Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru hálfdanarheimtur?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Merking orðsins hálfdanarheimtur er 'slæmar heimtur, léleg skil'. Það virtist vel þekkt um allt land samkvæmt svörum sem bárust við fyrirspurnum í þættinum Íslenskt mál í ríkisútvarpinu fyrir um fjörutíu árum. Sumir notuðu orðið eingöngu um lélegar heimtur á fé af fjalli, aðrir töldu orðið aðeins notað um dauða hluti sem illa gekk að heimta aftur úr láni, enn aðrir gátu notað orðið jafnt um dauða hluti sem lifandi.



Haraldur Hárfagri tekur við konungdómi. Orðið hálfdanarheimtur hefur verið tengt nafni Hálfdanar svarta, föður Haralds hárfagra. Myndin er úr Flateyjarbók.

Aðeins einn heimildarmanna reyndi að skýra tilurð orðsins. Það var dr. Haraldur Matthíasson fyrrum menntaskólakennari á Laugarvatni. Hann sagðist hafa fyrir satt að orðið væri tengt nafni Hálfdanar svarta, föður Haralds hárfagra. Í sögu hans segi frá því að fjögur fylki í Noregi vildu fá til sín lík hans til greftrunar. Varð að samkomulagi að skipta líkinu í fjóra hluta og fékk hvert fylki sinn part. ,,Voru þá sannarlega Hálfdanarheimtur á líkinu í hvert fylki. Að vísu efast fræðimenn um sannindi þessarar sögu, en það skiptir ekki máli. Sagan hefur verið þekkt, og af henni hygg ég, að nafnið sé dregið,“ skrifaði Haraldur.

Mynd

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hvað er átt við með hálfdanarheimtum? Ég held þetta merki til dæmis að fá boðsbréf í brúðkaup eftir að það er afstaðið. Ég held einnig að þetta eigi skírskotun til miðaldasögu, hugsanlega biskups nokkurs, það er Brynjólfs, en hef ekki fundið fyrir því fót.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

14.1.2010

Spyrjandi

Arnór Snæbjarnarson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað eru hálfdanarheimtur?“ Vísindavefurinn, 14. janúar 2010, sótt 4. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=53709.

Guðrún Kvaran. (2010, 14. janúar). Hvað eru hálfdanarheimtur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=53709

Guðrún Kvaran. „Hvað eru hálfdanarheimtur?“ Vísindavefurinn. 14. jan. 2010. Vefsíða. 4. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=53709>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru hálfdanarheimtur?
Merking orðsins hálfdanarheimtur er 'slæmar heimtur, léleg skil'. Það virtist vel þekkt um allt land samkvæmt svörum sem bárust við fyrirspurnum í þættinum Íslenskt mál í ríkisútvarpinu fyrir um fjörutíu árum. Sumir notuðu orðið eingöngu um lélegar heimtur á fé af fjalli, aðrir töldu orðið aðeins notað um dauða hluti sem illa gekk að heimta aftur úr láni, enn aðrir gátu notað orðið jafnt um dauða hluti sem lifandi.



Haraldur Hárfagri tekur við konungdómi. Orðið hálfdanarheimtur hefur verið tengt nafni Hálfdanar svarta, föður Haralds hárfagra. Myndin er úr Flateyjarbók.

Aðeins einn heimildarmanna reyndi að skýra tilurð orðsins. Það var dr. Haraldur Matthíasson fyrrum menntaskólakennari á Laugarvatni. Hann sagðist hafa fyrir satt að orðið væri tengt nafni Hálfdanar svarta, föður Haralds hárfagra. Í sögu hans segi frá því að fjögur fylki í Noregi vildu fá til sín lík hans til greftrunar. Varð að samkomulagi að skipta líkinu í fjóra hluta og fékk hvert fylki sinn part. ,,Voru þá sannarlega Hálfdanarheimtur á líkinu í hvert fylki. Að vísu efast fræðimenn um sannindi þessarar sögu, en það skiptir ekki máli. Sagan hefur verið þekkt, og af henni hygg ég, að nafnið sé dregið,“ skrifaði Haraldur.

Mynd

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hvað er átt við með hálfdanarheimtum? Ég held þetta merki til dæmis að fá boðsbréf í brúðkaup eftir að það er afstaðið. Ég held einnig að þetta eigi skírskotun til miðaldasögu, hugsanlega biskups nokkurs, það er Brynjólfs, en hef ekki fundið fyrir því fót.
...