Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver á hálendi Íslands og hvers vegna?

Jón Elvar Guðmundsson

Hálendi Íslands er ekki hugtak sem skilgreint er í lögum. Gert er ráð fyrir því að spyrjandi eigi við um það landsvæði á Íslandi sem ekki er innan einkaeignarlanda neinna einstaklinga eða félaga.

Sé hálendið skilgreint þannig þá er svarið eftirfarandi: Samkvæmt 2. gr. laga nr. 58/1998 um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta er íslenska ríkið eigandi lands og hvers kyns landsréttinda og hlunninda í þjóðlendum sem ekki eru háð einkaeignarrétti. Forsætisráðherra fer með forræðið fyrir ríkið.

Ástæðan fyrir þessu eignarhaldi ríkisins er sú að fyrir því var pólitískur vilji að Alþingi samþykkti fyrrnefnd lög nr. 58/1998 sem færðu ríkinu eignarhald yfir hálendinu. Þetta var gert í kjölfar dóma Hæstaréttar og mikilla umræðna. Þann 28. desember 1981 var í Hæstarétti kveðinn upp dómur þar sem sem rétturinn tók eftirfarandi fram:
Alþingi hefur ekki sett lög um þetta efni, þó að það hefði verið eðlileg leið til að fá ákvörðun handhafa ríkisvalds um málefnið.
Rétturinn tók því þá afstöðu að ríkið hefði ekki beinan eignarrétt að því landsvæði sem um var deilt, það hefði ekki eignast það við stofnun allsherjarríkis, það hefði ekki eignast það fyrir hefð og eignarréttartilkall ríkisins ætti sér ekki stoð í skráðum réttarreglum auk þess sem það yrði ekki reist á almennum lagarökum og lagaviðhorfum.

Eftir að þessi niðurstaða réttarins lá fyrir voru hafin störf á vegum ríkisins sem leiddu til þess að frumvarp til laga sem loks urðu lög nr. 58/1998 var lagt fram á þingi.

Ástæðan fyrir eignarhaldinu í hnotskurn er því vilji löggjafans.

Heimild:
  • Þingskjal nr. 598, 122. lþ. 367. mál.

Höfundur

héraðsdómslögmaður (hdl.)

Útgáfudagur

19.11.2002

Spyrjandi

Gizur Sigurðsson

Tilvísun

Jón Elvar Guðmundsson. „Hver á hálendi Íslands og hvers vegna?“ Vísindavefurinn, 19. nóvember 2002, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2873.

Jón Elvar Guðmundsson. (2002, 19. nóvember). Hver á hálendi Íslands og hvers vegna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2873

Jón Elvar Guðmundsson. „Hver á hálendi Íslands og hvers vegna?“ Vísindavefurinn. 19. nóv. 2002. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2873>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver á hálendi Íslands og hvers vegna?
Hálendi Íslands er ekki hugtak sem skilgreint er í lögum. Gert er ráð fyrir því að spyrjandi eigi við um það landsvæði á Íslandi sem ekki er innan einkaeignarlanda neinna einstaklinga eða félaga.

Sé hálendið skilgreint þannig þá er svarið eftirfarandi: Samkvæmt 2. gr. laga nr. 58/1998 um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta er íslenska ríkið eigandi lands og hvers kyns landsréttinda og hlunninda í þjóðlendum sem ekki eru háð einkaeignarrétti. Forsætisráðherra fer með forræðið fyrir ríkið.

Ástæðan fyrir þessu eignarhaldi ríkisins er sú að fyrir því var pólitískur vilji að Alþingi samþykkti fyrrnefnd lög nr. 58/1998 sem færðu ríkinu eignarhald yfir hálendinu. Þetta var gert í kjölfar dóma Hæstaréttar og mikilla umræðna. Þann 28. desember 1981 var í Hæstarétti kveðinn upp dómur þar sem sem rétturinn tók eftirfarandi fram:
Alþingi hefur ekki sett lög um þetta efni, þó að það hefði verið eðlileg leið til að fá ákvörðun handhafa ríkisvalds um málefnið.
Rétturinn tók því þá afstöðu að ríkið hefði ekki beinan eignarrétt að því landsvæði sem um var deilt, það hefði ekki eignast það við stofnun allsherjarríkis, það hefði ekki eignast það fyrir hefð og eignarréttartilkall ríkisins ætti sér ekki stoð í skráðum réttarreglum auk þess sem það yrði ekki reist á almennum lagarökum og lagaviðhorfum.

Eftir að þessi niðurstaða réttarins lá fyrir voru hafin störf á vegum ríkisins sem leiddu til þess að frumvarp til laga sem loks urðu lög nr. 58/1998 var lagt fram á þingi.

Ástæðan fyrir eignarhaldinu í hnotskurn er því vilji löggjafans.

Heimild:
  • Þingskjal nr. 598, 122. lþ. 367. mál.

...