Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:29 • Síðdegis: 18:52 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:31 • Síðdegis: 12:34 í Reykjavík

Hvenær voru kristfjárjarðir fyrst stofnaðar á Íslandi og eru þær enn til?

Hjalti Hugason

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Hvenær voru fyrstu kristfjárjarðir á Íslandi stofnaðar? Eru ennþá margar kristfjárjarðir á Íslandi?

Í seinni tíð er oft rætt um kirkjujarðir eins og um sé að ræða ótiltekinn jarðapott í eigu þjóðkirkjunnar sem stofnunar. Þessi merking öðlaðist líklega fyrst gildi eftir að ríkið hafði tekið meginþorra þessara jarða yfir og þær voru orðnar að skiptimynt í fjárhagslegum samskiptum þjóðkirkjunnar við ríkisvaldið með svokölluðu kirkjujarðasamkomulagi í lok síðustu aldar. Þjóðkirkjan var tæpast sjálfstæður lögaðili fyrir þann tíma og gat því ekki farið með slíkan eignarrétt. Eiginleg merking orðsins kirkjujörð er enda jörð sem er eða í það minnsta var í eigu ákveðinnar (sóknar)kirkju.

Í sveitasamfélagi fyrri alda var jarðeign helsta undirstaða þess að mögulegt væri að halda uppi starfsemi á borð við kristnihald til langs tíma — hvað þá um aldir alda eins og kirkjan keppti auðvitað að. Allar kirkjulegar stofnanir urðu því að eignast nægilegan jarðahöfuðstól til að mögulegt væri að mæta útgjöldum af starfi þeirra með afrakstrinum. Þetta átti við um sóknarkirkjur, klaustur, biskupsstóla og allar aðrar kirkjustofnanir. Þeirra á meðal voru svonefnd kristbú sem einnig nefndust kristfjárjarðir, kristsjarðir og sálubú. Þetta voru heilar jarðir eða jarðarpartar sem gefnir höfðu verið með þeim kvöðum að af tekjum þeirra skyldi halda uppi tilteknum fjölda fátækra um lengri eða skemmri tíma. Hér var upphaflega átt við þau alfátækustu sem ekki gátu framfleytt sér sjálf eða með hjálp skyldmenna. Fátækratíund var aftur á móti notuð til að halda þeim sem næstum voru sjálfbjarga yfir mörkunum. Tekjur af eignum sem þessum kölluðust kristfé. Það gat einnig fallið til af hlunnindum, ítökum eða kvikfé (kúgildum) sem ánafnað hafði verið og bundið kvöðum, það er gert að kristfé.

Elstu varðveittu máldagar (stofnskrár) fyrir kristbú eru frá því um 1150. Þeir gilda um bú sem stofnuð voru á Dalbæ og Uppsölum í Landbroti og að Keldunúpi og á Breiðabólstað á Síðu. Allar voru þessar jarðir í næsta nágrenni við Kirkjubæ þar sem síðar (1186) var stofnað klaustur. Myndin sýnir svonefnt kirkjugólf á Kirkjubæjarklaustri, en það er stuðlaberg sem myndast þegar basaltbráð kólnar.

Einnig var hægt að gefa eignir, jarðir, jarðaparta eða jafnvel kvikfé, til að standa undir öðrum góðum þjóðþrifafyrirtækjum. Þannig var til að mynda hægt að kosta vegabætur yfir votlendi, það er brýr, sem kölluðust þá sálubrýr eða ferjur sem kölluðust sáluskip. Nú lifir nafngiftin í heiti sæluhúsanna til fjalla. Þessar samgöngubætur nýttust ekki síst þeim fátæku sem og pílagrímum og fólki sem leitaði kirkju eða prests. Þess vegna taldist allt þetta vera Guði þóknanleg verk sem fólk vann ekki síst sér til sáluhjálpar.

Elstu varðveittu máldagar (stofnskrár) fyrir kristbú eru frá því um 1150. Þeir gilda um bú sem stofnuð voru á Dalbæ og Uppsölum í Landbroti og að Keldunúpi og á Breiðabólstað á Síðu. Allar voru þessar jarðir í næsta nágrenni við Kirkjubæ þar sem síðar (1186) var stofnað klaustur. Í Kirkjubæ hefur líklega verið mikilvæg kristin miðstöð allt frá fornu fari en í Landnámu segir að þar hafi heiðnir menn ekki mátt búa. Verið getur að þar hafi setið trúboðsbiskup þegar fyrir kristnitöku þótt ekki séu um það neinar sagnir. Helgi Kirkjubæjar, hvernig sem hún er til komin, skýrir ugglaust þéttleika kristbúanna umhverfis staðinn en margs konar tengsl voru milli Kirkjubæjar og búanna fjögurra. Af búunum átti að greiða ákveðin gjöld þangað og fá þaðan prestsþjónustu. Nokkru eldri eða frá um 1100 er til kristfjármáldagi vegna ferju yfir Hvítá í Borgarfirði við Ferjubakka.

Á miðöldum voru kristfjárjarðirnar ríflega 100 talsins svo vitað sé. Um þær fór síðar líkt og um klaustraeignir og eignir biskupsstóla sem voru losaðar undan fyrri kvöðum og síðar einkavæddar. Um miðja nítjándu öld töldust kristfjárjarðirnar tæplega 30 og um 20 öld síðar. Þær sem eftir stóðu 1927 færðust undir forræði sveitarfélaga en gegndu þá ekki upphaflegu hlutverki nema þá mjög óbeint þar sem þær öfluðu tekna í sveitarsjóð. Af þessum sökum eru engar kristfjárjarðir til lengur í landinu nema í sögulegri merkingu.

Mynd:

Höfundur

Hjalti Hugason

prófessor emeritus í guðfræði við HÍ

Útgáfudagur

5.4.2022

Spyrjandi

Karl Smári Hreinsson

Tilvísun

Hjalti Hugason. „Hvenær voru kristfjárjarðir fyrst stofnaðar á Íslandi og eru þær enn til?“ Vísindavefurinn, 5. apríl 2022. Sótt 22. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=83450.

Hjalti Hugason. (2022, 5. apríl). Hvenær voru kristfjárjarðir fyrst stofnaðar á Íslandi og eru þær enn til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=83450

Hjalti Hugason. „Hvenær voru kristfjárjarðir fyrst stofnaðar á Íslandi og eru þær enn til?“ Vísindavefurinn. 5. apr. 2022. Vefsíða. 22. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=83450>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær voru kristfjárjarðir fyrst stofnaðar á Íslandi og eru þær enn til?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Hvenær voru fyrstu kristfjárjarðir á Íslandi stofnaðar? Eru ennþá margar kristfjárjarðir á Íslandi?

Í seinni tíð er oft rætt um kirkjujarðir eins og um sé að ræða ótiltekinn jarðapott í eigu þjóðkirkjunnar sem stofnunar. Þessi merking öðlaðist líklega fyrst gildi eftir að ríkið hafði tekið meginþorra þessara jarða yfir og þær voru orðnar að skiptimynt í fjárhagslegum samskiptum þjóðkirkjunnar við ríkisvaldið með svokölluðu kirkjujarðasamkomulagi í lok síðustu aldar. Þjóðkirkjan var tæpast sjálfstæður lögaðili fyrir þann tíma og gat því ekki farið með slíkan eignarrétt. Eiginleg merking orðsins kirkjujörð er enda jörð sem er eða í það minnsta var í eigu ákveðinnar (sóknar)kirkju.

Í sveitasamfélagi fyrri alda var jarðeign helsta undirstaða þess að mögulegt væri að halda uppi starfsemi á borð við kristnihald til langs tíma — hvað þá um aldir alda eins og kirkjan keppti auðvitað að. Allar kirkjulegar stofnanir urðu því að eignast nægilegan jarðahöfuðstól til að mögulegt væri að mæta útgjöldum af starfi þeirra með afrakstrinum. Þetta átti við um sóknarkirkjur, klaustur, biskupsstóla og allar aðrar kirkjustofnanir. Þeirra á meðal voru svonefnd kristbú sem einnig nefndust kristfjárjarðir, kristsjarðir og sálubú. Þetta voru heilar jarðir eða jarðarpartar sem gefnir höfðu verið með þeim kvöðum að af tekjum þeirra skyldi halda uppi tilteknum fjölda fátækra um lengri eða skemmri tíma. Hér var upphaflega átt við þau alfátækustu sem ekki gátu framfleytt sér sjálf eða með hjálp skyldmenna. Fátækratíund var aftur á móti notuð til að halda þeim sem næstum voru sjálfbjarga yfir mörkunum. Tekjur af eignum sem þessum kölluðust kristfé. Það gat einnig fallið til af hlunnindum, ítökum eða kvikfé (kúgildum) sem ánafnað hafði verið og bundið kvöðum, það er gert að kristfé.

Elstu varðveittu máldagar (stofnskrár) fyrir kristbú eru frá því um 1150. Þeir gilda um bú sem stofnuð voru á Dalbæ og Uppsölum í Landbroti og að Keldunúpi og á Breiðabólstað á Síðu. Allar voru þessar jarðir í næsta nágrenni við Kirkjubæ þar sem síðar (1186) var stofnað klaustur. Myndin sýnir svonefnt kirkjugólf á Kirkjubæjarklaustri, en það er stuðlaberg sem myndast þegar basaltbráð kólnar.

Einnig var hægt að gefa eignir, jarðir, jarðaparta eða jafnvel kvikfé, til að standa undir öðrum góðum þjóðþrifafyrirtækjum. Þannig var til að mynda hægt að kosta vegabætur yfir votlendi, það er brýr, sem kölluðust þá sálubrýr eða ferjur sem kölluðust sáluskip. Nú lifir nafngiftin í heiti sæluhúsanna til fjalla. Þessar samgöngubætur nýttust ekki síst þeim fátæku sem og pílagrímum og fólki sem leitaði kirkju eða prests. Þess vegna taldist allt þetta vera Guði þóknanleg verk sem fólk vann ekki síst sér til sáluhjálpar.

Elstu varðveittu máldagar (stofnskrár) fyrir kristbú eru frá því um 1150. Þeir gilda um bú sem stofnuð voru á Dalbæ og Uppsölum í Landbroti og að Keldunúpi og á Breiðabólstað á Síðu. Allar voru þessar jarðir í næsta nágrenni við Kirkjubæ þar sem síðar (1186) var stofnað klaustur. Í Kirkjubæ hefur líklega verið mikilvæg kristin miðstöð allt frá fornu fari en í Landnámu segir að þar hafi heiðnir menn ekki mátt búa. Verið getur að þar hafi setið trúboðsbiskup þegar fyrir kristnitöku þótt ekki séu um það neinar sagnir. Helgi Kirkjubæjar, hvernig sem hún er til komin, skýrir ugglaust þéttleika kristbúanna umhverfis staðinn en margs konar tengsl voru milli Kirkjubæjar og búanna fjögurra. Af búunum átti að greiða ákveðin gjöld þangað og fá þaðan prestsþjónustu. Nokkru eldri eða frá um 1100 er til kristfjármáldagi vegna ferju yfir Hvítá í Borgarfirði við Ferjubakka.

Á miðöldum voru kristfjárjarðirnar ríflega 100 talsins svo vitað sé. Um þær fór síðar líkt og um klaustraeignir og eignir biskupsstóla sem voru losaðar undan fyrri kvöðum og síðar einkavæddar. Um miðja nítjándu öld töldust kristfjárjarðirnar tæplega 30 og um 20 öld síðar. Þær sem eftir stóðu 1927 færðust undir forræði sveitarfélaga en gegndu þá ekki upphaflegu hlutverki nema þá mjög óbeint þar sem þær öfluðu tekna í sveitarsjóð. Af þessum sökum eru engar kristfjárjarðir til lengur í landinu nema í sögulegri merkingu.

Mynd:...