Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað felst í umritun og afritun gena?Áður en lengra er haldið má benda á að gott er að lesa svar sama höfundar við spurningunni Hvað er DNA og RNA og hvert er hlutverk þeirra?

Umritun á við það þegar erfðaefnið (DNA) er notað sem mót við nýmyndun RNA sameinda. DNA keðja gens er tvíþátta og við umritun er tekið RNA umrit af öðrum þættinum. Þannig eru öll gen umrituð og þannig mynda frumur allt sitt RNA. Flestar RNA sameindirnar eru síðan notaðar sem mót við röðun amínósýra í peptíðkeðjur prótína.

Orðið afritun hefur stundum verið notað um það ferli sem oftar er nefnt eftirmyndun. Þá er átt við þá nýmyndun DNA sameinda sem fer fram í hverri frumukynslóð. Orðið afritun er gott og gilt orð en það er keimlíkt orðinu umritun og mönnum hættir til að rugla þeim saman.

Hafa verður í huga að DNA og RNA eru líkar sameindir og það er ekki óeðlilegt þótt sagt sé að við umritun sé tekið RNA afrit af DNA sameindum eða að þær séu afritaðar sem RNA. En þá er verið að nota orðið afritun um umritunina!

Til þess að forðast allan misskilning er því heppilegra að nota orðið eftirmyndun um nýmyndun DNA sameinda.

Mynd: WIRED News

Útgáfudagur

13.11.2002

Spyrjandi

Jón Þráinsson

Höfundur

Guðmundur Eggertsson

prófessor emeritus

Tilvísun

Guðmundur Eggertsson. „Hvað felst í umritun og afritun gena?“ Vísindavefurinn, 13. nóvember 2002. Sótt 20. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=2856.

Guðmundur Eggertsson. (2002, 13. nóvember). Hvað felst í umritun og afritun gena? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2856

Guðmundur Eggertsson. „Hvað felst í umritun og afritun gena?“ Vísindavefurinn. 13. nóv. 2002. Vefsíða. 20. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2856>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Ingibjörg Gunnarsdóttir

1974

Ingibjörg Gunnarsdóttir er prófessor í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og forstöðumaður Rannsóknastofu í næringarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala. Ingibjörg hefur rannsakað áhrif næringar á meðgöngu á heilsu móður og tengsl næringar og vaxtar fyrstu ár ævinnar við heilsu allt fram á fullorðins ár.