Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver þýddi Faðirvorið yfir á íslensku?

Einar Sigurbjörnsson (1944-2019)

Faðirvorið er á tveim stöðum í Nýja testamentinu, annars vegar í Matteusarguðspjalli, 6. kapítula, versum 9 – 13, og hins vegar í Lúkasarguðspjalli, 11. kapítula, versum 2 – 4. Það er nokkur munur á bænunum en það er útgáfan í Matteusarguðspjallli sem hefur verið bæn kristinna manna frá ómunatíð.

Samkvæmt lagareglum á miðöldum áttu allir kristnir menn að kunna Faðirvorið og allt bendir til þess að mönnum hafi verið kennt það á móðurmáli þeirra og þess vegna hafi það snemma verið þýtt á íslensku. Elsta útgáfa bænarinnar á því máli er að líkindum útgáfan í Hómilíubókinni sem er frá því á 13. öld og þar er bænin á þessa leið:
Faðir vor, er ert á himnum.

Helgist nafn þitt.

Til komi ríki þitt.

Verði vilji þinn svo sem á himni og á jörðu.

Brauð vort hversdagslegt gefðu oss í dag.

Fyrirgefðu oss skuldir órar (=vorar) svo sem og vér fyrirgefum skulderum órum.

Og eigi leið þú oss í freistni, heldur leys þú oss frá illu.

(Sjá Íslensk hómilíubók – Fornar stólræður. Reykjavík (Hið íslenska bókmenntafélag) 1993, s. 45—48).
Bænin er auk þessa til í nokkrum myndum í ýmsum handritum en texti hennar er hvarvetna mjög svipaður þessum. Nýja testamentið var síðan gefið út í heild árið 1540 í þýðingu Odds Gottskálkssonar og þar birtist Faðirvorið í Matteusarguðspjalli nánast í þeirri mynd sem við nútímamenn notum það.

Það er með öðrum orðum ekki hægt að nafngreina þá sem hafa þýtt Faðirvorið á íslensku utan Odd Gottskálksson. Hann byggði þýðingu sína sýnilega á eldri heimildum, því að það er ekki mikill vandi að sjá skyldleika þeirrar myndar Faðirvorsins sem við þekkjum það í við þá mynd sem birtist í Íslenskri hómilíubók.

Stefán Karlsson handritafræðingur hefur skrifað grein þar sem hann gerir nákvæma grein fyrir útgáfu Faðirvorsins á íslensku: „Drottinleg bæn á móðurmáli.“ Í Ritröð Guðfræðistofnunar – Studia theologica islandica 4: Biblíuþýðingar í sögu og samtíð. Reykjavík (Guðfræðistofnun Háskóla Íslands) 1990, s. 145 – 174.

Mynd: HB

Höfundur

Einar Sigurbjörnsson (1944-2019)

prófessor í guðfræði við HÍ

Útgáfudagur

21.11.2002

Spyrjandi

Sóley Þórðardóttir

Tilvísun

Einar Sigurbjörnsson (1944-2019). „Hver þýddi Faðirvorið yfir á íslensku?“ Vísindavefurinn, 21. nóvember 2002, sótt 6. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2890.

Einar Sigurbjörnsson (1944-2019). (2002, 21. nóvember). Hver þýddi Faðirvorið yfir á íslensku? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2890

Einar Sigurbjörnsson (1944-2019). „Hver þýddi Faðirvorið yfir á íslensku?“ Vísindavefurinn. 21. nóv. 2002. Vefsíða. 6. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2890>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver þýddi Faðirvorið yfir á íslensku?
Faðirvorið er á tveim stöðum í Nýja testamentinu, annars vegar í Matteusarguðspjalli, 6. kapítula, versum 9 – 13, og hins vegar í Lúkasarguðspjalli, 11. kapítula, versum 2 – 4. Það er nokkur munur á bænunum en það er útgáfan í Matteusarguðspjallli sem hefur verið bæn kristinna manna frá ómunatíð.

Samkvæmt lagareglum á miðöldum áttu allir kristnir menn að kunna Faðirvorið og allt bendir til þess að mönnum hafi verið kennt það á móðurmáli þeirra og þess vegna hafi það snemma verið þýtt á íslensku. Elsta útgáfa bænarinnar á því máli er að líkindum útgáfan í Hómilíubókinni sem er frá því á 13. öld og þar er bænin á þessa leið:
Faðir vor, er ert á himnum.

Helgist nafn þitt.

Til komi ríki þitt.

Verði vilji þinn svo sem á himni og á jörðu.

Brauð vort hversdagslegt gefðu oss í dag.

Fyrirgefðu oss skuldir órar (=vorar) svo sem og vér fyrirgefum skulderum órum.

Og eigi leið þú oss í freistni, heldur leys þú oss frá illu.

(Sjá Íslensk hómilíubók – Fornar stólræður. Reykjavík (Hið íslenska bókmenntafélag) 1993, s. 45—48).
Bænin er auk þessa til í nokkrum myndum í ýmsum handritum en texti hennar er hvarvetna mjög svipaður þessum. Nýja testamentið var síðan gefið út í heild árið 1540 í þýðingu Odds Gottskálkssonar og þar birtist Faðirvorið í Matteusarguðspjalli nánast í þeirri mynd sem við nútímamenn notum það.

Það er með öðrum orðum ekki hægt að nafngreina þá sem hafa þýtt Faðirvorið á íslensku utan Odd Gottskálksson. Hann byggði þýðingu sína sýnilega á eldri heimildum, því að það er ekki mikill vandi að sjá skyldleika þeirrar myndar Faðirvorsins sem við þekkjum það í við þá mynd sem birtist í Íslenskri hómilíubók.

Stefán Karlsson handritafræðingur hefur skrifað grein þar sem hann gerir nákvæma grein fyrir útgáfu Faðirvorsins á íslensku: „Drottinleg bæn á móðurmáli.“ Í Ritröð Guðfræðistofnunar – Studia theologica islandica 4: Biblíuþýðingar í sögu og samtíð. Reykjavík (Guðfræðistofnun Háskóla Íslands) 1990, s. 145 – 174.

Mynd: HB...