Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna geta þrjár heilar tölur í röð ekki verið allar frumtölur?

Ástæðan fyrir þessu liggur í að eina slétta frumtalan er 2. Við munum að frumtölurnar eru þær heilu tölur sem eru stærri en 1, og má aðeins skrifa sem margfeldi af 1 og sjálfri sér. Þannig er 2 frumtala, og 3 líka, en ekki 4 af því hún er jöfn 2∙2. Allar sléttar tölur má skrifa á forminu 2∙n, þar sem n er heil tala, og því getur slík tala aðeins verið frumtala þegar n er 1.

Segjum nú að okkur séu gefnar þrjár heilar tölur í röð. Þá er ljóst að ein eða tvær þeirra eru sléttar, því allar heilar tölur eru annað hvort sléttar eða oddatölur. Ef tvær þeirra eru sléttar, þá er önnur þeirra ekki frumtala, svo það getur ekki staðist. Hinn möguleikinn er að aðeins ein þeirra sé slétt, og hún er þá jöfn 2. Tölurnar okkar eru því 1, 2 og 3. En þó 3 sé frumtala er 1 það ekki. Hér höfum við rekist á mótsögn, og því er ómögulegt að finna þrjár svona tölur.

Frumtölurnar eru vinsælt fyrirspurnarefni á Vísindavefnum, enda hafa þær vakið forvitni fólks í mörg þúsund ár. Hægt er að lesa meira um þær í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Er 1 prímtala? Ef ekki, þá hvers vegna? og Hver er hæsta frumtalan? Einnig má finna frekari fróðleik í svari Rögnvalds G. Möllers við spurningunni Til hvers notum við frumtölur?

Útgáfudagur

3.7.2008

Spyrjandi

Hólmfríður Brynja Heimisdóttir

Höfundur

Gunnar Þór Magnússon

stærðfræðingur

Tilvísun

Gunnar Þór Magnússon. „Hvers vegna geta þrjár heilar tölur í röð ekki verið allar frumtölur?“ Vísindavefurinn, 3. júlí 2008. Sótt 17. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=28607.

Gunnar Þór Magnússon. (2008, 3. júlí). Hvers vegna geta þrjár heilar tölur í röð ekki verið allar frumtölur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=28607

Gunnar Þór Magnússon. „Hvers vegna geta þrjár heilar tölur í röð ekki verið allar frumtölur?“ Vísindavefurinn. 3. júl. 2008. Vefsíða. 17. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=28607>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Halldór G. Svavarsson

1966

Halldór G. Svavarsson er dósent við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Rannsóknaviðfangsefni Halldórs hafa spannað vítt svið, frá steinsteypu og keramik til smáþörunga og örtækni. Halldór hefur þar að auki æft karate í 35 ár og var um tíma landsliðsþjálfari í greininni.