Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Var Haraldur hárfagri bara uppspuni Snorra Sturlusonar?

Sverrir Jakobsson

Samkvæmt Íslendingabók Ara fróða Þorgilssonar varð landnám Íslands á stjórnarárum Haralds hárfagra. Texti Ara hljóðar svo:

Ísland byggðist fyrst úr Norvegi á dögum Haralds hins hárfagra, Halfdanarsonar hins svarta, í þann tíð ... er Ívar Ragnarssonur loðbrókar lét drepa Eadmund hinn helga Englakonung; en það var sjö tigum vetra hins níunda hundraðs eftir burð Krists, að því er ritið er í sögu hans.

Íslendingabók, samin um 1130, er elsta heimild okkar um að Haraldur hárfagri hafi verið konungur í Noregi. Sögur Noregskonunga sem ritaðar voru á 12.-14. öld höfðu fyrir satt að Haraldur hafi sameinað Noreg í eitt ríki. Eldri frásagnir af Haraldi voru tiltölulega knappar og fáorðar, en síðan tók sagan á sig fyllri mynd. Sú saga af Haraldi sem líklega er kunnust almenningi kemur fyrir í fjórum sögum: Hinni sérstöku Ólafs sögu helga, Heimskringlu, Egils sögu og Þætti af Haraldi Dofrafóstra í Flateyjarbók.

Haraldur birtist ekki í ritheimildum fyrr en 250 árum eftir að hann er sagður hafa sameinað Noreg og rýrir það heimildargildi sagnaritunar um hann. Á svo löngum tíma geta sögur breyst og skekkst, svo erfitt getur verið að meta hvað sé satt og hvað logið. En hvaða kjarni getur þá verið að baki frásögnum um Harald hárfagra? Hvaða eldri heimildir eru til sem persóna Ara fróða gæti verið byggð á?

Haraldur er nefndur í tveimur dróttkvæðum: Haraldskvæði og Glymdrápu. Á þessum heimildum eru þrír veigamiklir gallar. Í fyrsta lagi eru þær ekki varðveittar nema sem hluti af konungasögum og því ekki óháðar heimildir. Í öðru lagi er uppruni kvæðanna óljós og gætu þau verið samsett úr mörgum kvæðum, jafnvel eftir ólíka höfunda. Haraldskvæði, sem fræðimenn á 20. öld telja eina heild, er til dæmis eignað mismunandi höfundum í mismunandi sögum eða jafnvel í sömu sögunni. Í þriðja lagi er erfitt að túlka kvæðin nema með hliðsjón af konungasögunum. Í kvæðunum kemur í raun ekki annað fram um Harald hárfagra en nafnið og að hann hafi verið konungur.

Í sögu Vilhjálms frá Malmesbury um Englandskonunga er nefndur „Haroldus quidam, rex Noricorum“. Rit Vilhjálms er frekar ungt, samið um svipað leyti og Íslendingabók Ara fróða, en það er þó óháð heimild fyrir því að í upphafi 10. aldar hafi verið til Noregskonungur sem nefndist Haraldur.



Haraldur Hárfagri tekur við konungdómi. Úr Flateyjarbók.

Eldri sagnarit þar sem Noregskonungar koma við sögu nefna hins vegar ekki Harald. Hann finnst hvorki í enskum né írskum samtímaheimildum þar sem fjallað er um norræna menn á Bretlandseyjum. Í ævisögu trúboðans Ansgars, sem er frá 9. öld, er ekki minnst á nokkurn Noregskonung, og sömuleiðis ekki í ferðasögu Óttars, kaupmanns frá Hálogalandi sem sótti Englandskonung heim í lok 9. aldar. Adam frá Brimum, sem ritaði um trúboð á Norðurlöndum í kringum 1075, þekkir engan Noregskonung fyrir daga Hákonar jarls. Allt eru þetta vissulega þagnarrök (argumenta ex silentio) en merkilegt er að þau hníga öll í eina og sömu átt.

Eini konungurinn sem hét Haraldur, réði yfir Noregi og er nefndur í samtímaheimildum er Haraldur Gormsson, sem var konungur í Danmörku 958-987. Á rúnasteini í Jelling á Jótlandi kemur fram að hann hafi lagt undir sig Danmörku og Noreg.

Í engilsaxneskum heimildum frá 11. öld kemur fyrir konungurinn Haraldur hárfagri. Þar er hins vegar ekki á ferð forsögulegur kóngur frá 9. öld heldur samtímamaður, Haraldur Sigurðsson sem kallaður er „harðráði“ í íslenskum konungasögum. Það viðurnefni hefur hann varla gefið sér sjálfur heldur virðist það komið úr smiðju óvina hans. Erkibiskupunum í Hamborg-Bremen var til dæmis lítt um Harald gefið. Þeir voru hins vegar í góðu sambandi við fyrstu biskupana í Skálholti sem voru mikilvægir heimildarmenn Ara fróða.

Ari og sporgöngumenn hans meðal íslenskra sagnaritara notuðu því ekki það viðurnefni Haralds harðráða sem hann hefur líklega sjálfur kosið sér. Á hinn bóginn áttu þeir það tiltækt fyrir aðra konunga, til að mynda manninn sem þeir töldu að hefði sameinað Noreg á 9. öld.

Í traustustu gerðum Haraldskvæðis er Haraldur ekki þekktur undir viðurnefninu hárfagri heldur sem Haraldur Hálfdanarson. Það er eftirtektarvert að nöfn Haralds og föður hans eru bæði af austnorrænum uppruna, það er frá Danmörku eða Svíþjóð. Hvorugt nafnið var notað í Noregi eða á Íslandi fyrr en tiltölulega seint – nema meðal konungsættarinnar.

Þessi dönsku nöfn á meintum Noregskonungum kalla á skýringu en ýmsar áhugaverðar staðreyndir úr samtímaheimildum benda til þess að sumir Noregskonunga á 9. og 10. öld hafi verið af dönskum uppruna. Til dæmis er fullyrt í annálum að Danir hafi átt konungsríki í Víkinni í Austur-Noregi á fyrri hluta 9. aldar. Einnig má benda á áðurnefnda fullyrðingu um að Haraldur Gormsson Danakonungur hafi lagt undir sig Noreg.

Í engilsaxneskum annálum kemur fyrir Eiríkur Haraldsson sem var konungur á Norðimbralandi. Töldu sagnaritarar síðari tíma að þetta hafi verið Eiríkur blóðöx, sonur Haralds hárfagra. Ekki kemur fram í samtímaheimildum hvaðan þessi konungur var kominn en athygli vekur að á mynt sem hann lét slá er nafnið ritað með dönskum hætti fremur en norskum, það er hann er kallaður Ericus en ekki Eiricus.

Af þessum staðreyndum má ráða eftirfarandi: Saga Heimskringlu og fleiri sagnarita um Harald hárfagra er að öllum líkindum tilbúningur og er varla eldri en frá 12. öld. Ekki er hægt að sanna með ótvíræðum hætti að Haraldur hárfagri sé söguleg persóna og enn síður að hann hafi sameinað Noreg.

Samtímaheimildir nefna engan konung í Noregi fyrr en um miðja 10. öld. Elstu heimildir um viðurnefni Haralds eru frá 11. öld og þá er það notað um annan konung. Í dróttkvæðum kemur fyrir Haraldur Hálfdanarson sem virðist hafa verið konungur einhvers staðar í Noregi en af nafninu má einna helst ætla að sá maður hafi verið af dönskum uppruna. Ekki er loku fyrir það skotið að Eiríkur konungur í Norðimbralandi hafi verið sonur hans en það breytir litlu því að sá konungur var væntanlega einnig af dönskum uppruna.

Í stuttu máli: Ef Haraldur hárfagri var til þá var hann að líklega danskur og hefði varla kannast við viðurnefni sitt. Hann bjó ekki til ríki í Noregi þótt söguleg yfirlitsrit haldi gjarnan öðru fram. Slíkt er ef til vill betri heimild um trúgirni og gagnrýnisleysi nútímasagnfræðinga heldur en hvernig Noregur varð til.

Sjá einnig

Mynd

Gagnleg rit

  • Boulhosa, Patricia Pires 2005. Icelanders and the Kings of Norway. Mediaeval Sagas and Legal Texts. The Northern World. North Europe and the Baltic, c. 400-1700 AD. Peoples, Economies and Cultures, 17 (Leiden-Boston, 2005).
  • Fidjestøl, Bjarne, „ Skaldekvad og Harald Hårfagre“,Rikssamlingen og Harald Hårfagre. Historisk seminar på Karmøy 10. og 11. juni 1993 (Karmøy kommune 1993).
  • Jesch, Judith, „Norse Historical Traditions and the Historia Gruffud vab Kenan: Magnús berfœttr and Haraldr hárfagri,“ Grufudd ap Cynan. A Collaborative Biography. Studies in Celtic History, 16, ritstj. K. L. Maund (Woodbridge, Suffolk, 1996), 117–47.
  • Krag, Claus, „Norge som odel i Harald Hårfagres ætt. Et møte med en gjenganger,“ Historisk tidsskrift, 3 (1989), 288–302.
  • Kreutzer, Gert, „Das Bild Harald Schönhaars in der altisländischen Literatur,“ Studien zum Altgermanischen. Festschrift für Heinrich Beck. Ergänzungsbände zum Reallexikon der Germanischen Altertumskunde, 11 ritstj. Heiko Uecker (Berlin-New York, 1994), 443–461.
  • Sawyer, Peter H., „Harald Fairhair and the British Isles,“ Les Vikings et leurs civilisations. Problèmes actuels, ritstj. Régis Boyer. École des hautes études en sciences sociales. Bibliothèque Arctique et Antararctique, 5, (París, 1976), 105–109.
  • Sverrir Jakobsson, „„Erindringen om en mægtig Personlighed“: Den norsk-islandske historiske tradisjon om Harald Hårfagre i et kildekritisk perspektiv“, Historisk tidsskrift, 81 (2002), 213-30.
  • Sverrir Jakobsson, „Óþekkti konungurinn. Sagnir um Harald hárfagra“, Ný saga, 11 (1999), 38–53.
  • Sverrir Jakobsson, „Yfirstéttarmenning eða þjóðmenning? Um þjóðsögur og heimildargildi í íslenskum miðaldaritum“, Úr manna minnum. Greinar um íslenskar þjóðsögur, ritstj. Baldur Hafstað og Haraldur Bessason (Reykjavík, 2002), 449-61.

Í heild hljómaði spurningin svona:

Hver var Haraldur hárfagri? Var hann ekki norskur, heldur Haraldur harði? Eða var hann bara ekki til heldur uppspuni Snorra Sturlusonar?

Höfundur

Sverrir Jakobsson

prófessor í miðaldasögu við HÍ

Útgáfudagur

25.9.2006

Spyrjandi

Edda Björnsdóttir

Tilvísun

Sverrir Jakobsson. „Var Haraldur hárfagri bara uppspuni Snorra Sturlusonar?“ Vísindavefurinn, 25. september 2006, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6206.

Sverrir Jakobsson. (2006, 25. september). Var Haraldur hárfagri bara uppspuni Snorra Sturlusonar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6206

Sverrir Jakobsson. „Var Haraldur hárfagri bara uppspuni Snorra Sturlusonar?“ Vísindavefurinn. 25. sep. 2006. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6206>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Var Haraldur hárfagri bara uppspuni Snorra Sturlusonar?
Samkvæmt Íslendingabók Ara fróða Þorgilssonar varð landnám Íslands á stjórnarárum Haralds hárfagra. Texti Ara hljóðar svo:

Ísland byggðist fyrst úr Norvegi á dögum Haralds hins hárfagra, Halfdanarsonar hins svarta, í þann tíð ... er Ívar Ragnarssonur loðbrókar lét drepa Eadmund hinn helga Englakonung; en það var sjö tigum vetra hins níunda hundraðs eftir burð Krists, að því er ritið er í sögu hans.

Íslendingabók, samin um 1130, er elsta heimild okkar um að Haraldur hárfagri hafi verið konungur í Noregi. Sögur Noregskonunga sem ritaðar voru á 12.-14. öld höfðu fyrir satt að Haraldur hafi sameinað Noreg í eitt ríki. Eldri frásagnir af Haraldi voru tiltölulega knappar og fáorðar, en síðan tók sagan á sig fyllri mynd. Sú saga af Haraldi sem líklega er kunnust almenningi kemur fyrir í fjórum sögum: Hinni sérstöku Ólafs sögu helga, Heimskringlu, Egils sögu og Þætti af Haraldi Dofrafóstra í Flateyjarbók.

Haraldur birtist ekki í ritheimildum fyrr en 250 árum eftir að hann er sagður hafa sameinað Noreg og rýrir það heimildargildi sagnaritunar um hann. Á svo löngum tíma geta sögur breyst og skekkst, svo erfitt getur verið að meta hvað sé satt og hvað logið. En hvaða kjarni getur þá verið að baki frásögnum um Harald hárfagra? Hvaða eldri heimildir eru til sem persóna Ara fróða gæti verið byggð á?

Haraldur er nefndur í tveimur dróttkvæðum: Haraldskvæði og Glymdrápu. Á þessum heimildum eru þrír veigamiklir gallar. Í fyrsta lagi eru þær ekki varðveittar nema sem hluti af konungasögum og því ekki óháðar heimildir. Í öðru lagi er uppruni kvæðanna óljós og gætu þau verið samsett úr mörgum kvæðum, jafnvel eftir ólíka höfunda. Haraldskvæði, sem fræðimenn á 20. öld telja eina heild, er til dæmis eignað mismunandi höfundum í mismunandi sögum eða jafnvel í sömu sögunni. Í þriðja lagi er erfitt að túlka kvæðin nema með hliðsjón af konungasögunum. Í kvæðunum kemur í raun ekki annað fram um Harald hárfagra en nafnið og að hann hafi verið konungur.

Í sögu Vilhjálms frá Malmesbury um Englandskonunga er nefndur „Haroldus quidam, rex Noricorum“. Rit Vilhjálms er frekar ungt, samið um svipað leyti og Íslendingabók Ara fróða, en það er þó óháð heimild fyrir því að í upphafi 10. aldar hafi verið til Noregskonungur sem nefndist Haraldur.



Haraldur Hárfagri tekur við konungdómi. Úr Flateyjarbók.

Eldri sagnarit þar sem Noregskonungar koma við sögu nefna hins vegar ekki Harald. Hann finnst hvorki í enskum né írskum samtímaheimildum þar sem fjallað er um norræna menn á Bretlandseyjum. Í ævisögu trúboðans Ansgars, sem er frá 9. öld, er ekki minnst á nokkurn Noregskonung, og sömuleiðis ekki í ferðasögu Óttars, kaupmanns frá Hálogalandi sem sótti Englandskonung heim í lok 9. aldar. Adam frá Brimum, sem ritaði um trúboð á Norðurlöndum í kringum 1075, þekkir engan Noregskonung fyrir daga Hákonar jarls. Allt eru þetta vissulega þagnarrök (argumenta ex silentio) en merkilegt er að þau hníga öll í eina og sömu átt.

Eini konungurinn sem hét Haraldur, réði yfir Noregi og er nefndur í samtímaheimildum er Haraldur Gormsson, sem var konungur í Danmörku 958-987. Á rúnasteini í Jelling á Jótlandi kemur fram að hann hafi lagt undir sig Danmörku og Noreg.

Í engilsaxneskum heimildum frá 11. öld kemur fyrir konungurinn Haraldur hárfagri. Þar er hins vegar ekki á ferð forsögulegur kóngur frá 9. öld heldur samtímamaður, Haraldur Sigurðsson sem kallaður er „harðráði“ í íslenskum konungasögum. Það viðurnefni hefur hann varla gefið sér sjálfur heldur virðist það komið úr smiðju óvina hans. Erkibiskupunum í Hamborg-Bremen var til dæmis lítt um Harald gefið. Þeir voru hins vegar í góðu sambandi við fyrstu biskupana í Skálholti sem voru mikilvægir heimildarmenn Ara fróða.

Ari og sporgöngumenn hans meðal íslenskra sagnaritara notuðu því ekki það viðurnefni Haralds harðráða sem hann hefur líklega sjálfur kosið sér. Á hinn bóginn áttu þeir það tiltækt fyrir aðra konunga, til að mynda manninn sem þeir töldu að hefði sameinað Noreg á 9. öld.

Í traustustu gerðum Haraldskvæðis er Haraldur ekki þekktur undir viðurnefninu hárfagri heldur sem Haraldur Hálfdanarson. Það er eftirtektarvert að nöfn Haralds og föður hans eru bæði af austnorrænum uppruna, það er frá Danmörku eða Svíþjóð. Hvorugt nafnið var notað í Noregi eða á Íslandi fyrr en tiltölulega seint – nema meðal konungsættarinnar.

Þessi dönsku nöfn á meintum Noregskonungum kalla á skýringu en ýmsar áhugaverðar staðreyndir úr samtímaheimildum benda til þess að sumir Noregskonunga á 9. og 10. öld hafi verið af dönskum uppruna. Til dæmis er fullyrt í annálum að Danir hafi átt konungsríki í Víkinni í Austur-Noregi á fyrri hluta 9. aldar. Einnig má benda á áðurnefnda fullyrðingu um að Haraldur Gormsson Danakonungur hafi lagt undir sig Noreg.

Í engilsaxneskum annálum kemur fyrir Eiríkur Haraldsson sem var konungur á Norðimbralandi. Töldu sagnaritarar síðari tíma að þetta hafi verið Eiríkur blóðöx, sonur Haralds hárfagra. Ekki kemur fram í samtímaheimildum hvaðan þessi konungur var kominn en athygli vekur að á mynt sem hann lét slá er nafnið ritað með dönskum hætti fremur en norskum, það er hann er kallaður Ericus en ekki Eiricus.

Af þessum staðreyndum má ráða eftirfarandi: Saga Heimskringlu og fleiri sagnarita um Harald hárfagra er að öllum líkindum tilbúningur og er varla eldri en frá 12. öld. Ekki er hægt að sanna með ótvíræðum hætti að Haraldur hárfagri sé söguleg persóna og enn síður að hann hafi sameinað Noreg.

Samtímaheimildir nefna engan konung í Noregi fyrr en um miðja 10. öld. Elstu heimildir um viðurnefni Haralds eru frá 11. öld og þá er það notað um annan konung. Í dróttkvæðum kemur fyrir Haraldur Hálfdanarson sem virðist hafa verið konungur einhvers staðar í Noregi en af nafninu má einna helst ætla að sá maður hafi verið af dönskum uppruna. Ekki er loku fyrir það skotið að Eiríkur konungur í Norðimbralandi hafi verið sonur hans en það breytir litlu því að sá konungur var væntanlega einnig af dönskum uppruna.

Í stuttu máli: Ef Haraldur hárfagri var til þá var hann að líklega danskur og hefði varla kannast við viðurnefni sitt. Hann bjó ekki til ríki í Noregi þótt söguleg yfirlitsrit haldi gjarnan öðru fram. Slíkt er ef til vill betri heimild um trúgirni og gagnrýnisleysi nútímasagnfræðinga heldur en hvernig Noregur varð til.

Sjá einnig

Mynd

Gagnleg rit

  • Boulhosa, Patricia Pires 2005. Icelanders and the Kings of Norway. Mediaeval Sagas and Legal Texts. The Northern World. North Europe and the Baltic, c. 400-1700 AD. Peoples, Economies and Cultures, 17 (Leiden-Boston, 2005).
  • Fidjestøl, Bjarne, „ Skaldekvad og Harald Hårfagre“,Rikssamlingen og Harald Hårfagre. Historisk seminar på Karmøy 10. og 11. juni 1993 (Karmøy kommune 1993).
  • Jesch, Judith, „Norse Historical Traditions and the Historia Gruffud vab Kenan: Magnús berfœttr and Haraldr hárfagri,“ Grufudd ap Cynan. A Collaborative Biography. Studies in Celtic History, 16, ritstj. K. L. Maund (Woodbridge, Suffolk, 1996), 117–47.
  • Krag, Claus, „Norge som odel i Harald Hårfagres ætt. Et møte med en gjenganger,“ Historisk tidsskrift, 3 (1989), 288–302.
  • Kreutzer, Gert, „Das Bild Harald Schönhaars in der altisländischen Literatur,“ Studien zum Altgermanischen. Festschrift für Heinrich Beck. Ergänzungsbände zum Reallexikon der Germanischen Altertumskunde, 11 ritstj. Heiko Uecker (Berlin-New York, 1994), 443–461.
  • Sawyer, Peter H., „Harald Fairhair and the British Isles,“ Les Vikings et leurs civilisations. Problèmes actuels, ritstj. Régis Boyer. École des hautes études en sciences sociales. Bibliothèque Arctique et Antararctique, 5, (París, 1976), 105–109.
  • Sverrir Jakobsson, „„Erindringen om en mægtig Personlighed“: Den norsk-islandske historiske tradisjon om Harald Hårfagre i et kildekritisk perspektiv“, Historisk tidsskrift, 81 (2002), 213-30.
  • Sverrir Jakobsson, „Óþekkti konungurinn. Sagnir um Harald hárfagra“, Ný saga, 11 (1999), 38–53.
  • Sverrir Jakobsson, „Yfirstéttarmenning eða þjóðmenning? Um þjóðsögur og heimildargildi í íslenskum miðaldaritum“, Úr manna minnum. Greinar um íslenskar þjóðsögur, ritstj. Baldur Hafstað og Haraldur Bessason (Reykjavík, 2002), 449-61.

Í heild hljómaði spurningin svona:

Hver var Haraldur hárfagri? Var hann ekki norskur, heldur Haraldur harði? Eða var hann bara ekki til heldur uppspuni Snorra Sturlusonar?
...