Sólin Sólin Rís 07:11 • sest 19:58 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 07:25 • Sest 01:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:46 • Síðdegis: 21:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:37 • Síðdegis: 14:53 í Reykjavík

Af hverju fylgja litlar kísilkúlur í hvítum pokum oft með hlutum eins og til dæmis kíkjum?

Halldór Svavarsson

Hvítu kúlurnar eru rakadræg efni sem hindra rakamyndun í nálægu rými. Slík þurrkefni eru oft sett í umbúðir með tækjum og hlutum sem eru viðkvæm fyrir raka, til dæmis nákvæmum mælitækjum eða tólum sem vatn gæti tært. Stundum eru efni af þessu tagi sett í ílát með matvælum. Raki er þar óæskilegur því hann skapar skilyrði fyrir sveppa- og örveruvöxt.

Þurrkefnin eru mjög gljúp sem jafnframt þýðir að þau hafa mjög hátt sértækt yfirborðsflatarmál, það er mikið flatarmál á hvert gramm efnis, allt að 800 m2/g. Eitt algengasta þurrkefnið er kísilgel (e. silica gel, einnig kallað kísiloxíð á íslensku) sem er samband kísils og súrefnis. Sameindaformúla þess er SiO2. Kísilgel er bæði ódýrt og hættulítið. Vatnsgufa sem leikur um þurrkefnið binst við yfirborð þess.

Hér sést kísilgel með litvísi við mismunandi rakamettun (10-90% mettun). Litir eru breytilegir eftir því hvaða tegund litarefnis er notað.

Til að auðvelda meðhöndlun eru þurrkefnin oft framleidd sem grófkorna duft eða litlar kúlur. Þurrkefnin eru síðan sett í litla poka sem hleypa lofti og raka mjög auðveldlega í gegnum sig. Oft er svonefndum litvísum blandað við þurrkefnin en þeir hafa þá eiginleika að breyta um lit þegar þeir ganga í samband við vatn. Litvísirinn breytir þá jafnt og þétt um lit eftir því sem rakamettun eykst (sjá mynd).

Yfirleitt má endurnýta mettað þurrkefni ásamt litvísinum með því að hita það nokkra stund við hitastig rétt yfir suðumarki vatns (100°C). Við það gufar ásogað vatn upp og þurrkefnið öðlast sína upprunalegu rakadrægni.

Myndir:

Höfundur

Halldór Svavarsson

dósent við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík

Útgáfudagur

9.1.2014

Spyrjandi

Magnús Örn Sigurðsson

Tilvísun

Halldór Svavarsson. „Af hverju fylgja litlar kísilkúlur í hvítum pokum oft með hlutum eins og til dæmis kíkjum?“ Vísindavefurinn, 9. janúar 2014. Sótt 25. mars 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=28611.

Halldór Svavarsson. (2014, 9. janúar). Af hverju fylgja litlar kísilkúlur í hvítum pokum oft með hlutum eins og til dæmis kíkjum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=28611

Halldór Svavarsson. „Af hverju fylgja litlar kísilkúlur í hvítum pokum oft með hlutum eins og til dæmis kíkjum?“ Vísindavefurinn. 9. jan. 2014. Vefsíða. 25. mar. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=28611>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju fylgja litlar kísilkúlur í hvítum pokum oft með hlutum eins og til dæmis kíkjum?
Hvítu kúlurnar eru rakadræg efni sem hindra rakamyndun í nálægu rými. Slík þurrkefni eru oft sett í umbúðir með tækjum og hlutum sem eru viðkvæm fyrir raka, til dæmis nákvæmum mælitækjum eða tólum sem vatn gæti tært. Stundum eru efni af þessu tagi sett í ílát með matvælum. Raki er þar óæskilegur því hann skapar skilyrði fyrir sveppa- og örveruvöxt.

Þurrkefnin eru mjög gljúp sem jafnframt þýðir að þau hafa mjög hátt sértækt yfirborðsflatarmál, það er mikið flatarmál á hvert gramm efnis, allt að 800 m2/g. Eitt algengasta þurrkefnið er kísilgel (e. silica gel, einnig kallað kísiloxíð á íslensku) sem er samband kísils og súrefnis. Sameindaformúla þess er SiO2. Kísilgel er bæði ódýrt og hættulítið. Vatnsgufa sem leikur um þurrkefnið binst við yfirborð þess.

Hér sést kísilgel með litvísi við mismunandi rakamettun (10-90% mettun). Litir eru breytilegir eftir því hvaða tegund litarefnis er notað.

Til að auðvelda meðhöndlun eru þurrkefnin oft framleidd sem grófkorna duft eða litlar kúlur. Þurrkefnin eru síðan sett í litla poka sem hleypa lofti og raka mjög auðveldlega í gegnum sig. Oft er svonefndum litvísum blandað við þurrkefnin en þeir hafa þá eiginleika að breyta um lit þegar þeir ganga í samband við vatn. Litvísirinn breytir þá jafnt og þétt um lit eftir því sem rakamettun eykst (sjá mynd).

Yfirleitt má endurnýta mettað þurrkefni ásamt litvísinum með því að hita það nokkra stund við hitastig rétt yfir suðumarki vatns (100°C). Við það gufar ásogað vatn upp og þurrkefnið öðlast sína upprunalegu rakadrægni.

Myndir:

...