yrði hann ekkert frábrugðinn öðrum mönnum hvað frumuskiptingar, frumusérhæfingu og frumufjölda snertir. Frá líffræðilegu sjónarhorni yrði hann eins og aðrir menn.

Skoðið einnig svar sama höfundar við spurningunni Hvað er einræktun? og svar Bryndísar Valsdóttur við spurningunni Hverjir eru kostir og gallar klónunar?

Mynd: HB

Höfundur

Guðmundur Eggertsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

11.11.2002

Spyrjandi

Jónína, Kjartan og Gylfi
8. bekk Flúðaskóla

Efnisorð

Tilvísun

Guðmundur Eggertsson. „Hvernig verða frumuskiptingar í klónaðri mannveru? Verða færri frumur í klónaðri mannveru?“ Vísindavefurinn, 11. nóvember 2002. Sótt 20. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2846.

Guðmundur Eggertsson. (2002, 11. nóvember). Hvernig verða frumuskiptingar í klónaðri mannveru? Verða færri frumur í klónaðri mannveru? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2846

Guðmundur Eggertsson. „Hvernig verða frumuskiptingar í klónaðri mannveru? Verða færri frumur í klónaðri mannveru?“ Vísindavefurinn. 11. nóv. 2002. Vefsíða. 20. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2846>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig verða frumuskiptingar í klónaðri mannveru? Verða færri frumur í klónaðri mannveru?


Við klónun er kjarni fjarlægður úr eggfrumu og í staðinn látinn kjarni úr annarri frumu, ef til vill úr öðrum einstaklingi. Ein helsta forsenda þess að klónun takist er að frumuskiptingar séu eðlilegar allt frá upphafi fósturþroskunar. Í tilraunum með klónun dýra virðist hins vegar oft verða misbrestur á þessu með þeim afleiðingum að fósturþroskun stöðvast eða brenglast.

Það eru reyndar ekki einungis frumuskiptingarnar sjálfar sem þurfa að vera eðlilegar heldur líka sú sérhæfing frumna sem á sér stað eftir því sem fóstrið vex og þroskast. Komið hefur í ljós að meðal klónaðra dýrafóstra sem ná fæðingaraldri er allmikið um þroskunargalla af ýmsu tagi. En það eru líka dæmi um klónuð dýr sem virðast alheilbrigð.

Menn hafa ekki enn verið klónaðir, að minnsta kosti ekki svo vitað sé. Klónun manna er að flestra dómi allt of áhættusöm auk þess sem ýmis siðfræðileg rök mæla gegn henni. En fæðist einhvern tíma og vaxi upp alheilbrigður klónaður maður yrði hann ekkert frábrugðinn öðrum mönnum hvað frumuskiptingar, frumusérhæfingu og frumufjölda snertir. Frá líffræðilegu sjónarhorni yrði hann eins og aðrir menn.

Skoðið einnig svar sama höfundar við spurningunni Hvað er einræktun? og svar Bryndísar Valsdóttur við spurningunni Hverjir eru kostir og gallar klónunar?

Mynd: HB...