Sólin Sólin Rís 03:58 • sest 22:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:24 • Sest 03:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:47 • Síðdegis: 16:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:07 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Hvert er elsta knattspyrnufélag í heimi?

Röskva Vigfúsdóttir og UÁ

Elsta fótboltalið í heimi er hið enska Sheffield FC sem var stofnað 24. október árið 1857 í Sheffieldborg. Sheffield FC hafði mikil áhrif á þróun knattspyrnunnar og meðal nýjunga sem félagar þess tóku upp og reyndust farsælar, má nefna hornspyrnur, aukaspyrnur og þverslár – áður hafði aðeins verið strengt reipi, eða borði límdur á milli stanganna.

Sheffield FC var mikill áhrifavaldur í stofnun enska knattspyrnusambandsins (FA, The Football Association) og frumkvöðull í að samræma reglur fótboltans sem höfðu verið mjög staðbundnar langt fram eftir 19. öld á Englandi. Reglubók félagsins er sú elsta í heiminum. Fyrir þetta mikilvæga hlutverk var félagið heiðrað árið 2004 af FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandinu, í tilefni af aldarafmæli sambandsins.

Félagið tók virkan þátt í að útbreiða knattspyrnuíþróttina upp úr miðri 19. öld, og ferðaðist um Bretland til að leika á móti öðrum nýstofnuðum liðum. Árið 1875 hélt Sheffield til Lundúna og mætti London City, í fyrsta leiknum milli borgarliða. Mikla kátínu vakti meðal áhorfenda í höfuðborginni að leikmenn Sheffield skyldu nota höfuðið og skalla boltann – þar var á ferð enn ein nýjungin sem Sheffield gerði að sjálfsögðum hlut í fótbolta.

Þegar tíðkast fór á Englandi að leikmenn fengju greitt fyrir að spila fótbolta í lok 19. aldar, ákvað Sheffield FC að halda sem fastast í hugsjón áhugamennskunnar. Það þýddi hins vegar að vegur félagsins fór hnignandi og þegar enska deildin var sett á fót árið 1888, var Sheffield FC hvergi nærri. Liðið hefur alla tíð haldið sig í utandeildinni og í vetur (2008-2009) leikur það í UniBond-deildarkeppninni í syðri hluta 1. deildar. Stærsta stund Sheffield FC rann upp árið 1904, þegar félagið vann áhugamannabikarinn, FA Amateur Cup. Í kjölfar þess að félagið eignaðist sinn eigin leikvang í fyrsta sinn árið 2001, hefur stefnan svo verið tekin upp á við og nú eru liðsmenn þess hálfatvinnumenn og hafa knattspyrnuiðkun að hlutastarfi. En þótt frami liðsins hafi hingað til ekki verið mikill á velli, á það öruggan sess í sögu knattspyrnunnar.

Elsta atvinnumannafélagið, og um leið það elsta í ensku knattspyrnudeildinni, er Notts County frá Nottingham-borg, sem stofnað var formlega 7. desember 1864. Notts County hafði starfað óformlega frá árinu 1862 og rekur upphaf sitt til þess árs. Keppnistímabilið 2008-2009 leikur liðið í 2. kókdeildinni (Coca-Cola League 2), fjórðu efstu deildinni í Englandi.

Nú eru tvö atvinnumannalið í borginni Sheffield, Sheffield United og Sheffield Wednesday. Fyrsti leikur Sheffield FC var veturinn 1864-1865 við Notts County.

Elsta félagið í Skotlandi er Queen’s Park, stofnað þann 9. júlí 1867. Queen’s Park hefur, líkt og Sheffield FC, haldið tryggð við áhugamennskuna, en það hefur ekki komið í veg fyrir að félagið keppi við atvinnumennina. Keppnistímabilið 2008-2009 leikur Queen’s Park í þriðju efstu deild í Skotlandi, Irn-Bru League Division 2.

Hér er hægt að komast inn á heimasíður nokkurra fótboltafélaga sem nefnd eru í svarinu:

Á vefsíðu Kens Aston, History of the Game Football (skoðað 20.11.2002), má lesa um uppruna fótboltans og upphafsár ensku knattspyrnunnar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd:Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Höfundar

grunnskólanemi í Laugarnesskóla

Útgáfudagur

20.11.2002

Spyrjandi

Ívar Pétursson, f. 1986

Tilvísun

Röskva Vigfúsdóttir og UÁ. „Hvert er elsta knattspyrnufélag í heimi?“ Vísindavefurinn, 20. nóvember 2002. Sótt 19. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2882.

Röskva Vigfúsdóttir og UÁ. (2002, 20. nóvember). Hvert er elsta knattspyrnufélag í heimi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2882

Röskva Vigfúsdóttir og UÁ. „Hvert er elsta knattspyrnufélag í heimi?“ Vísindavefurinn. 20. nóv. 2002. Vefsíða. 19. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2882>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvert er elsta knattspyrnufélag í heimi?
Elsta fótboltalið í heimi er hið enska Sheffield FC sem var stofnað 24. október árið 1857 í Sheffieldborg. Sheffield FC hafði mikil áhrif á þróun knattspyrnunnar og meðal nýjunga sem félagar þess tóku upp og reyndust farsælar, má nefna hornspyrnur, aukaspyrnur og þverslár – áður hafði aðeins verið strengt reipi, eða borði límdur á milli stanganna.

Sheffield FC var mikill áhrifavaldur í stofnun enska knattspyrnusambandsins (FA, The Football Association) og frumkvöðull í að samræma reglur fótboltans sem höfðu verið mjög staðbundnar langt fram eftir 19. öld á Englandi. Reglubók félagsins er sú elsta í heiminum. Fyrir þetta mikilvæga hlutverk var félagið heiðrað árið 2004 af FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandinu, í tilefni af aldarafmæli sambandsins.

Félagið tók virkan þátt í að útbreiða knattspyrnuíþróttina upp úr miðri 19. öld, og ferðaðist um Bretland til að leika á móti öðrum nýstofnuðum liðum. Árið 1875 hélt Sheffield til Lundúna og mætti London City, í fyrsta leiknum milli borgarliða. Mikla kátínu vakti meðal áhorfenda í höfuðborginni að leikmenn Sheffield skyldu nota höfuðið og skalla boltann – þar var á ferð enn ein nýjungin sem Sheffield gerði að sjálfsögðum hlut í fótbolta.

Þegar tíðkast fór á Englandi að leikmenn fengju greitt fyrir að spila fótbolta í lok 19. aldar, ákvað Sheffield FC að halda sem fastast í hugsjón áhugamennskunnar. Það þýddi hins vegar að vegur félagsins fór hnignandi og þegar enska deildin var sett á fót árið 1888, var Sheffield FC hvergi nærri. Liðið hefur alla tíð haldið sig í utandeildinni og í vetur (2008-2009) leikur það í UniBond-deildarkeppninni í syðri hluta 1. deildar. Stærsta stund Sheffield FC rann upp árið 1904, þegar félagið vann áhugamannabikarinn, FA Amateur Cup. Í kjölfar þess að félagið eignaðist sinn eigin leikvang í fyrsta sinn árið 2001, hefur stefnan svo verið tekin upp á við og nú eru liðsmenn þess hálfatvinnumenn og hafa knattspyrnuiðkun að hlutastarfi. En þótt frami liðsins hafi hingað til ekki verið mikill á velli, á það öruggan sess í sögu knattspyrnunnar.

Elsta atvinnumannafélagið, og um leið það elsta í ensku knattspyrnudeildinni, er Notts County frá Nottingham-borg, sem stofnað var formlega 7. desember 1864. Notts County hafði starfað óformlega frá árinu 1862 og rekur upphaf sitt til þess árs. Keppnistímabilið 2008-2009 leikur liðið í 2. kókdeildinni (Coca-Cola League 2), fjórðu efstu deildinni í Englandi.

Nú eru tvö atvinnumannalið í borginni Sheffield, Sheffield United og Sheffield Wednesday. Fyrsti leikur Sheffield FC var veturinn 1864-1865 við Notts County.

Elsta félagið í Skotlandi er Queen’s Park, stofnað þann 9. júlí 1867. Queen’s Park hefur, líkt og Sheffield FC, haldið tryggð við áhugamennskuna, en það hefur ekki komið í veg fyrir að félagið keppi við atvinnumennina. Keppnistímabilið 2008-2009 leikur Queen’s Park í þriðju efstu deild í Skotlandi, Irn-Bru League Division 2.

Hér er hægt að komast inn á heimasíður nokkurra fótboltafélaga sem nefnd eru í svarinu:

Á vefsíðu Kens Aston, History of the Game Football (skoðað 20.11.2002), má lesa um uppruna fótboltans og upphafsár ensku knattspyrnunnar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd:Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

...