Sólin Sólin Rís 09:41 • sest 16:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:23 • Sest 25:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:41 • sest 16:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:23 • Sest 25:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna byrjaði kristin trú svona seint á Íslandi?

Hjalti Hugason

Kristni kom fyrst upp meðal fátæks almúgafólks á afskekktum stað í rómverksa keisaradæminu. Það tók trúna því nokkuð langan tíma að ná útbreiðslu. Rétt fyrir 400 var hún þó orðin það útbreidd að keisarinn gerði hana að ríkistrú. Um þetta leyti tók hún líka að breiðast út um Norður-Evrópu en á næstu öldum gengu miklar breytingar yfir vegna þess að margar þjóðir fluttu milli landa. Það er kallað þjóðflutningarnir miklu. Af þessum sökum voru samskipti og samgöngur ekki eins öruggar og verið hafði áður. Þetta tafði útbreiðslu trúarinnar mikið.

Rétt um 600 hófst aftur ný sókn kristni, fyrst á Bretlandseyjum en þangað hafði páfinn sent kristniboða. Síðar breiddist hún víðar um Norður-Evrópu. Þegar tillit er tekið til þessa alls getum við kanski sagt að kristnin hafi verið furðu fljót að breiðast út.

Á leið sinni frá Palestínu til Íslands þurfti kristnin líka aftur og aftur að fara yfir menningarleg landamæri, fyrst frá Gyðingum yfir til Grikkja, síðan frá þeim til Rómverja og loks frá Rómverjum til Germana. Þetta hefur auðvitað tekið langan tíma.

Höfundur

Hjalti Hugason

prófessor emeritus í guðfræði við HÍ

Útgáfudagur

9.11.2000

Síðast uppfært

31.3.2023

Spyrjandi

Diljá Rut Guðmundsdóttir, f. 1990

Tilvísun

Hjalti Hugason. „Hvers vegna byrjaði kristin trú svona seint á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 9. nóvember 2000, sótt 10. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1115.

Hjalti Hugason. (2000, 9. nóvember). Hvers vegna byrjaði kristin trú svona seint á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1115

Hjalti Hugason. „Hvers vegna byrjaði kristin trú svona seint á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 9. nóv. 2000. Vefsíða. 10. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1115>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna byrjaði kristin trú svona seint á Íslandi?
Kristni kom fyrst upp meðal fátæks almúgafólks á afskekktum stað í rómverksa keisaradæminu. Það tók trúna því nokkuð langan tíma að ná útbreiðslu. Rétt fyrir 400 var hún þó orðin það útbreidd að keisarinn gerði hana að ríkistrú. Um þetta leyti tók hún líka að breiðast út um Norður-Evrópu en á næstu öldum gengu miklar breytingar yfir vegna þess að margar þjóðir fluttu milli landa. Það er kallað þjóðflutningarnir miklu. Af þessum sökum voru samskipti og samgöngur ekki eins öruggar og verið hafði áður. Þetta tafði útbreiðslu trúarinnar mikið.

Rétt um 600 hófst aftur ný sókn kristni, fyrst á Bretlandseyjum en þangað hafði páfinn sent kristniboða. Síðar breiddist hún víðar um Norður-Evrópu. Þegar tillit er tekið til þessa alls getum við kanski sagt að kristnin hafi verið furðu fljót að breiðast út.

Á leið sinni frá Palestínu til Íslands þurfti kristnin líka aftur og aftur að fara yfir menningarleg landamæri, fyrst frá Gyðingum yfir til Grikkja, síðan frá þeim til Rómverja og loks frá Rómverjum til Germana. Þetta hefur auðvitað tekið langan tíma....