Titraði jökull, æstust eldar, öskraði djúpt í rótum lands, eins og væru ofan felldar allar stjörnur himnaranns; eins og ryki mý eða mugga margur gneisti um loftið fló; dagur huldist dimmum skugga, dunaði gjá og loga spjó. Belja rauðar blossa móður, blágrár reykur yfir sveif, undir hverfur runni, rjóður, reynistóð í hárri kleif. Blómin ei þá blöskrun þoldu, blikna hvert í sínum reit, höfði drepa hrygg við moldu – himnadrottinn einn það leit.Þrátt fyrir þessa glæsilegu lýsingu á eldgosi sá Jónas aldrei eldgos með berum augum.
- Jónas Hallgrímsson.
- Eldgos.is.
- Mynd: The Icelandic Birding Pages. Sótt 25. 4. 2012.