Sólin Sólin Rís 04:10 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 08:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:25 • Síðdegis: 20:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:23 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:10 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 08:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:25 • Síðdegis: 20:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:23 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað þýða hugtökin sem notuð eru yfir höfuðáttirnar, norður, suður , austur og vestur

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Nöfnin austur, vestur, norður og suður eru mjög gömul heiti á höfuðáttunum fjórum. Af þeim eru nöfn dverganna dregin sem samkvæmt Snorra-Eddu halda uppi himninum. Þegar synir Bors höfðu drepið Ymi jötunn fluttu þeir hann í Ginnungagap og gerðu úr honum jörðina en af blóði hans sjó og vötn. Síðan stendur: „Tóku þeir og haus hans og gerðu þar af himin og settu hann upp yfir jörðina með fjórum skautum, og undir hvert horn settu þeir dverg. Þeir heita svá: Austri, Vestri, Norðri, Suðri“ (stafsetningu breytt).

Nöfnin austur, vestur, norður og suður eru mjög gömul heiti á höfuðáttunum fjórum.

Áttaheitin eru samnorræn og samgermönsk, það er þau eru notuð á Norðurlöndum og í germönskum málum. Um þau er þetta helst að segja samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar:

Austur ‘austurátt’ er í færeysku eystur, nýnorsku aust(er), sænsku öster, dönsku øst. Í fornensku var orðið éaster, éastre, fornháþýsku ōstar en í nútímaensku east og í nýháþýsku ost. Í gotnesku, sem var austurgermanskt mál og aðeins varðveitt í fornri Biblíuþýðingu og brotum af textum, var til samsetningin Austrogothi (Ostrogothae) í merkingunni ‘Austgotar’, í fornensku Éastre (< *aus-rō) ‘vorgyðja’ og éastron, fornháþýsku ōstara og nútímaensku easter, nýháþýsku Ostern ‘vorhátíð, páskar’. Austur er uppkomuátt sólar og dregur nafn sitt af birtu og morgunljóma. Skyld orð sem benda til þess eru auster í latínu í merkingunni ‘sunnanvindur’, aurōra í merkingunni ‘morgunroði’ og aurum ‘gull’, í grísku aúoōs ‘morgunn’, é̄ōs ‘morgunroði’ og í litháísku aušrà ‘morgunroði.

Vestur ‘vesturátt’ er í færeysku vestur, nýnorsku vest, vester, sænsku väst, väster og í dönsku vest, vester. Í forn- og nútímaensku er orðið west, fornsaxnesku westar og fornháþýsku west(ar), nýháþýsku west/West. Upphafleg merking orðsins er líklega ‘átt sólarlagsins, sólsetur’. Það má ráða af orðunum ves-per í latínu og gr. (h)ésperos ‘kvöld’.

Suður ‘suðurátt’ er í færeysku suður, nýnorsku sud, sænsku. söder, fornsænsku suþer, syþer. Í fornsaxnesku sūth, fornháþýsku sund, nýháþýsku Süd, fornensku sūð, nútímaensku south. Í nútímadönsku syd, forndönsku sud ‘sunnanvindur’ er orðið talið tökuorð úr miðlágþýsku sū t. Íslenska orðið suður < sunnr < *sunþra-; r- í viðskeytinu líklega frá öðrum áttarheitum, t.d. austur og norður. Samkvæmt Ásgeiri Blöndal Magnússyni er uppruni ekki fullljós. Orðið er þó oftast tengt sunna og talið merkja ‘sólarátt’.[1]

Norður ‘norðurátt’ er í færeysku norður, nýnorsku nord, sænsku norr (< *nordr), dönsku nord (gamalli dönsku norder), fornensku norð, fornsaxnesku north, fornháþýsku nord. Ásgeir Blöndal telur orðið líklega skylt grísku (e)nérteros ‘neðri’, éneroi ‘hinir neðri’, úmbrísku nertru ‘vinstri’, af rót *ner- ‘niður’, sbr. fornindversku náraka- ‘undirheimar’. Nafngiftin á þá við niðurgöngu sólar, sólarlagsátt. [2]

Tilvísanir:
  1. ^ < merkir ‘orðið til úr’
  2. ^ * fyrir framan rót merkir að hún er endurgerð

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík. (Rafræn útgáfa er aðgengilega á heimasíðu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, arnastofnun.is undir Málið.is).
  • Edda Snorra Sturlusonar. 1959. Guðni Jónsson bjó til prentunar. Íslendingasagnaútgáfan, Reykjavík.

Mynd:
  • Wind Rose - Pixabay. (Sótt 26.05.20).

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

29.6.2020

Síðast uppfært

6.7.2020

Spyrjandi

Baldur Bjarki

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað þýða hugtökin sem notuð eru yfir höfuðáttirnar, norður, suður , austur og vestur.“ Vísindavefurinn, 29. júní 2020, sótt 24. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=79384.

Guðrún Kvaran. (2020, 29. júní). Hvað þýða hugtökin sem notuð eru yfir höfuðáttirnar, norður, suður , austur og vestur. Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=79384

Guðrún Kvaran. „Hvað þýða hugtökin sem notuð eru yfir höfuðáttirnar, norður, suður , austur og vestur.“ Vísindavefurinn. 29. jún. 2020. Vefsíða. 24. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=79384>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað þýða hugtökin sem notuð eru yfir höfuðáttirnar, norður, suður , austur og vestur
Nöfnin austur, vestur, norður og suður eru mjög gömul heiti á höfuðáttunum fjórum. Af þeim eru nöfn dverganna dregin sem samkvæmt Snorra-Eddu halda uppi himninum. Þegar synir Bors höfðu drepið Ymi jötunn fluttu þeir hann í Ginnungagap og gerðu úr honum jörðina en af blóði hans sjó og vötn. Síðan stendur: „Tóku þeir og haus hans og gerðu þar af himin og settu hann upp yfir jörðina með fjórum skautum, og undir hvert horn settu þeir dverg. Þeir heita svá: Austri, Vestri, Norðri, Suðri“ (stafsetningu breytt).

Nöfnin austur, vestur, norður og suður eru mjög gömul heiti á höfuðáttunum fjórum.

Áttaheitin eru samnorræn og samgermönsk, það er þau eru notuð á Norðurlöndum og í germönskum málum. Um þau er þetta helst að segja samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar:

Austur ‘austurátt’ er í færeysku eystur, nýnorsku aust(er), sænsku öster, dönsku øst. Í fornensku var orðið éaster, éastre, fornháþýsku ōstar en í nútímaensku east og í nýháþýsku ost. Í gotnesku, sem var austurgermanskt mál og aðeins varðveitt í fornri Biblíuþýðingu og brotum af textum, var til samsetningin Austrogothi (Ostrogothae) í merkingunni ‘Austgotar’, í fornensku Éastre (< *aus-rō) ‘vorgyðja’ og éastron, fornháþýsku ōstara og nútímaensku easter, nýháþýsku Ostern ‘vorhátíð, páskar’. Austur er uppkomuátt sólar og dregur nafn sitt af birtu og morgunljóma. Skyld orð sem benda til þess eru auster í latínu í merkingunni ‘sunnanvindur’, aurōra í merkingunni ‘morgunroði’ og aurum ‘gull’, í grísku aúoōs ‘morgunn’, é̄ōs ‘morgunroði’ og í litháísku aušrà ‘morgunroði.

Vestur ‘vesturátt’ er í færeysku vestur, nýnorsku vest, vester, sænsku väst, väster og í dönsku vest, vester. Í forn- og nútímaensku er orðið west, fornsaxnesku westar og fornháþýsku west(ar), nýháþýsku west/West. Upphafleg merking orðsins er líklega ‘átt sólarlagsins, sólsetur’. Það má ráða af orðunum ves-per í latínu og gr. (h)ésperos ‘kvöld’.

Suður ‘suðurátt’ er í færeysku suður, nýnorsku sud, sænsku. söder, fornsænsku suþer, syþer. Í fornsaxnesku sūth, fornháþýsku sund, nýháþýsku Süd, fornensku sūð, nútímaensku south. Í nútímadönsku syd, forndönsku sud ‘sunnanvindur’ er orðið talið tökuorð úr miðlágþýsku sū t. Íslenska orðið suður < sunnr < *sunþra-; r- í viðskeytinu líklega frá öðrum áttarheitum, t.d. austur og norður. Samkvæmt Ásgeiri Blöndal Magnússyni er uppruni ekki fullljós. Orðið er þó oftast tengt sunna og talið merkja ‘sólarátt’.[1]

Norður ‘norðurátt’ er í færeysku norður, nýnorsku nord, sænsku norr (< *nordr), dönsku nord (gamalli dönsku norder), fornensku norð, fornsaxnesku north, fornháþýsku nord. Ásgeir Blöndal telur orðið líklega skylt grísku (e)nérteros ‘neðri’, éneroi ‘hinir neðri’, úmbrísku nertru ‘vinstri’, af rót *ner- ‘niður’, sbr. fornindversku náraka- ‘undirheimar’. Nafngiftin á þá við niðurgöngu sólar, sólarlagsátt. [2]

Tilvísanir:
  1. ^ < merkir ‘orðið til úr’
  2. ^ * fyrir framan rót merkir að hún er endurgerð

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík. (Rafræn útgáfa er aðgengilega á heimasíðu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, arnastofnun.is undir Málið.is).
  • Edda Snorra Sturlusonar. 1959. Guðni Jónsson bjó til prentunar. Íslendingasagnaútgáfan, Reykjavík.

Mynd:
  • Wind Rose - Pixabay. (Sótt 26.05.20).
...