Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru margar kirkjur á Íslandi?

Kirkjur á Íslandi eru fjölmargar, sökum þess geta upplýsingar um fjölda kirkna verið örlítið á reiki. Á vefsíðunni Kirkjukort má sjá „allar“ kirkjur á Íslandi. Þar eru skráðar 362 kirkjur þegar þetta er skrifað í júlí árið 2010. Árið 2004 vann Ásta Margrét Guðmundsdóttir kirknaskrá fyrir þjóðkirkjuna. Þar kemur fram að kirkjur þjóðkirkjunnar, bæði núverandi sóknarkirkjur og aflagðar, séu 322 talsins. Einnig eru talin upp 39 önnur guðshús, kapellur eða bænahús, til dæmis Fríkirkjan í Hafnarfirði og Reykjavík en þær tilheyra ekki þjóðkirkjunni. Samkvæmt þessu er 361 kirkja á Íslandi.


Dómkirkjan í Reykjavík.

Aftur á móti vantar einhverjar kirkjur hinna ýmsu safnaða sem finna má á landinu. En þessar tölur gefa þó ágæta mynd af fjölda kirkna á Íslandi.

Sóknir þjóðkirkjunnar eru á þriðja hundrað og prófastsdæmin 12 talsins en þeim hefur heldur fækkað síðustu ár. Þau voru til að mynda 16 er áðurnefnd kirknaskrá var tekin saman.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd:

Útgáfudagur

21.7.2010

Spyrjandi

Jens Sigurðsson, Elín Agnarsdóttir, Erla Þorsteinsdóttir

Höfundur

Tilvísun

ÍDÞ. „Hvað eru margar kirkjur á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 21. júlí 2010. Sótt 22. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=23820.

ÍDÞ. (2010, 21. júlí). Hvað eru margar kirkjur á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=23820

ÍDÞ. „Hvað eru margar kirkjur á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 21. júl. 2010. Vefsíða. 22. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=23820>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Steinunn Kristjánsdóttir

1965

Steinunn Kristjánsdóttir er prófessor í fornleifafræði við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Helstu rannsóknasvið hennar eru miðaldafornleifafræði, norræn fornleifafræði, kirkjusaga, klausturfornleifafræði, kynjafornleifafræði, þróun húsagerða og miðlun vísindalegrar þekkingar.