Sólin Sólin Rís 05:29 • sest 21:25 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:47 • Sest 05:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:41 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:54 • Síðdegis: 24:11 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað þýðir 'hringaná', er það kannski nafn?

Guðrún Kvaran

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Halló, ég var að hlusta á lagið 'Hættu að gráta hringaná' og ég fór að velta því fyrir mér hvort að Hringaná sé nafn?

Orðið hringaná er ekki eiginnafn heldur kvenkenning. Í fornu skáldamáli var mjög notast við kenningar og hafa skáld leikið sér við kenningasmíð allt fram á þennan dag. Snorri Sturluson fjallar um kenningar í kaflanum Skáldskaparmál í Eddu sinni og kennir hvernig kenna skuli sól, vind, eld, vetur, sumar, menn, konur, gull og fleira. Um konur segir meðal annars:

Konu skal kenna til alls kvenbúnaðar, gulls og gimsteina, öls eða víns eða annars drykkjar, þess er hon selr eða gefr ... (1954:146).

Í kaflanum Skáldskaparmál í Snorra-Eddu er fjallað um kenningar.

Með kenningu er átt við umritun á orðum í lausamáli. Einfaldasta gerð kenningar er tvíliðuð. Þá er um að ræða tvö nafnorð, það er stofnorðið og kenniorðið. Kenningin hringaná er þannig mynduð og er myndhverf. Kenniorðið hringa stendur í eignarfalli fleirtölu. Stofnorðið er sótt til norrænnar goðafræði og eiginlega ætti að skrifa það með N, það er hringa Ná. Ná, oftar ritað Gná, var samkvæmt Snorra-Eddu ein ásynja og þjónaði Frigg. Frigg sendi hana til að erindast fyrir sig í ýmsum heimum. Til frekari fróðleiks um kenningar má benda á ritið Hugtök og heiti í bókmenntafræði á síðu 144–145.

Jónas Hallgrímsson orti ljóðið 1836 og sendi vini sínum Konráði Gíslasyni. Grímur sá sem talað er um í kvæðinu var Magnússon og hafði viðurnefnið ,,græðari“. Hann hjó tá af stúlku með sporjárni í lækningaskyni og varð það tilefni kvæðisins.

Heimildir og mynd:
  • Edda Snorra Sturlusonar. Guðni Jónsson bjó til prentunar. Íslendingasagnaútgáfan. Akureyri 1954.
  • Hugtök og heiti í bókmenntafræði. Ritstjóri Jakob Benediktsson. Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands–Mál og menning. Reykjavík 1983.
  • Edda - Snorri Sturluson - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 12.9.2014).

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

22.9.2014

Spyrjandi

Sóley Mist Hjálmarsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir 'hringaná', er það kannski nafn?“ Vísindavefurinn, 22. september 2014. Sótt 22. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=67696.

Guðrún Kvaran. (2014, 22. september). Hvað þýðir 'hringaná', er það kannski nafn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=67696

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir 'hringaná', er það kannski nafn?“ Vísindavefurinn. 22. sep. 2014. Vefsíða. 22. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=67696>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað þýðir 'hringaná', er það kannski nafn?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Halló, ég var að hlusta á lagið 'Hættu að gráta hringaná' og ég fór að velta því fyrir mér hvort að Hringaná sé nafn?

Orðið hringaná er ekki eiginnafn heldur kvenkenning. Í fornu skáldamáli var mjög notast við kenningar og hafa skáld leikið sér við kenningasmíð allt fram á þennan dag. Snorri Sturluson fjallar um kenningar í kaflanum Skáldskaparmál í Eddu sinni og kennir hvernig kenna skuli sól, vind, eld, vetur, sumar, menn, konur, gull og fleira. Um konur segir meðal annars:

Konu skal kenna til alls kvenbúnaðar, gulls og gimsteina, öls eða víns eða annars drykkjar, þess er hon selr eða gefr ... (1954:146).

Í kaflanum Skáldskaparmál í Snorra-Eddu er fjallað um kenningar.

Með kenningu er átt við umritun á orðum í lausamáli. Einfaldasta gerð kenningar er tvíliðuð. Þá er um að ræða tvö nafnorð, það er stofnorðið og kenniorðið. Kenningin hringaná er þannig mynduð og er myndhverf. Kenniorðið hringa stendur í eignarfalli fleirtölu. Stofnorðið er sótt til norrænnar goðafræði og eiginlega ætti að skrifa það með N, það er hringa Ná. Ná, oftar ritað Gná, var samkvæmt Snorra-Eddu ein ásynja og þjónaði Frigg. Frigg sendi hana til að erindast fyrir sig í ýmsum heimum. Til frekari fróðleiks um kenningar má benda á ritið Hugtök og heiti í bókmenntafræði á síðu 144–145.

Jónas Hallgrímsson orti ljóðið 1836 og sendi vini sínum Konráði Gíslasyni. Grímur sá sem talað er um í kvæðinu var Magnússon og hafði viðurnefnið ,,græðari“. Hann hjó tá af stúlku með sporjárni í lækningaskyni og varð það tilefni kvæðisins.

Heimildir og mynd:
  • Edda Snorra Sturlusonar. Guðni Jónsson bjó til prentunar. Íslendingasagnaútgáfan. Akureyri 1954.
  • Hugtök og heiti í bókmenntafræði. Ritstjóri Jakob Benediktsson. Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands–Mál og menning. Reykjavík 1983.
  • Edda - Snorri Sturluson - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 12.9.2014).

...