Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Snúa allar kirkjur á Íslandi í vestur?

Hjalti Hugason

Austur er höfuðátt í kristinni trú.

Það var gamall siður að þegar fólk var komið á fætur að morgni dags gekk það út undir bert loft, sneri sér til austurs og signdi sig. Kallaðist þetta að sækja daginn. Í kirkjugörðum vísa grafir einnig í austur og vestur og horfir ásjóna hins látna mót austri. Á sama hátt hafa kirkjur frá fornu fari snúið í austur og vestur þannig að kór og háaltari sem er þungamiðja kirkjunnar er staðsett í austurenda. Af þeim sökum má segja að kirkjur snúi í austur öfugt við það sem segir í spurningunni. Spyrjandinn kann hins vegar að taka tilefni af því að kirkjuturnar eru yfir vesturenda kirkju eða mynda forkirkju vestast í kirkjubyggingunni.


Kór og háaltari kirkna snýr yfirleitt í austur og eins horfir ásjóna hins látna í kirkjugörðum mót austri.

Ástæður þessa er sú að Jesús Kristur kenndi sig við ljós heimsins og ljós lífsins (Jóhannesarguðspjall 8. kap. 12. vers, sjá og 1. kap.). Líkingamál þetta tengist sólinni sem kemur upp í austri. Sólin er þannig Krists–tákn í ofangreindum siðum. Þá er talið að sá siður að snúa kirkjum með fyrrgreindum hætti eigi sér eldri rætur eða sæki fyrirmynd til musterisins í Jerúsalem. Fyrir utan forgarða umhverfis það skiptis musterið í tvo hluta „hið heilaga“ og hið „allra helgasta“ sem var austast í kirkjunni. Sólin og táknmál tengt henni gegnir enda mikilvægu hlutverki í flestum trúarbrögðum og má ugglaust víða finna dæmi um hliðstæða siði og hér hefur verið lýst.

Þrátt fyrir þetta snúa ekki allar kirkjur á Íslandi í austur og vestur. Stundum skakkar ekki miklu og kann munurinn að stafa af veikri tilfinningu fyrir áttum. Þó eru dæmi um að kirkjur viti fremur til suðurs og norðurs. Þá hefur oft verið gengið út frá staðháttum á kirkjustaðnum, stefnum dals eða fjarðar eða hálsum og hæðum í landslagi sem gera það að verkum að kirkjan fellur betur að landslagi með því að víkja frá upprunalegu áttunum. Þetta hefur orðið algengar í seinni tíð með minnkandi fastheldni við forna siði og stærri og fyrirferðarmeiri kirkjum sem fella verður betur að umhverfi.

Um þessi mál má lesa frekar í ritgerðinni "Kristnir trúarhættir" í bókinni Íslensk þjóðmenning 5. b. (Reykjavík 1988).

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Hjalti Hugason

prófessor emeritus í guðfræði við HÍ

Útgáfudagur

23.2.2009

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Hjalti Hugason. „Snúa allar kirkjur á Íslandi í vestur?“ Vísindavefurinn, 23. febrúar 2009, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=29697.

Hjalti Hugason. (2009, 23. febrúar). Snúa allar kirkjur á Íslandi í vestur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=29697

Hjalti Hugason. „Snúa allar kirkjur á Íslandi í vestur?“ Vísindavefurinn. 23. feb. 2009. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=29697>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Snúa allar kirkjur á Íslandi í vestur?
Austur er höfuðátt í kristinni trú.

Það var gamall siður að þegar fólk var komið á fætur að morgni dags gekk það út undir bert loft, sneri sér til austurs og signdi sig. Kallaðist þetta að sækja daginn. Í kirkjugörðum vísa grafir einnig í austur og vestur og horfir ásjóna hins látna mót austri. Á sama hátt hafa kirkjur frá fornu fari snúið í austur og vestur þannig að kór og háaltari sem er þungamiðja kirkjunnar er staðsett í austurenda. Af þeim sökum má segja að kirkjur snúi í austur öfugt við það sem segir í spurningunni. Spyrjandinn kann hins vegar að taka tilefni af því að kirkjuturnar eru yfir vesturenda kirkju eða mynda forkirkju vestast í kirkjubyggingunni.


Kór og háaltari kirkna snýr yfirleitt í austur og eins horfir ásjóna hins látna í kirkjugörðum mót austri.

Ástæður þessa er sú að Jesús Kristur kenndi sig við ljós heimsins og ljós lífsins (Jóhannesarguðspjall 8. kap. 12. vers, sjá og 1. kap.). Líkingamál þetta tengist sólinni sem kemur upp í austri. Sólin er þannig Krists–tákn í ofangreindum siðum. Þá er talið að sá siður að snúa kirkjum með fyrrgreindum hætti eigi sér eldri rætur eða sæki fyrirmynd til musterisins í Jerúsalem. Fyrir utan forgarða umhverfis það skiptis musterið í tvo hluta „hið heilaga“ og hið „allra helgasta“ sem var austast í kirkjunni. Sólin og táknmál tengt henni gegnir enda mikilvægu hlutverki í flestum trúarbrögðum og má ugglaust víða finna dæmi um hliðstæða siði og hér hefur verið lýst.

Þrátt fyrir þetta snúa ekki allar kirkjur á Íslandi í austur og vestur. Stundum skakkar ekki miklu og kann munurinn að stafa af veikri tilfinningu fyrir áttum. Þó eru dæmi um að kirkjur viti fremur til suðurs og norðurs. Þá hefur oft verið gengið út frá staðháttum á kirkjustaðnum, stefnum dals eða fjarðar eða hálsum og hæðum í landslagi sem gera það að verkum að kirkjan fellur betur að landslagi með því að víkja frá upprunalegu áttunum. Þetta hefur orðið algengar í seinni tíð með minnkandi fastheldni við forna siði og stærri og fyrirferðarmeiri kirkjum sem fella verður betur að umhverfi.

Um þessi mál má lesa frekar í ritgerðinni "Kristnir trúarhættir" í bókinni Íslensk þjóðmenning 5. b. (Reykjavík 1988).

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...