Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Ef vinur minn selur mér sál sína er hann þá sálarlaus?

Ritstjórn Vísindavefsins

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Ef vinur minn selur mér sál sína gegn greiðslu og við gerum með okkur skriflegan samning/afsal, er hann þá sálarlaus?
Eins og venja er á Vísindavefnum þótti viðeigandi að leita álits sérfræðings til að svara þessu brýna álitaefni. Einhverra hluta vegna vísuðu sálfræðiskor Háskóla Íslands og Sálarrannsóknafélagið okkur kurteislega á dyr þegar við bárum spurninguna undir þau. Við urðum þá fyrir því happi að rekast á mann sem sagðist vera helsti sérfræðingur heims um sálarsölu. Hér á eftir fer álit þessa sérfræðings, Skramba S. Áran, sem hann veitti okkur á skrifstofu sinni meðan við mauluðum djöflatertu sem hann kvaðst hafa bakað sjálfur.
Ég hef verið í þessum bissnes mjög lengi og hef aflað mér töluverðrar reynslu. Ég get fullyrt það að þið finnið engan reyndari í sálarkaupum. Verst þykir mér hvað umfjöllun um fyrirtæki mitt hefur yfirleitt verið neikvæð. Þar kenni ég helst um rógburði um einn viðskiptavina minna, doktor Fást, sem fór af stað vegna öfundar samkeppnisaðila. Þetta kom sér mjög illa fyrir viðskiptin hjá mér og ég þurfti að eyða mikilli vinnu í að koma mér upp jákvæðari ímynd. Það hefur smám saman orðið auðveldara með framförum í auglýsingagerð og almannatengslum en þó verð ég iðulega fyrir söguburði enn þann dag í dag.

Ef þessi spyrjandi þarna á Vísindavefnum hefur í hyggju að kaupa sál vinar síns þá vil ég benda honum á að hann er engan veginn samkeppnisfær við fyrirtæki mitt og að vinur hans fengi miklu meira út úr því að selja mér sálina. Hins vegar hef ég augun alltaf opin fyrir efnilegum lærlingum og get boðið spyrjandanum starf á einni af umboðsskrifstofum mínum sem ég rek í flestum betri verslunarmiðstöðvum.

En fyrst spurning hans um þetta með lagalegan eignarrétt á sálinni virðist einlæg get ég svo sem svarað henni: Þegar ég kaupi sál geri ég seljandanum það ljóst með viðeigandi samningi að sálin verður mín eign og ég sé til dæmis um að greiða af henni fasteignagjöld og annað slíkt. Hins vegar gerum við jafnframt ævilangan leigusamning þannig að seljandinn hefur full afnot af sálinni til dauðadags svo lengi sem hann fylgir þeim reglum sem ég set um sálarafnot. Hann er því ekki sálarlaus frekar en fólk sem leigir sér húsnæði er húsnæðislaust. Þetta hefur yfirleitt gengið snurðulaust fyrir sig að undanskildum Sæmundi nokkrum sem sýndi því miður reglum mínum litla virðingu.

Ég vil nota tækifærið og minna á að ólíkt sumum ónefndum sáluhjálparstofnunum borga ég viðskiptavinum mínum út kaupverðið strax í stað þess að gefa óljós loforð um sæluvist einhvern tíma í ókominni framtíð. Það hljóta allir að sjá í hendi sér að það margborgar sig að skipta við mig. Ég fylgi að sjálfsögðu þeirri stefnu að mismuna ekki viðskiptavinum vegna kyns, aldurs, litarháttar, þjóðernis eða kynhneigðar.

Ég er svo með ýmsar hugmyndir um að færa út kvíarnar í náinni framtíð og hef af því tilefni ákveðið að bjóða til sölu hlutabréf í fyrirtæki mínu sem eiga sjálfsagt eftir að margskila sér. Ég hef mikinn hug á samvinnu við stórfyrirtæki eins og Baug og MacDonalds, til dæmis þannig að viðskiptavinir mínir fengju afslátt hjá þessum fyrirtækjum, en bíð enn eftir svari frá þessum aðilum. Einnig hefði ég mikinn áhuga á að kaupa Háskóla Íslands eins og hann leggur sig, eða í það minnsta Vísindavefinn.
Þegar hér var komið sögu fór einhver undarlegur hrollur um ritstjórnarmeðlimi, þrátt fyrir ofvirka kyndingu í húsakynnum Skramba, og ákváðum við að hafa okkur á brott hið snarasta.

Mynd: HB

Útgáfudagur

15.11.2002

Spyrjandi

N.N.

Efnisorð

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Ef vinur minn selur mér sál sína er hann þá sálarlaus?“ Vísindavefurinn, 15. nóvember 2002. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2866.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2002, 15. nóvember). Ef vinur minn selur mér sál sína er hann þá sálarlaus? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2866

Ritstjórn Vísindavefsins. „Ef vinur minn selur mér sál sína er hann þá sálarlaus?“ Vísindavefurinn. 15. nóv. 2002. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2866>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Ef vinur minn selur mér sál sína er hann þá sálarlaus?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Ef vinur minn selur mér sál sína gegn greiðslu og við gerum með okkur skriflegan samning/afsal, er hann þá sálarlaus?
Eins og venja er á Vísindavefnum þótti viðeigandi að leita álits sérfræðings til að svara þessu brýna álitaefni. Einhverra hluta vegna vísuðu sálfræðiskor Háskóla Íslands og Sálarrannsóknafélagið okkur kurteislega á dyr þegar við bárum spurninguna undir þau. Við urðum þá fyrir því happi að rekast á mann sem sagðist vera helsti sérfræðingur heims um sálarsölu. Hér á eftir fer álit þessa sérfræðings, Skramba S. Áran, sem hann veitti okkur á skrifstofu sinni meðan við mauluðum djöflatertu sem hann kvaðst hafa bakað sjálfur.
Ég hef verið í þessum bissnes mjög lengi og hef aflað mér töluverðrar reynslu. Ég get fullyrt það að þið finnið engan reyndari í sálarkaupum. Verst þykir mér hvað umfjöllun um fyrirtæki mitt hefur yfirleitt verið neikvæð. Þar kenni ég helst um rógburði um einn viðskiptavina minna, doktor Fást, sem fór af stað vegna öfundar samkeppnisaðila. Þetta kom sér mjög illa fyrir viðskiptin hjá mér og ég þurfti að eyða mikilli vinnu í að koma mér upp jákvæðari ímynd. Það hefur smám saman orðið auðveldara með framförum í auglýsingagerð og almannatengslum en þó verð ég iðulega fyrir söguburði enn þann dag í dag.

Ef þessi spyrjandi þarna á Vísindavefnum hefur í hyggju að kaupa sál vinar síns þá vil ég benda honum á að hann er engan veginn samkeppnisfær við fyrirtæki mitt og að vinur hans fengi miklu meira út úr því að selja mér sálina. Hins vegar hef ég augun alltaf opin fyrir efnilegum lærlingum og get boðið spyrjandanum starf á einni af umboðsskrifstofum mínum sem ég rek í flestum betri verslunarmiðstöðvum.

En fyrst spurning hans um þetta með lagalegan eignarrétt á sálinni virðist einlæg get ég svo sem svarað henni: Þegar ég kaupi sál geri ég seljandanum það ljóst með viðeigandi samningi að sálin verður mín eign og ég sé til dæmis um að greiða af henni fasteignagjöld og annað slíkt. Hins vegar gerum við jafnframt ævilangan leigusamning þannig að seljandinn hefur full afnot af sálinni til dauðadags svo lengi sem hann fylgir þeim reglum sem ég set um sálarafnot. Hann er því ekki sálarlaus frekar en fólk sem leigir sér húsnæði er húsnæðislaust. Þetta hefur yfirleitt gengið snurðulaust fyrir sig að undanskildum Sæmundi nokkrum sem sýndi því miður reglum mínum litla virðingu.

Ég vil nota tækifærið og minna á að ólíkt sumum ónefndum sáluhjálparstofnunum borga ég viðskiptavinum mínum út kaupverðið strax í stað þess að gefa óljós loforð um sæluvist einhvern tíma í ókominni framtíð. Það hljóta allir að sjá í hendi sér að það margborgar sig að skipta við mig. Ég fylgi að sjálfsögðu þeirri stefnu að mismuna ekki viðskiptavinum vegna kyns, aldurs, litarháttar, þjóðernis eða kynhneigðar.

Ég er svo með ýmsar hugmyndir um að færa út kvíarnar í náinni framtíð og hef af því tilefni ákveðið að bjóða til sölu hlutabréf í fyrirtæki mínu sem eiga sjálfsagt eftir að margskila sér. Ég hef mikinn hug á samvinnu við stórfyrirtæki eins og Baug og MacDonalds, til dæmis þannig að viðskiptavinir mínir fengju afslátt hjá þessum fyrirtækjum, en bíð enn eftir svari frá þessum aðilum. Einnig hefði ég mikinn áhuga á að kaupa Háskóla Íslands eins og hann leggur sig, eða í það minnsta Vísindavefinn.
Þegar hér var komið sögu fór einhver undarlegur hrollur um ritstjórnarmeðlimi, þrátt fyrir ofvirka kyndingu í húsakynnum Skramba, og ákváðum við að hafa okkur á brott hið snarasta.

Mynd: HB...