Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvað eru mörg fótboltalandslið í heiminum?

Þorsteinn Gunnar Jónsson

Þegar þetta er skrifað eru 208 landslið karla á skrá hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu (FIFA). Þar af eru 46 í undirsambandi FIFA í Asíu, 53 í Afríku, 10 í Suður-Ameríku, 11 í Eyjaálfu, 53 í Evrópu, og í Norður-Ameríku, Mið-Ameríku, og Karíbahafinu eru samtals 40 landslið á skrá. Fimm þeirra síðastnefndu tilheyra þó ekki FIFA: Franska Gvæjana, Gvadelúpeyjar, Martiník og tvö lið eyjunnar Sankti Marteins.


Stuðningsmenn brasilíska landsliðsins.

Til eru fleiri landslið, en þar sem þau eru ekki meðlimir í FIFA er þeim óheimilt að taka þátt í heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Nokkur landslið sem áður voru meðlimir í FIFA hafa nú lagt upp laupana sökum þess að ríkin sem þau spiluðu fyrir eru ekki lengur til. Þetta eru lið Tékkóslóvakíu, Austur-Þýskalands, Saar, Suður-Víetnam, Suður-Jemen, Sovétríkjanna og Júgóslavíu.

Samkvæmt heimasíðu FIFA eru 129 kvennalandslið í knattspyrnu á styrkleikalista sambandsins, en eflaust eru þó fleiri starfandi.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2006.

Höfundur

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

6.7.2006

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Þorsteinn Gunnar Jónsson. „Hvað eru mörg fótboltalandslið í heiminum?“ Vísindavefurinn, 6. júlí 2006. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6050.

Þorsteinn Gunnar Jónsson. (2006, 6. júlí). Hvað eru mörg fótboltalandslið í heiminum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6050

Þorsteinn Gunnar Jónsson. „Hvað eru mörg fótboltalandslið í heiminum?“ Vísindavefurinn. 6. júl. 2006. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6050>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru mörg fótboltalandslið í heiminum?
Þegar þetta er skrifað eru 208 landslið karla á skrá hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu (FIFA). Þar af eru 46 í undirsambandi FIFA í Asíu, 53 í Afríku, 10 í Suður-Ameríku, 11 í Eyjaálfu, 53 í Evrópu, og í Norður-Ameríku, Mið-Ameríku, og Karíbahafinu eru samtals 40 landslið á skrá. Fimm þeirra síðastnefndu tilheyra þó ekki FIFA: Franska Gvæjana, Gvadelúpeyjar, Martiník og tvö lið eyjunnar Sankti Marteins.


Stuðningsmenn brasilíska landsliðsins.

Til eru fleiri landslið, en þar sem þau eru ekki meðlimir í FIFA er þeim óheimilt að taka þátt í heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Nokkur landslið sem áður voru meðlimir í FIFA hafa nú lagt upp laupana sökum þess að ríkin sem þau spiluðu fyrir eru ekki lengur til. Þetta eru lið Tékkóslóvakíu, Austur-Þýskalands, Saar, Suður-Víetnam, Suður-Jemen, Sovétríkjanna og Júgóslavíu.

Samkvæmt heimasíðu FIFA eru 129 kvennalandslið í knattspyrnu á styrkleikalista sambandsins, en eflaust eru þó fleiri starfandi.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2006....