Sólin Sólin Rís 08:40 • sest 18:42 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:24 • Sest 09:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:32 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:29 • Síðdegis: 14:44 í Reykjavík

Hversu langt aftur er hægt að rekja sögu kirkjubygginga á Íslandi?

Hjalti Hugason

Svarið við spurningunni veltur á túlkun manna á fyrsta skeiði kristni í landinu sem og í hvaða merkingu orðið kirkja er notað. Ef við notum hugtakið kirkja um byggingu sem einkum er notuð til helgihalds burtséð frá stærð, gerð, eignarhaldi, vígslu og kirkjuréttarlegri stöðu má geta sér þess til að „kirkjur“ hafi risið í landinu töluvert fyrir kristnitöku um aldamótin 1000. Fátt er þó um heimildir eða fornleifar til að styðjast við í því efni.

Í Kristni sögu (frá 13. öld) segir að Þorvarður Spak-Böðvarsson hafi reist kirkju á bæ sínum (Neðra-)Ási í Hjaltadal 16 árum fyrir kristnitöku eða 984. Á árunum 1998–1999 var grafinn upp kirkjugrunnur að Neðra-Ási sem var frá því fyrir 1104 og líklega frá því um eða fyrir 1000. Uppgröftur þessi sannar ekki frásögn Kristni sögu en rennir stoðum undir að þegar um aldamótin 1000 hafi kirkjur tekið að rísa í landinu.


Í Kristni sögu segir frá kirkju á Neðra-Ási í Hjaltadal 16 árum fyrir kristnitöku. Á myndinni sjást Hólar í Hjaltadal.

Á 11. og 12. öld hefur síðan fyrsta kirkjubyggingaskeið landsins gengið yfir og kirkjur hafa þá risið víða um land og sumar hverjar á stöðum sem enn eru kirkjustaðir. Aðrar hafa lagst af eftir lengri eða skemmri tíma og fallið í gleymsku. Vert er að geta þess að á þessu skeiði var kirkjustofnun veikburða í landinu og því engin yfirvöld til staðar sem ákváðu hvar kirkjur skyldu rísa. Þar var því aðeins um einkaframtak að ræða og allar kirkjur voru þá í einkaeign.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Hjalti Hugason

prófessor emeritus í guðfræði við HÍ

Útgáfudagur

20.3.2009

Spyrjandi

Katrín Björnsdóttir

Tilvísun

Hjalti Hugason. „Hversu langt aftur er hægt að rekja sögu kirkjubygginga á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 20. mars 2009. Sótt 28. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=21799.

Hjalti Hugason. (2009, 20. mars). Hversu langt aftur er hægt að rekja sögu kirkjubygginga á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=21799

Hjalti Hugason. „Hversu langt aftur er hægt að rekja sögu kirkjubygginga á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 20. mar. 2009. Vefsíða. 28. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=21799>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hversu langt aftur er hægt að rekja sögu kirkjubygginga á Íslandi?
Svarið við spurningunni veltur á túlkun manna á fyrsta skeiði kristni í landinu sem og í hvaða merkingu orðið kirkja er notað. Ef við notum hugtakið kirkja um byggingu sem einkum er notuð til helgihalds burtséð frá stærð, gerð, eignarhaldi, vígslu og kirkjuréttarlegri stöðu má geta sér þess til að „kirkjur“ hafi risið í landinu töluvert fyrir kristnitöku um aldamótin 1000. Fátt er þó um heimildir eða fornleifar til að styðjast við í því efni.

Í Kristni sögu (frá 13. öld) segir að Þorvarður Spak-Böðvarsson hafi reist kirkju á bæ sínum (Neðra-)Ási í Hjaltadal 16 árum fyrir kristnitöku eða 984. Á árunum 1998–1999 var grafinn upp kirkjugrunnur að Neðra-Ási sem var frá því fyrir 1104 og líklega frá því um eða fyrir 1000. Uppgröftur þessi sannar ekki frásögn Kristni sögu en rennir stoðum undir að þegar um aldamótin 1000 hafi kirkjur tekið að rísa í landinu.


Í Kristni sögu segir frá kirkju á Neðra-Ási í Hjaltadal 16 árum fyrir kristnitöku. Á myndinni sjást Hólar í Hjaltadal.

Á 11. og 12. öld hefur síðan fyrsta kirkjubyggingaskeið landsins gengið yfir og kirkjur hafa þá risið víða um land og sumar hverjar á stöðum sem enn eru kirkjustaðir. Aðrar hafa lagst af eftir lengri eða skemmri tíma og fallið í gleymsku. Vert er að geta þess að á þessu skeiði var kirkjustofnun veikburða í landinu og því engin yfirvöld til staðar sem ákváðu hvar kirkjur skyldu rísa. Þar var því aðeins um einkaframtak að ræða og allar kirkjur voru þá í einkaeign.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...