Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Er hraðinn í þróun tölvutækninnar kominn á ljóshraða? Hvað svo eftir það?

Kristján Leósson

Þessi spurning er engan veginn ástæðulaus. Hraði í þróun tölvutækni er oft sagður fylgja lögmáli Moores, sem nefnt er eftir Gordon Moore, einum af stofnendum örgjörvafyrirtækisins Intel. Hann spáði því að taka mundi fastan tíma að tvöfalda afköst tölvubúnaðar. Þróunin hefur fylgt þessari spá nokkuð vel og afl örgjörva (fjöldi smára á flögu) hefur tvöfaldast á tæplega þriggja ára fresti síðustu 25 árin. Slík tvöföldun á tilteknu tímabili er sams konar aukning og það sem kallað hefur verið veldisvöxtur eða vísisvöxtur (exponential growth) og leiðir til sífellt meiri vaxtarhraða. Þess konar vöxtur getur af ýmsum ástæðum yfirleitt ekki haldið áfram takmarkalaust í veruleikanum.



Þróun á örflaga síðustu 40 árin, smellið á myndina til að stækka hana

Þó að enn sé rúm fyrir framfarir á mörgum sviðum tölvutækninnar er því ljóst að þróun af þessu tagi getur ekki haldið áfram endalaust og líklegt er að hægja muni á framförunum eftir 10 til 15 ár. Eftir það veit enginn hvað tekur við. Mikil rannsóknarvinna hefur verið lögð í að finna einhverja nýja tegund tölvutækni sem gæti komið í staðinn en sú leit hefur enn lítinn árangur borið. Mestar líkur eru á að tölvuiðnaðurinn nái einhvers konar jafnvægi eftir 10 til 15 ár, þannig að sjálfur örgjörvinn verði ekki stærri eða hraðvirkari frá ári til árs heldur verði lagt meira í hvers konar aukabúnað, betri forrit og svo framvegis.

Frekara lesefni af Vîsindavefnum:

Frekara lesefni:
    Kristján Leósson, "Frá rafeindum til rökrása: Vangaveltur um tölvutækni fortíðar og framtíðar." Hjá Þorsteini Vilhjálmssyni (ritstj.), Undur Veraldar: Greinasafn um raunvísindi fyrir almenning. Reykjavík: Mál og menning, 1998, bls. 159-182.

Höfundur

Kristján Leósson

eðlisverkfræðingur

Útgáfudagur

25.3.2000

Spyrjandi

Sigfríð Þórisdóttir

Tilvísun

Kristján Leósson. „Er hraðinn í þróun tölvutækninnar kominn á ljóshraða? Hvað svo eftir það?“ Vísindavefurinn, 25. mars 2000. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=288.

Kristján Leósson. (2000, 25. mars). Er hraðinn í þróun tölvutækninnar kominn á ljóshraða? Hvað svo eftir það? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=288

Kristján Leósson. „Er hraðinn í þróun tölvutækninnar kominn á ljóshraða? Hvað svo eftir það?“ Vísindavefurinn. 25. mar. 2000. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=288>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hraðinn í þróun tölvutækninnar kominn á ljóshraða? Hvað svo eftir það?
Þessi spurning er engan veginn ástæðulaus. Hraði í þróun tölvutækni er oft sagður fylgja lögmáli Moores, sem nefnt er eftir Gordon Moore, einum af stofnendum örgjörvafyrirtækisins Intel. Hann spáði því að taka mundi fastan tíma að tvöfalda afköst tölvubúnaðar. Þróunin hefur fylgt þessari spá nokkuð vel og afl örgjörva (fjöldi smára á flögu) hefur tvöfaldast á tæplega þriggja ára fresti síðustu 25 árin. Slík tvöföldun á tilteknu tímabili er sams konar aukning og það sem kallað hefur verið veldisvöxtur eða vísisvöxtur (exponential growth) og leiðir til sífellt meiri vaxtarhraða. Þess konar vöxtur getur af ýmsum ástæðum yfirleitt ekki haldið áfram takmarkalaust í veruleikanum.



Þróun á örflaga síðustu 40 árin, smellið á myndina til að stækka hana

Þó að enn sé rúm fyrir framfarir á mörgum sviðum tölvutækninnar er því ljóst að þróun af þessu tagi getur ekki haldið áfram endalaust og líklegt er að hægja muni á framförunum eftir 10 til 15 ár. Eftir það veit enginn hvað tekur við. Mikil rannsóknarvinna hefur verið lögð í að finna einhverja nýja tegund tölvutækni sem gæti komið í staðinn en sú leit hefur enn lítinn árangur borið. Mestar líkur eru á að tölvuiðnaðurinn nái einhvers konar jafnvægi eftir 10 til 15 ár, þannig að sjálfur örgjörvinn verði ekki stærri eða hraðvirkari frá ári til árs heldur verði lagt meira í hvers konar aukabúnað, betri forrit og svo framvegis.

Frekara lesefni af Vîsindavefnum:

Frekara lesefni:
    Kristján Leósson, "Frá rafeindum til rökrása: Vangaveltur um tölvutækni fortíðar og framtíðar." Hjá Þorsteini Vilhjálmssyni (ritstj.), Undur Veraldar: Greinasafn um raunvísindi fyrir almenning. Reykjavík: Mál og menning, 1998, bls. 159-182.

...