Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 04:24 • Sest 14:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:18 • Síðdegis: 21:34 í Reykjavík

Hvers vegna geta grjótskriður runnið upp í móti?

Sigurður Steinþórsson

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:
Hver er skýringin á því að grjótskriður (rock avalance) renna oft langt fram og jafnvel upp í móti, samanber Steinholtshlaupið og Vatnsdalshóla?
Framhlaup af þessu tagi eru „hamfara-atburðir“ þar sem geysileg orka leysist úr læðingi á örskömmum tíma. Menn eru ekki sammála um einstök framhlaup, það er hvort um sé að ræða jökulurðir frá hvilftarjöklum sem myndast hafa á löngum tíma, þiðnaða grjótjökla (ís „mettaður af grjóti“) eða eiginleg framhlaup. Þó telja flestir nú að Vatnsdalshólar hafa myndast við framhlaup, þar sem heilt fjall eða fjallshlíð féll niður í dalinn. Fyrrum var talið að framhlaupið sem myndaði hólana hefði fallið niður á jökul, sem auðveldað hefði framrás þess, en nú mun talið að þeir hafi myndast eftir ísöld (sjá svar við spurningunni Hvernig mynduðust Vatnsdalshólar? eftir Höskuld Búa Jónsson).

Steinsholtshlaupið sem féll þann 15. janúar 1967 og Guðmundur Kjartansson lýsti skömmu eftir atburðinn (Jökull 17) er einnig dæmi um framhlaup þar sem bergfylla hrynur í einu vetfangi.

Bergfyllan sem hleypur fram molnar við fallið þannig að vatnsósa flaumur af stórgrýti og minna grjóti, mylsnu og leir þeytist fram með miklum hraða. Skriðþunginn er því mikill, og falli skriðan niður í þröngan dal getur hún hæglega farið þvert yfir hann og upp í hlíðina andspænis.

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

18.11.2002

Spyrjandi

Björn Oddsson

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvers vegna geta grjótskriður runnið upp í móti? “ Vísindavefurinn, 18. nóvember 2002. Sótt 8. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=2871.

Sigurður Steinþórsson. (2002, 18. nóvember). Hvers vegna geta grjótskriður runnið upp í móti? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2871

Sigurður Steinþórsson. „Hvers vegna geta grjótskriður runnið upp í móti? “ Vísindavefurinn. 18. nóv. 2002. Vefsíða. 8. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2871>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna geta grjótskriður runnið upp í móti?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:

Hver er skýringin á því að grjótskriður (rock avalance) renna oft langt fram og jafnvel upp í móti, samanber Steinholtshlaupið og Vatnsdalshóla?
Framhlaup af þessu tagi eru „hamfara-atburðir“ þar sem geysileg orka leysist úr læðingi á örskömmum tíma. Menn eru ekki sammála um einstök framhlaup, það er hvort um sé að ræða jökulurðir frá hvilftarjöklum sem myndast hafa á löngum tíma, þiðnaða grjótjökla (ís „mettaður af grjóti“) eða eiginleg framhlaup. Þó telja flestir nú að Vatnsdalshólar hafa myndast við framhlaup, þar sem heilt fjall eða fjallshlíð féll niður í dalinn. Fyrrum var talið að framhlaupið sem myndaði hólana hefði fallið niður á jökul, sem auðveldað hefði framrás þess, en nú mun talið að þeir hafi myndast eftir ísöld (sjá svar við spurningunni Hvernig mynduðust Vatnsdalshólar? eftir Höskuld Búa Jónsson).

Steinsholtshlaupið sem féll þann 15. janúar 1967 og Guðmundur Kjartansson lýsti skömmu eftir atburðinn (Jökull 17) er einnig dæmi um framhlaup þar sem bergfylla hrynur í einu vetfangi.

Bergfyllan sem hleypur fram molnar við fallið þannig að vatnsósa flaumur af stórgrýti og minna grjóti, mylsnu og leir þeytist fram með miklum hraða. Skriðþunginn er því mikill, og falli skriðan niður í þröngan dal getur hún hæglega farið þvert yfir hann og upp í hlíðina andspænis. ...