Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hverjar voru meginstoðir kristins helgihalds á fyrstu öldum kristni á Íslandi?

Hjalti Hugason

Meginstoðir kristins helgihalds í landinu frá upphafi og fram á fyrstu áratugi 20. aldar voru sóknarkirkjurnar og heimilin. Þegar litið er yfir trúarlífið í landinu má því tala um kirkjuguðrækni og heimilisguðrækni.[1] Þannig hefur það líklega verið lengst af í kristnum heimi. Heimilin gegndu þó viðameira hlutverki hér heldur en víða annars staðar, sökum fámennis, strjálbýlis og erfiðra samgangna. Í þéttbýlli löndum komu skólar inn sem þriðja stoðin en tengsl kirkju og skóla voru lengi vel sterk. Hér komu almenningsskólar ekki til sögunnar fyrr en eftir 1880.

Þyngdarpunktur kirkjuguðrækninnar var guðsþjónustan í sóknarkirkjunni. Húslesturinn á heimilunum á helgum dögum árið um kring og á hverjum degi yfir veturinn var á hinn bóginn hryggsúlan í heimilisguðrækninni þegar hún hafði náð fullum þroska. Hann hefur þó ekki náð þeirri stöðu fyrr en eftir að læsi komst á og þá einkum á 18. öld. Þangað til hefur heimilisguðræknin falist í lestri bænaversa og sálmasöng.

Grafarkirkja á Höfðaströnd er með elstu húsum landsins. Ekki er nákvæmlega vitað hversu gömul hún er en saga hennar nær að minnsta kosti aftur til seinni hluta 17. aldar.

Fyrst í stað hefur kirkjuguðræknin verið drottnandi, hvernig sem þátttöku almennings í henni hefur verið háttað. Þegar kristni hafði náð að festa rætur meðal þjóðarinnar tók heimilisguðræknin smám saman að gegna veigameira hlutverki. Elstu fyrirmæli um heimilisguðrækni hér á landi eru eignuð Jóni Ögmundssyni fyrsta biskupinum á Hólum á öndverðri 12. öld:

Hann bauð at menn skyldu hafa, hverr í sínu herbergi [húsi], mark ins helga kross til gæzlu sjálfum sér. Ok þegar er maðrinn vaknaði, þá skyldi hann signa sik ok syngja fyrst Credo in Deum ok segja svá trú sína almáttkum Guði ok ganga svá síðan allan daginn vápnaður með marki heilags kross, því er hann merkði sik með þegar er hann vaknaði, en taka aldregi svá mat eða svefn eða drykk at maðr signdi sik eigi áðr. Hann bauð hverjum manni at kunna Pater noster ok Credo in Deum ok minnask sjau sinnum tíða sinna á hverjum degi, en syngja skylduliga hvert kveld áðr hann sofnaði Credo in Deum (ok) Pater noster. [2]

Hér er að sönnu um ótrausta heimild um stefnumótun að ræða sem segir ekkert um framkvæmd. Líklegt er þó að heimilisguðræknin hafi samanstaðið af lestri utan að lærðra bæna og signingum. Sterk innri tengsl hafi líka verið milli hennar og kirkjuguðrækninnar eins og kemur fram í helgitextunum sem fólk átti að kunna og taka undir í messunni, trúarjátningunni (Credo in Deum) og Faðir vor (Pater noster).

Á síðari öldum myndaði heimilisguðræknin líklega uppistöðuna í guðrækni þjóðarinnar meðan kirkjuguðræknin þjónaði sem rammi um hana. Heimilisguðræknin leystist að verulegu leyti upp beggja vegna við aldamótin 1900. Kirkjuguðræknin stóð þá höllum fæti og kom ekki í hennar stað. Veldur það því að trúarmenning okkar hefur verið fremur veik upp fá því.

Tilvísanir:
  1. ^ Sjá Hjalti Hugason, „Kristnir trúarhættir“, Íslensk þjóðmenning V, ritstj. Frosti F. Jóhannsson, Reykjavík: Þjóðsaga, 1988, bls. 75–339, hér 77–79, 292–294.
  2. ^ „Jóns saga ins helga“, Biskupa sögur I, síðari hluti, Sigurgeir Steingrímsson, Ólafur Halldórsson og Peter Foot gáfu út, Íslenzk forrit XV, ritstj. Jónas Kristjánsson, Reykjavik: Hið íslenzka fornritafélag, 2003, bls. 173–316, hér 208–209.

Mynd:

Höfundur

Hjalti Hugason

prófessor emeritus í guðfræði við HÍ

Útgáfudagur

5.4.2023

Spyrjandi

Helga

Tilvísun

Hjalti Hugason. „Hverjar voru meginstoðir kristins helgihalds á fyrstu öldum kristni á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 5. apríl 2023. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=84815.

Hjalti Hugason. (2023, 5. apríl). Hverjar voru meginstoðir kristins helgihalds á fyrstu öldum kristni á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=84815

Hjalti Hugason. „Hverjar voru meginstoðir kristins helgihalds á fyrstu öldum kristni á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 5. apr. 2023. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=84815>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hverjar voru meginstoðir kristins helgihalds á fyrstu öldum kristni á Íslandi?
Meginstoðir kristins helgihalds í landinu frá upphafi og fram á fyrstu áratugi 20. aldar voru sóknarkirkjurnar og heimilin. Þegar litið er yfir trúarlífið í landinu má því tala um kirkjuguðrækni og heimilisguðrækni.[1] Þannig hefur það líklega verið lengst af í kristnum heimi. Heimilin gegndu þó viðameira hlutverki hér heldur en víða annars staðar, sökum fámennis, strjálbýlis og erfiðra samgangna. Í þéttbýlli löndum komu skólar inn sem þriðja stoðin en tengsl kirkju og skóla voru lengi vel sterk. Hér komu almenningsskólar ekki til sögunnar fyrr en eftir 1880.

Þyngdarpunktur kirkjuguðrækninnar var guðsþjónustan í sóknarkirkjunni. Húslesturinn á heimilunum á helgum dögum árið um kring og á hverjum degi yfir veturinn var á hinn bóginn hryggsúlan í heimilisguðrækninni þegar hún hafði náð fullum þroska. Hann hefur þó ekki náð þeirri stöðu fyrr en eftir að læsi komst á og þá einkum á 18. öld. Þangað til hefur heimilisguðræknin falist í lestri bænaversa og sálmasöng.

Grafarkirkja á Höfðaströnd er með elstu húsum landsins. Ekki er nákvæmlega vitað hversu gömul hún er en saga hennar nær að minnsta kosti aftur til seinni hluta 17. aldar.

Fyrst í stað hefur kirkjuguðræknin verið drottnandi, hvernig sem þátttöku almennings í henni hefur verið háttað. Þegar kristni hafði náð að festa rætur meðal þjóðarinnar tók heimilisguðræknin smám saman að gegna veigameira hlutverki. Elstu fyrirmæli um heimilisguðrækni hér á landi eru eignuð Jóni Ögmundssyni fyrsta biskupinum á Hólum á öndverðri 12. öld:

Hann bauð at menn skyldu hafa, hverr í sínu herbergi [húsi], mark ins helga kross til gæzlu sjálfum sér. Ok þegar er maðrinn vaknaði, þá skyldi hann signa sik ok syngja fyrst Credo in Deum ok segja svá trú sína almáttkum Guði ok ganga svá síðan allan daginn vápnaður með marki heilags kross, því er hann merkði sik með þegar er hann vaknaði, en taka aldregi svá mat eða svefn eða drykk at maðr signdi sik eigi áðr. Hann bauð hverjum manni at kunna Pater noster ok Credo in Deum ok minnask sjau sinnum tíða sinna á hverjum degi, en syngja skylduliga hvert kveld áðr hann sofnaði Credo in Deum (ok) Pater noster. [2]

Hér er að sönnu um ótrausta heimild um stefnumótun að ræða sem segir ekkert um framkvæmd. Líklegt er þó að heimilisguðræknin hafi samanstaðið af lestri utan að lærðra bæna og signingum. Sterk innri tengsl hafi líka verið milli hennar og kirkjuguðrækninnar eins og kemur fram í helgitextunum sem fólk átti að kunna og taka undir í messunni, trúarjátningunni (Credo in Deum) og Faðir vor (Pater noster).

Á síðari öldum myndaði heimilisguðræknin líklega uppistöðuna í guðrækni þjóðarinnar meðan kirkjuguðræknin þjónaði sem rammi um hana. Heimilisguðræknin leystist að verulegu leyti upp beggja vegna við aldamótin 1900. Kirkjuguðræknin stóð þá höllum fæti og kom ekki í hennar stað. Veldur það því að trúarmenning okkar hefur verið fremur veik upp fá því.

Tilvísanir:
  1. ^ Sjá Hjalti Hugason, „Kristnir trúarhættir“, Íslensk þjóðmenning V, ritstj. Frosti F. Jóhannsson, Reykjavík: Þjóðsaga, 1988, bls. 75–339, hér 77–79, 292–294.
  2. ^ „Jóns saga ins helga“, Biskupa sögur I, síðari hluti, Sigurgeir Steingrímsson, Ólafur Halldórsson og Peter Foot gáfu út, Íslenzk forrit XV, ritstj. Jónas Kristjánsson, Reykjavik: Hið íslenzka fornritafélag, 2003, bls. 173–316, hér 208–209.

Mynd:

...