Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver drap Snorra Sturluson?

Steinunn Jakobsdóttir

Snorri Sturluson fæddist í Hvammi í Dölum árið 1178 og var veginn í Reykholti árið 1241. Hann var mikill stjórnmálamaður, fræðimaður og eitt merkasta skáld Íslendinga en hann skrifaði meðal annars Heimskringlu og Eddu. Sumir fræðimenn telja hann einnig höfund Egils sögu.

Snorri var sonur Hvamm-Sturlu og tilheyrði einni valdamestu höfðingjaætt landsins á 13. öldinni, Sturlungum. Hann var auðugur goðorðsmaður og fór með mikil völd í landinu í sinni tíð.

Síðustu ár sín dvaldi Snorri í Noregi um nokkurt skeið og gerðist lénsmaður Hákonar Noregskonungs. Í dvöl sinni þar í landi dróst hann inn í deilur á milli Hákonar konungs og Skúla jarls sem áttu eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar í för með sér. Snorra og Skúla samdi vel og þegar Skúli gerði misheppnaða uppreisn gegn Hákoni studdi Snorri hann í ætlunarverkinu og komst þar með í óvild hjá konungi.

Á meðan á dvöl hans stóð í Noregi geisuðu átök á Íslandi á milli Sturlunga og Haukdæla og féllu Sturla, bróðursonur Snorra, Sighvatur faðir hans og tugir annarra í frægum bardaga höðingjaættanna við Örlygsstaði í Skagafirði árið 1238. Hægt er að lesa frekar um deilurnar og aðdraganda þeirra í svari Skúla Sæland við spurningunni Hvað var Sturlungaöld?

Eftir að hafa frétt af falli skyldmenna sinna vildi Snorri snúa aftur heim til Íslands en það gerði hann þvert á vilja konungs, sem var honum reiður fyrir að hafa gengið í lið með Skúla jarli. Hákon vildi því refsa Snorra fyrir svikin og fékk Gissur Þorvaldsson úr liði Haukdæla, sem einnig var lénsmaður konungs, til þess að hafa uppi á Snorra og drepa hann. Gissur hélt ásamt sjötíu manna liði að Reykholti þar sem Snorri bjó með fjölskyldu sinni og kom þangað um nótt 23. september árið 1241. Gissur og menn hans komu Snorra að óvörum og fundu hann í kjallaranum á heimili sínu og þaðan kom Snorri ekki lifandi aftur. Í Sturlungu er þessu lýst svo:

Eftir það urðu þeir varir við hvar Snorri var og gengu þeir í kjallarann Markús Marðarson, Símon knútur, Árni beiskur, Þorsteinn Guðinason, Þórarinn Ásgrímsson. Símon knútur bað Árna höggva hann.

„Eigi skal höggva,“ sagði Snorri.

„Högg þú,“ sagði Símon.

„Eigi skal höggva,“ sagði Snorri.

Eftir það veitti Árni honum banasár og báðir þeir Þorsteinn unnu á honum.

Þetta voru lokaorð Snorra Sturlusonar sem var drepinn varnarlaus á heimili sínu.

Heimild og mynd:

Hér er einnig svarað spurningunum:

  • Hver voru síðustu orð Snorra Sturlusonar? Og hvers vegna?
  • Hvar fæddist Snorri Sturluson?

Höfundur

B.A.-nemi í heimspeki og stjórnmálafræði

Útgáfudagur

14.3.2005

Spyrjandi

Heimir Pálsson, f. 1993
Sigurður Reynir, f. 1990
Jónatan Björnsson, f. 1991

Tilvísun

Steinunn Jakobsdóttir. „Hver drap Snorra Sturluson?“ Vísindavefurinn, 14. mars 2005, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4835.

Steinunn Jakobsdóttir. (2005, 14. mars). Hver drap Snorra Sturluson? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4835

Steinunn Jakobsdóttir. „Hver drap Snorra Sturluson?“ Vísindavefurinn. 14. mar. 2005. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4835>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver drap Snorra Sturluson?
Snorri Sturluson fæddist í Hvammi í Dölum árið 1178 og var veginn í Reykholti árið 1241. Hann var mikill stjórnmálamaður, fræðimaður og eitt merkasta skáld Íslendinga en hann skrifaði meðal annars Heimskringlu og Eddu. Sumir fræðimenn telja hann einnig höfund Egils sögu.

Snorri var sonur Hvamm-Sturlu og tilheyrði einni valdamestu höfðingjaætt landsins á 13. öldinni, Sturlungum. Hann var auðugur goðorðsmaður og fór með mikil völd í landinu í sinni tíð.

Síðustu ár sín dvaldi Snorri í Noregi um nokkurt skeið og gerðist lénsmaður Hákonar Noregskonungs. Í dvöl sinni þar í landi dróst hann inn í deilur á milli Hákonar konungs og Skúla jarls sem áttu eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar í för með sér. Snorra og Skúla samdi vel og þegar Skúli gerði misheppnaða uppreisn gegn Hákoni studdi Snorri hann í ætlunarverkinu og komst þar með í óvild hjá konungi.

Á meðan á dvöl hans stóð í Noregi geisuðu átök á Íslandi á milli Sturlunga og Haukdæla og féllu Sturla, bróðursonur Snorra, Sighvatur faðir hans og tugir annarra í frægum bardaga höðingjaættanna við Örlygsstaði í Skagafirði árið 1238. Hægt er að lesa frekar um deilurnar og aðdraganda þeirra í svari Skúla Sæland við spurningunni Hvað var Sturlungaöld?

Eftir að hafa frétt af falli skyldmenna sinna vildi Snorri snúa aftur heim til Íslands en það gerði hann þvert á vilja konungs, sem var honum reiður fyrir að hafa gengið í lið með Skúla jarli. Hákon vildi því refsa Snorra fyrir svikin og fékk Gissur Þorvaldsson úr liði Haukdæla, sem einnig var lénsmaður konungs, til þess að hafa uppi á Snorra og drepa hann. Gissur hélt ásamt sjötíu manna liði að Reykholti þar sem Snorri bjó með fjölskyldu sinni og kom þangað um nótt 23. september árið 1241. Gissur og menn hans komu Snorra að óvörum og fundu hann í kjallaranum á heimili sínu og þaðan kom Snorri ekki lifandi aftur. Í Sturlungu er þessu lýst svo:

Eftir það urðu þeir varir við hvar Snorri var og gengu þeir í kjallarann Markús Marðarson, Símon knútur, Árni beiskur, Þorsteinn Guðinason, Þórarinn Ásgrímsson. Símon knútur bað Árna höggva hann.

„Eigi skal höggva,“ sagði Snorri.

„Högg þú,“ sagði Símon.

„Eigi skal höggva,“ sagði Snorri.

Eftir það veitti Árni honum banasár og báðir þeir Þorsteinn unnu á honum.

Þetta voru lokaorð Snorra Sturlusonar sem var drepinn varnarlaus á heimili sínu.

Heimild og mynd:

Hér er einnig svarað spurningunum:

  • Hver voru síðustu orð Snorra Sturlusonar? Og hvers vegna?
  • Hvar fæddist Snorri Sturluson?
...